Jólalegt í Köben Guðrún Vilmundardóttir skrifar 29. nóvember 2018 07:00 Ég er að koma frá Köben. Er ekki enn nógu forfrömuð til að skella mér í julefrokost eða innkaup, það verður næst. Heimsótti átján ára dóttur mína sem flutti utan í haust. Færði henni vetrarfötin sem hún kom ekki fyrir í farangrinum. Af henni er gott að frétta og utandvölin hefur til dæmis kennt henni að það er gott að vaska upp eftir sig. Morgunkorn og hafragrautur verða hvimleið í skálum sem standa lengi óhreyfðar í vaskinum. Á þetta hef ég minnst endrum og sinnum í áratug, en eitthvað í útlandinu opnaði fyrir þessa skilningsrás. Þá hefur runnið upp fyrir henni að tómar mjólkurfernur sem eru settar fyrir aftan kranann hjá eldhúsvaskinum safnast bara saman þar. Það varð ákveðin vitrun þegar þær voru orðnar átta. Það lítur út fyrir að hún hafi fundið týnda hlekkinn í heimilisstörfum í Danmörku, mína ósýnilegu móðurhönd. Nú er svo sannarlega jólalegt í Köben. Við borðuðum á veitingastað með útsýni yfir jólatívolí og það var reglulega hátíðlegt. Einu sinni átti ég tvo samstarfsmenn sem fóru til Danaveldis í virðulegan julefrokost sem var haldinn í nágrenni höfuðborgarinnar. Þeir tóku lestina inn til Kaupmannahafnar daginn eftir, en þá voru þeir svo þreyttir, einhverra hluta vegna, að þeir komust aldrei út af lestarstöðinni heldur settust þar á írskan bar og horfðu á fótboltaleik. Fóru svo beint út á flugvöll með lest. Þegar þeir komu aftur til vinnu í Reykjavík og voru spurðir: „Er ekki orðið jólalegt í Köben?“ svöruðu þeir einfaldlega, fremur þurrlega: „Þegiði.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Ég er að koma frá Köben. Er ekki enn nógu forfrömuð til að skella mér í julefrokost eða innkaup, það verður næst. Heimsótti átján ára dóttur mína sem flutti utan í haust. Færði henni vetrarfötin sem hún kom ekki fyrir í farangrinum. Af henni er gott að frétta og utandvölin hefur til dæmis kennt henni að það er gott að vaska upp eftir sig. Morgunkorn og hafragrautur verða hvimleið í skálum sem standa lengi óhreyfðar í vaskinum. Á þetta hef ég minnst endrum og sinnum í áratug, en eitthvað í útlandinu opnaði fyrir þessa skilningsrás. Þá hefur runnið upp fyrir henni að tómar mjólkurfernur sem eru settar fyrir aftan kranann hjá eldhúsvaskinum safnast bara saman þar. Það varð ákveðin vitrun þegar þær voru orðnar átta. Það lítur út fyrir að hún hafi fundið týnda hlekkinn í heimilisstörfum í Danmörku, mína ósýnilegu móðurhönd. Nú er svo sannarlega jólalegt í Köben. Við borðuðum á veitingastað með útsýni yfir jólatívolí og það var reglulega hátíðlegt. Einu sinni átti ég tvo samstarfsmenn sem fóru til Danaveldis í virðulegan julefrokost sem var haldinn í nágrenni höfuðborgarinnar. Þeir tóku lestina inn til Kaupmannahafnar daginn eftir, en þá voru þeir svo þreyttir, einhverra hluta vegna, að þeir komust aldrei út af lestarstöðinni heldur settust þar á írskan bar og horfðu á fótboltaleik. Fóru svo beint út á flugvöll með lest. Þegar þeir komu aftur til vinnu í Reykjavík og voru spurðir: „Er ekki orðið jólalegt í Köben?“ svöruðu þeir einfaldlega, fremur þurrlega: „Þegiði.“
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar