Vísað af landi brott eftir 16 ára dvöl hér á landi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. nóvember 2018 12:00 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku vísir/hanna Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Marcel Wojcik, þýsks manns sem dvalið hefur á Íslandi í sextán ár, um að fella úr gildi ákvarðanir Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendinga þess efnis að vísa ætti honum úr landi. Brotaferill hans eftir að hafa fengið aðvaranir frá Útlendingastofnun unnu gegn honum í málinu.Fjallað var um mál Marcel í kvöldfréttum Stöðvar 2 í október á síðasta ári en þá gagnrýndi þáverandi eiginkona hans að flytja ætti Marcel úr landi. Sagði hún hann engin tengsl hafa við Þýskaland enda hafi hann dvalið á Íslandi frá því að hann var sextán ára gamall.Þá hafði hann fengið dóm í þýskalandi en var boðið að taka út hluta hans í sveit á Íslandi fyrir tilstuðlan þýskra samtaka sem störfuðu að velferð barna. Var þetta gert í samráði við íslensk barnaverndaryfirvöld. Hann var þar í fóstri til 18 ára aldurs.Þegar rætt var við þáverandi eiginkonu Marcel á síðasta ári var hann að afplána fangelsisdóm. Í dómi Héraðsdóms segir hins vegar að hann hafi lokið afplánun í nóvember og náð sér í vinnu.Brotaferill Marcel á Íslandi er nokkuð langur eða frá árinu 2006 til 2014. Hann hefur hlotið nokkra dóma meðal annars fyrir eignaspjöll, húsbrot, alvarlega líkamsárás og nú síðast fyrir kynferðisbrot. Sagði þáverandi eiginkona hans að hann hafi horfið af beinu brautinni ungur að aldri eftir fráfall móður hans og algjört afskiptaleysi föður.Sagði hún að fótunum hafi verið kippt undan þeim með ákvörðun Útlendingastofnunar enda áttu þau von á barni þegar fréttastofa ræddi við þáverandi eiginkonu hans í október á síðasta ári.Taldi líklegt að hann myndi enda á götunni í Þýskalandi Í máli sínu gegn ríkinu vísaði Marcel til þess að hann ætti enga fjölskyldu og vini í Þýskalandi og fyrirsjáanlegt væri að hann myndi enda á götunni yrði hann sendur aftur til Þýskalands. Hann ætti íslenska fjölskyldu hér á landi og að það blasi við að ákvörðun um brottvísun fæli í sér ósanngjarna ráðstöfun gagnvart honum og gagnvart nánustu og einu aðstandendum hans. Þótt hann hafi verið utanveltu í samfélaginu hér á landi þekkti hann ekkert annað samfélag en það íslenska. Hætt við brottvísun í tvígang en brotin urðu alvarlegri Íslenska ríkið byggði mál sitt meðal annars á því að brotaferill Marcel hafði í tvígang gefið Útlendingastofnun tilefni til að taka til skoðunar að vísa honum frá landi. Í bæði skiptin hafi hins vegar verið fallið frá brottvísun og endurkomubanni, meðal annars vegna þess að Marcel ætti kærustu hér á landi og að hann hefði lokið áfengis- og vímuefnameðferð.Þegar hann hafi hins vegar haldið uppteknum hætti með áframhaldandi brotastarfsemi, auk þess sem brot hans hafi orðið alvarlegri, en á árunum 2014 og 2015 hlaut hann dóma fyrir mun alvarlegri brot en hann hafði hlotið áður, nauðgun og þrjár líkamsárásir, þar af eina sérstaklega hættulega líkamsárás, hafi Útlendingastofnun tekið til skoðunar á ný að vísa Marcel frá landi.Var það mat Útlendingastofnunar að framferði hans fæli í sér raunverulega, yfirvofandi og nægilega alvarlega ógn til þess að skilyrði laga um brottvísun væru uppfyllt.Í dómi héraðsdóms segir að ítrekuð brot Marcel á almennum hegningarlögum skjóti nægilegum stoðum undir þá niðurstöðu kærunefndar að framferði hans feli í sér raunverulega, yfirvofandi og nægilega ógn gagnvart grundvallarhagsmunum samfélagsins. Horfa þurfi til þess að tvívegis hafi komið til skoðunar að vísa Marcel á brott úr landi, án þess þó að slíkar ráðagerðir hafi haft þau áhrif að hann léti af afbrotum.Voru íslenska ríkið því sýknað af kröfum Marcel og standa því ákvarðanir Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála um að vísa eigi Marcel af landi brott. Dómsmál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Marcel Wojcik, þýsks manns sem dvalið hefur á Íslandi í sextán ár, um að fella úr gildi ákvarðanir Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendinga þess efnis að vísa ætti honum úr landi. Brotaferill hans eftir að hafa fengið aðvaranir frá Útlendingastofnun unnu gegn honum í málinu.Fjallað var um mál Marcel í kvöldfréttum Stöðvar 2 í október á síðasta ári en þá gagnrýndi þáverandi eiginkona hans að flytja ætti Marcel úr landi. Sagði hún hann engin tengsl hafa við Þýskaland enda hafi hann dvalið á Íslandi frá því að hann var sextán ára gamall.Þá hafði hann fengið dóm í þýskalandi en var boðið að taka út hluta hans í sveit á Íslandi fyrir tilstuðlan þýskra samtaka sem störfuðu að velferð barna. Var þetta gert í samráði við íslensk barnaverndaryfirvöld. Hann var þar í fóstri til 18 ára aldurs.Þegar rætt var við þáverandi eiginkonu Marcel á síðasta ári var hann að afplána fangelsisdóm. Í dómi Héraðsdóms segir hins vegar að hann hafi lokið afplánun í nóvember og náð sér í vinnu.Brotaferill Marcel á Íslandi er nokkuð langur eða frá árinu 2006 til 2014. Hann hefur hlotið nokkra dóma meðal annars fyrir eignaspjöll, húsbrot, alvarlega líkamsárás og nú síðast fyrir kynferðisbrot. Sagði þáverandi eiginkona hans að hann hafi horfið af beinu brautinni ungur að aldri eftir fráfall móður hans og algjört afskiptaleysi föður.Sagði hún að fótunum hafi verið kippt undan þeim með ákvörðun Útlendingastofnunar enda áttu þau von á barni þegar fréttastofa ræddi við þáverandi eiginkonu hans í október á síðasta ári.Taldi líklegt að hann myndi enda á götunni í Þýskalandi Í máli sínu gegn ríkinu vísaði Marcel til þess að hann ætti enga fjölskyldu og vini í Þýskalandi og fyrirsjáanlegt væri að hann myndi enda á götunni yrði hann sendur aftur til Þýskalands. Hann ætti íslenska fjölskyldu hér á landi og að það blasi við að ákvörðun um brottvísun fæli í sér ósanngjarna ráðstöfun gagnvart honum og gagnvart nánustu og einu aðstandendum hans. Þótt hann hafi verið utanveltu í samfélaginu hér á landi þekkti hann ekkert annað samfélag en það íslenska. Hætt við brottvísun í tvígang en brotin urðu alvarlegri Íslenska ríkið byggði mál sitt meðal annars á því að brotaferill Marcel hafði í tvígang gefið Útlendingastofnun tilefni til að taka til skoðunar að vísa honum frá landi. Í bæði skiptin hafi hins vegar verið fallið frá brottvísun og endurkomubanni, meðal annars vegna þess að Marcel ætti kærustu hér á landi og að hann hefði lokið áfengis- og vímuefnameðferð.Þegar hann hafi hins vegar haldið uppteknum hætti með áframhaldandi brotastarfsemi, auk þess sem brot hans hafi orðið alvarlegri, en á árunum 2014 og 2015 hlaut hann dóma fyrir mun alvarlegri brot en hann hafði hlotið áður, nauðgun og þrjár líkamsárásir, þar af eina sérstaklega hættulega líkamsárás, hafi Útlendingastofnun tekið til skoðunar á ný að vísa Marcel frá landi.Var það mat Útlendingastofnunar að framferði hans fæli í sér raunverulega, yfirvofandi og nægilega alvarlega ógn til þess að skilyrði laga um brottvísun væru uppfyllt.Í dómi héraðsdóms segir að ítrekuð brot Marcel á almennum hegningarlögum skjóti nægilegum stoðum undir þá niðurstöðu kærunefndar að framferði hans feli í sér raunverulega, yfirvofandi og nægilega ógn gagnvart grundvallarhagsmunum samfélagsins. Horfa þurfi til þess að tvívegis hafi komið til skoðunar að vísa Marcel á brott úr landi, án þess þó að slíkar ráðagerðir hafi haft þau áhrif að hann léti af afbrotum.Voru íslenska ríkið því sýknað af kröfum Marcel og standa því ákvarðanir Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála um að vísa eigi Marcel af landi brott.
Dómsmál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira