Samvinnan styrkir fullveldið Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 29. nóvember 2018 07:00 Saga íslenskrar utanríkisþjónustu er samofin sögu fullveldisins. Þótt dönsk stjórnvöld hafi annast framkvæmd vissra utanríkismála til 1940 fylgdi fullveldinu forræði yfir málaflokknum. Íslendingar opnuðu sitt fyrsta sendiráð í Kaupmannahöfn árið 1920. Á millistríðsárunum störfuðu íslenskir viðskiptaerindrekar erlendis og viðskiptasamningar við önnur ríki litu dagsins ljós. Ísland varð nú sjálft að leita markaða fyrir framleiðsluvörur sínar og afla nauðsynja. Við stofnun lýðveldisins voru íslensk stjórnvöld ákveðin í að taka þátt í þeirri almennu ríkjasamvinnu sem varð að veruleika í kjölfar seinna stríðs. Ísland varð ekki aðili að Sameinuðu þjóðunum fyrr en ári eftir stofnun þeirra því það neitaði að segja Þýskalandi stríð á hendur. Með stofnaðild sinni að Evrópuráðinu og Atlantshafsbandalaginu kaus Ísland að tilheyra hópi lýðræðisríkja Evrópu og Norður-Ameríku. Ísland leggur sitt af mörkum í þessari samvinnu, dæmi um það er aðildin að mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, sem er ein mesta ábyrgðarstaða sem Ísland hefur gegnt á alþjóðavettvangi. Þátttaka okkar í alþjóðlegu samstarfi hefur ávallt verið á grundvelli fullveldis og frjáls viðskipti hafa varðað veginn frá upphafi. Það var fullvalda ríkið Ísland sem árið 1970 gekk í EFTA og við það opnuðust ný tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki á erlendum mörkuðum og verndartollar féllu niður. EES-samningurinn frá 1993 myndaði svo brú á milli Íslands yfir á innri markað ESB. Evrópusamstarfið og aðild okkar að EES hefur reynst okkur afar farsæl og tryggt hagsmuni íslenskra fyrirtækja og borgara. Alþjóðleg samvinna og virk hagsmunagæsla stuðla að því að lífskjör og tækifæri hérlendis verði áfram með því sem besta sem gerist í heiminum. Við þetta má svo bæta virðingu fyrir þjóðarrétti, sem skiptir minni ríki miklu máli við að gæta hagsmuna sinna gagnvart hinum stóru. Síðast en ekki síst felur þessi alþjóðlega samvinna í sér viðurkenningu erlendra ríkja á að Ísland sé frjálst og fullvalda ríki. Þannig má segja að alþjóðasamstarfið og fullveldið styðji hvort við annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðlaugur Þór Þórðarson Skoðun Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Saga íslenskrar utanríkisþjónustu er samofin sögu fullveldisins. Þótt dönsk stjórnvöld hafi annast framkvæmd vissra utanríkismála til 1940 fylgdi fullveldinu forræði yfir málaflokknum. Íslendingar opnuðu sitt fyrsta sendiráð í Kaupmannahöfn árið 1920. Á millistríðsárunum störfuðu íslenskir viðskiptaerindrekar erlendis og viðskiptasamningar við önnur ríki litu dagsins ljós. Ísland varð nú sjálft að leita markaða fyrir framleiðsluvörur sínar og afla nauðsynja. Við stofnun lýðveldisins voru íslensk stjórnvöld ákveðin í að taka þátt í þeirri almennu ríkjasamvinnu sem varð að veruleika í kjölfar seinna stríðs. Ísland varð ekki aðili að Sameinuðu þjóðunum fyrr en ári eftir stofnun þeirra því það neitaði að segja Þýskalandi stríð á hendur. Með stofnaðild sinni að Evrópuráðinu og Atlantshafsbandalaginu kaus Ísland að tilheyra hópi lýðræðisríkja Evrópu og Norður-Ameríku. Ísland leggur sitt af mörkum í þessari samvinnu, dæmi um það er aðildin að mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, sem er ein mesta ábyrgðarstaða sem Ísland hefur gegnt á alþjóðavettvangi. Þátttaka okkar í alþjóðlegu samstarfi hefur ávallt verið á grundvelli fullveldis og frjáls viðskipti hafa varðað veginn frá upphafi. Það var fullvalda ríkið Ísland sem árið 1970 gekk í EFTA og við það opnuðust ný tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki á erlendum mörkuðum og verndartollar féllu niður. EES-samningurinn frá 1993 myndaði svo brú á milli Íslands yfir á innri markað ESB. Evrópusamstarfið og aðild okkar að EES hefur reynst okkur afar farsæl og tryggt hagsmuni íslenskra fyrirtækja og borgara. Alþjóðleg samvinna og virk hagsmunagæsla stuðla að því að lífskjör og tækifæri hérlendis verði áfram með því sem besta sem gerist í heiminum. Við þetta má svo bæta virðingu fyrir þjóðarrétti, sem skiptir minni ríki miklu máli við að gæta hagsmuna sinna gagnvart hinum stóru. Síðast en ekki síst felur þessi alþjóðlega samvinna í sér viðurkenningu erlendra ríkja á að Ísland sé frjálst og fullvalda ríki. Þannig má segja að alþjóðasamstarfið og fullveldið styðji hvort við annað.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun