Sport

Bjórinn ódýrari en vatn á heimaleik Bengals

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningskona Cincinnati Bengals.
Stuðningskona Cincinnati Bengals. Vísir/Getty
Stuðningsmenn Cincinnati Bengals höfðu ekki mjög gaman af leik liðsins í NFL-deildinni um helgina en þeir glöddust örugglega yfir veitingunum í stúkunni.

Cincinnati Bengals tapaði þarna 20-35 á móti Cleveland Browns en þetta var þriðja tap Bengals manna í röð og liðið er að missa af lestinni í baráttu um sæti í úrslitakeppninni.

Stuðningsmenn liðsins fengu ágætt tækifæri til að drekkja sorgum sínum þegar leikurinn rann frá þeim strax í fyrri hálfleik.

Darren Rovell vakti athygli á því á Twitter að bjórinn hafi verið ódýrari en vatn á Paul Brown Stadium um síðustu helgi.





Bjórinn kostaði fimm dollara slétta eða 630 íslenskar krónur en vatnið kostaði 25 sentum meira eða 660 krónur.







NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×