Flugmennirnir börðust við flugvélina frá upphafi til enda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. nóvember 2018 09:15 Getty/Donal Husni Gögn úr flugritum Lion Air flugvélarinnar sem hrapaði til sjávar í síðasta mánuði sýna að flugmenn börðust við flugvélina sjálfa um stjórn á henni alveg frá flugtaki þangað til hún hrapaði ellefu mínútum síðar. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum rannsóknarnefndar flugslysa í Indónesíu en fjallað er um málið á vef New York Times. Á blaðamannafundi í nótt sögðu embættismenn einnig að flugvélin hafi ekki verið flughæf vegna tæknibilana í fyrri flugferðum. Bilun hafi meðal annars komið upp í næstsíðustu flugferð vélarinnar. Vélin sem hrapaði, sem er af gerðinni Boeing 737 Max, var glæný.Sjá einnig: Segja Boeing hafa þagað um gallannAlls létust 189 er flugvélin steyptist til jarðar skömmu eftir flugtak. Gögn úr flugritum vélarinnar sýna að flugmennirnir reyndu ítrekað að bjarga flugvélinni er nefi hennar var þrýst niður, líklega af völdum bilaðra skynjara í vélinni.„Flugmennirnir börðust allt til enda,“ sagði Nurcahyo Utomo, yfirmaður rannsóknarnefndarinnar.Sjá einnig: Flugmönnum 737-Max ráðlagt að fylgja handbókinniGögnin sýna að sjálfstýring vélarinnar þrýsti nefi flugvélarinnar niður í yfir tuttugu skipti áður en að flugmennirnir misstu stjórn á henni og vélin hrapaði til sjávar.Boeing 737 Max 8 og Max 9-vélarnar eru búnar nemum sem greina hvort flugmenn slysist til að hækka flugið óeðlilega hratt. Vélin grípur þá sjálf inn í og lækkar flugið. Í frétt New York Times segir að gögnin úr flugritunum þyki renna stoðum undir þá kenningu rannsakenda að þessi nemi hafi bilað eða lesið upplýsingar vitlaust um borð í flugvél Lion Air, með fyrrgreindum afleiðingum. Asía Fréttir af flugi Tengdar fréttir Óttast um afdrif 189 farþega Lion Air Flugmálayfirvöld staðfesta að vélin sé horfin og að 189 hafi verið um borð 29. október 2018 03:46 Segja Boeing hafa þagað um gallann Flugvélaframleiðandi Boeing er sagður hafa setið á upplýsingum um gallann sem talinn er hafa valdið því að 737 Max-vél Lion Air fórst í lok síðasta mánaðar. 13. nóvember 2018 11:49 Flugmönnum 737-Max ráðlagt að fylgja handbókinni Flugvélaframleiðandinn Boeing hefur sent Icelandair og öðrum flugfélögum sem fljúga 737 Max-vélum félagsins leiðbeiningar um hvernig skuli bregðast við gallanum sem talið er að hafi leitt til hraps vélar Lion Air á dögunum. 7. nóvember 2018 12:02 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Gögn úr flugritum Lion Air flugvélarinnar sem hrapaði til sjávar í síðasta mánuði sýna að flugmenn börðust við flugvélina sjálfa um stjórn á henni alveg frá flugtaki þangað til hún hrapaði ellefu mínútum síðar. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum rannsóknarnefndar flugslysa í Indónesíu en fjallað er um málið á vef New York Times. Á blaðamannafundi í nótt sögðu embættismenn einnig að flugvélin hafi ekki verið flughæf vegna tæknibilana í fyrri flugferðum. Bilun hafi meðal annars komið upp í næstsíðustu flugferð vélarinnar. Vélin sem hrapaði, sem er af gerðinni Boeing 737 Max, var glæný.Sjá einnig: Segja Boeing hafa þagað um gallannAlls létust 189 er flugvélin steyptist til jarðar skömmu eftir flugtak. Gögn úr flugritum vélarinnar sýna að flugmennirnir reyndu ítrekað að bjarga flugvélinni er nefi hennar var þrýst niður, líklega af völdum bilaðra skynjara í vélinni.„Flugmennirnir börðust allt til enda,“ sagði Nurcahyo Utomo, yfirmaður rannsóknarnefndarinnar.Sjá einnig: Flugmönnum 737-Max ráðlagt að fylgja handbókinniGögnin sýna að sjálfstýring vélarinnar þrýsti nefi flugvélarinnar niður í yfir tuttugu skipti áður en að flugmennirnir misstu stjórn á henni og vélin hrapaði til sjávar.Boeing 737 Max 8 og Max 9-vélarnar eru búnar nemum sem greina hvort flugmenn slysist til að hækka flugið óeðlilega hratt. Vélin grípur þá sjálf inn í og lækkar flugið. Í frétt New York Times segir að gögnin úr flugritunum þyki renna stoðum undir þá kenningu rannsakenda að þessi nemi hafi bilað eða lesið upplýsingar vitlaust um borð í flugvél Lion Air, með fyrrgreindum afleiðingum.
Asía Fréttir af flugi Tengdar fréttir Óttast um afdrif 189 farþega Lion Air Flugmálayfirvöld staðfesta að vélin sé horfin og að 189 hafi verið um borð 29. október 2018 03:46 Segja Boeing hafa þagað um gallann Flugvélaframleiðandi Boeing er sagður hafa setið á upplýsingum um gallann sem talinn er hafa valdið því að 737 Max-vél Lion Air fórst í lok síðasta mánaðar. 13. nóvember 2018 11:49 Flugmönnum 737-Max ráðlagt að fylgja handbókinni Flugvélaframleiðandinn Boeing hefur sent Icelandair og öðrum flugfélögum sem fljúga 737 Max-vélum félagsins leiðbeiningar um hvernig skuli bregðast við gallanum sem talið er að hafi leitt til hraps vélar Lion Air á dögunum. 7. nóvember 2018 12:02 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Óttast um afdrif 189 farþega Lion Air Flugmálayfirvöld staðfesta að vélin sé horfin og að 189 hafi verið um borð 29. október 2018 03:46
Segja Boeing hafa þagað um gallann Flugvélaframleiðandi Boeing er sagður hafa setið á upplýsingum um gallann sem talinn er hafa valdið því að 737 Max-vél Lion Air fórst í lok síðasta mánaðar. 13. nóvember 2018 11:49
Flugmönnum 737-Max ráðlagt að fylgja handbókinni Flugvélaframleiðandinn Boeing hefur sent Icelandair og öðrum flugfélögum sem fljúga 737 Max-vélum félagsins leiðbeiningar um hvernig skuli bregðast við gallanum sem talið er að hafi leitt til hraps vélar Lion Air á dögunum. 7. nóvember 2018 12:02