Undrast að láglaunafólk flytji ekki úr borginni Birgir Olgeirsson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 27. nóvember 2018 15:14 Sigmar Vilhjálmsson sagðist sjálfur hafa neyðst til að flytja til Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Erfitt er að fá fólk til vinnu á Íslandi á lágmarkslaunum en þeir sem eru á slíkum launum ættu að líta til landsbyggðarinnar eftir betri lífskjörum. Þetta sagði Sigmar Vilhjálmsson, eigandi Keiluhallarinnar og Shake&Pizza í Egilshöll, á ráðstefnu á Grand hótel í dag. Sigmar var fundarstjóri á ráðstefnunni sem bar heitið Geta litlu fyrirtækin hækkað kaupið? sem haldin var af samtökunum Litla Ísland. Um er að ræða vettvang þar sem lítil fyrirtæki vinna saman óháð atvinnugreinum. Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök þeirra eru bakhjarlar Litla Íslands. Sigmar sagðist tilheyra hópi lítilla og millistórra atvinnurekenda sem þegja þunnu hljóði í yfirstandandi kjarabaráttu. Stéttarfélög beini þannig ekki sjónum sínum að þessum hópi heldur að stórfyrirtækjunum í sínum kröfum. Hægt er að horfa á fundinn hér fyrir neðan Telur launakröfur úr takti Hann sagði kröfur um miklar launahækkanir úr takti við raunveruleikann og sagði að hann vissi fá dæmi þess að litlir atvinnurekendur væru með fólk á lágmarkslaunum í vinnu hjá sér. Vildi hann meina að miðað við stöðu atvinnuleysis á Íslandi í dag þá væri erfitt að ætla sér að ráða fólk til vinnu á lágmarkslaunum. Sigmar fullyrti að lágmarkslaunum væru ekki til mikils búandi á höfuðborgarsvæðinu. Benti hann á að það væri dýrt að búa í Reykjavík þar sem fermetraverðið er 400 til 500 þúsund krónur. Ef horft væri til nágrannalanda væri það ekki þannig, að mati Sigmars, að fólk á lágmarkslaunum í Noregi geti búið í hinni dýru höfuðborg Osló. Sagði hann algengt að fólk sem er á lágmarkslaunum búi fyrir utan borgir, þó það sæki vinnu þangað. „Af hverju er það ekki inni í myndinni að menn horfi til þess að búa jafnvel úti á landi. Það er eins og það sé jafnvel einhver dauðadómur,“ sagði Sigmar.Sigmar sagði að fyrsta fjölmiðlavinnan hans hefði verið lögð niður á Egilsstöðum. Vísir/VilhelmBjó við slæman kost í kjallaraíbúð í borginni Sjálfur væri hann uppalinn á Egilsstöðum og byrjaði sinn fjölmiðlaferil þar í svæðisútvarpi Austurlands. Þegar það var lagt niður þá hafði hann um tvennt að velja, mótmæla og krefjast þess að vinnan yrði ekki tekin af honum á Egilsstöðum, eða elta vinnuna til Reykjavíkur. Hann sagðist hafa neyðst til að flytja til Reykjavíkur og búa þar í kjallaraíbúð við slæman kost til að elta fjölmiðladraumana. „Það er misjafnt hvernig er hægt að horfa á þessi mál en það er eins og það sé einhver kvöð að vera úti á landi og vinna vinnu sem er í boði þar og lifa við enn betri lífskjör,“ sagði Sigmar.Telja launakostnað háan Á fundinum kom meðal annars fram að lítil og meðalstór fyrirtæki, sem hafa færri en 250 starfsmenn, hafi greitt um 550 milljarða króna í laun í fyrra. Launagreiðslur þeirra hafi þannig nær tvöfaldast frá árinu 2010. Fundarmenn beindu spjótunum sínum að hinu opinbera, bentu til að mynda á að tryggingargjaldið hafi numið 60 milljörðum króna í fyrra - gjald sem sagt var hefta nýsköpun og halda aftur af fjölgun starfa. Þar að auki væru heildargreiðslur atvinnurekenda mun hærri en umsamin laun. Af hverjum 100 krónum sem renna til launafólks þyrfti atvinnurekandinn hins vegar að greiða 157 krónur. Niðurstaða fundarins var því sú að launakostnaður hérlendis væri hár og lítið svigrúm væri til frekari launahækkana. Sá málflutningur hefur heyrst reglulega undanfarið og má rekja til þeirra næstum 300 kjarasamninga sem munu losna á næstu mánuðum.Ósammála Sigmari Valgerður Árnadóttir, starfsmaður stéttarfélagsins Eflingar, sótti fundinn en hún var ekki hrifinn af öllu því sem Sigmar hafði að segja. Valgerður ritaði grein sem birtist á Vísi en þar spyr hún hvenær Reykjavík varð að stórborg og hvort Sigmar ætlist til þess að fólk í láglaunastörfum á höfuðborgarsvæðinu búi á Egilsstöðum.Valgerður Árnadóttir, starfsmaður Eflingar.Valgerður bendir á sjálf hafi hún flutt að heiman 18 ára árið 1997, sennilega á svipuðum tíma og Sigmar flutti í bæinn. Á þeim tíma skúraði hún og vann á kaffihúsum með skóla og var með um 90 þúsund krónur í laun og af þeim borgaði hún 30 þúsund í leigu, restin dugði fyrir mat og nauðsynjum. Samt bjó hún á Laugavegi í tveggja herbergja íbúð, á dýrasta stað í bænum. „Til samanburðar eru útborguð lágmarkslaun í dag 230 þúsund kr fyrir fulla vinnu og húsaleiga tveggja herbergja íbúðar á Laugavegi svipað há og þau laun, leigan í Efra Breiðholti er ekki mikið lægri og það er ekki nokkur leið fyrir manneskju á lágmarkslaunum að leigja íbúð ein, hvað þá með börn á framfæri,“ skrifar Valgerður. Hún segir Ómar Pálsson, forstjóra Aðalskoðunar, hafa biðlað til fundarins að láta ekki „kúgun og hótanir“ stéttarfélaga hafa áhrif á samninga. Valgerður segir kröfur stéttarfélaganna ekki hótanir heldur kröfu um laun sem ættu að geta dugað einstaklingi til að lifa af í klikkuðu hagkerfi. Grein Valgerðar má nálgast með því að smella hér. Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Það er að koma vetur "Ekki láta kúgun og hótanir stéttarfélaga hafa áhrf á kjarasamninga” voru skilaboð Ómars Pálmasonar forstjóra Aðalskoðunar á fundi SA eða "Litla Íslands” á Grand Hotel. Fundur sem bar yfirskriftina "Geta lítlu fyrirtækin hækkað kaupið?” 27. nóvember 2018 13:57 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Erfitt er að fá fólk til vinnu á Íslandi á lágmarkslaunum en þeir sem eru á slíkum launum ættu að líta til landsbyggðarinnar eftir betri lífskjörum. Þetta sagði Sigmar Vilhjálmsson, eigandi Keiluhallarinnar og Shake&Pizza í Egilshöll, á ráðstefnu á Grand hótel í dag. Sigmar var fundarstjóri á ráðstefnunni sem bar heitið Geta litlu fyrirtækin hækkað kaupið? sem haldin var af samtökunum Litla Ísland. Um er að ræða vettvang þar sem lítil fyrirtæki vinna saman óháð atvinnugreinum. Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök þeirra eru bakhjarlar Litla Íslands. Sigmar sagðist tilheyra hópi lítilla og millistórra atvinnurekenda sem þegja þunnu hljóði í yfirstandandi kjarabaráttu. Stéttarfélög beini þannig ekki sjónum sínum að þessum hópi heldur að stórfyrirtækjunum í sínum kröfum. Hægt er að horfa á fundinn hér fyrir neðan Telur launakröfur úr takti Hann sagði kröfur um miklar launahækkanir úr takti við raunveruleikann og sagði að hann vissi fá dæmi þess að litlir atvinnurekendur væru með fólk á lágmarkslaunum í vinnu hjá sér. Vildi hann meina að miðað við stöðu atvinnuleysis á Íslandi í dag þá væri erfitt að ætla sér að ráða fólk til vinnu á lágmarkslaunum. Sigmar fullyrti að lágmarkslaunum væru ekki til mikils búandi á höfuðborgarsvæðinu. Benti hann á að það væri dýrt að búa í Reykjavík þar sem fermetraverðið er 400 til 500 þúsund krónur. Ef horft væri til nágrannalanda væri það ekki þannig, að mati Sigmars, að fólk á lágmarkslaunum í Noregi geti búið í hinni dýru höfuðborg Osló. Sagði hann algengt að fólk sem er á lágmarkslaunum búi fyrir utan borgir, þó það sæki vinnu þangað. „Af hverju er það ekki inni í myndinni að menn horfi til þess að búa jafnvel úti á landi. Það er eins og það sé jafnvel einhver dauðadómur,“ sagði Sigmar.Sigmar sagði að fyrsta fjölmiðlavinnan hans hefði verið lögð niður á Egilsstöðum. Vísir/VilhelmBjó við slæman kost í kjallaraíbúð í borginni Sjálfur væri hann uppalinn á Egilsstöðum og byrjaði sinn fjölmiðlaferil þar í svæðisútvarpi Austurlands. Þegar það var lagt niður þá hafði hann um tvennt að velja, mótmæla og krefjast þess að vinnan yrði ekki tekin af honum á Egilsstöðum, eða elta vinnuna til Reykjavíkur. Hann sagðist hafa neyðst til að flytja til Reykjavíkur og búa þar í kjallaraíbúð við slæman kost til að elta fjölmiðladraumana. „Það er misjafnt hvernig er hægt að horfa á þessi mál en það er eins og það sé einhver kvöð að vera úti á landi og vinna vinnu sem er í boði þar og lifa við enn betri lífskjör,“ sagði Sigmar.Telja launakostnað háan Á fundinum kom meðal annars fram að lítil og meðalstór fyrirtæki, sem hafa færri en 250 starfsmenn, hafi greitt um 550 milljarða króna í laun í fyrra. Launagreiðslur þeirra hafi þannig nær tvöfaldast frá árinu 2010. Fundarmenn beindu spjótunum sínum að hinu opinbera, bentu til að mynda á að tryggingargjaldið hafi numið 60 milljörðum króna í fyrra - gjald sem sagt var hefta nýsköpun og halda aftur af fjölgun starfa. Þar að auki væru heildargreiðslur atvinnurekenda mun hærri en umsamin laun. Af hverjum 100 krónum sem renna til launafólks þyrfti atvinnurekandinn hins vegar að greiða 157 krónur. Niðurstaða fundarins var því sú að launakostnaður hérlendis væri hár og lítið svigrúm væri til frekari launahækkana. Sá málflutningur hefur heyrst reglulega undanfarið og má rekja til þeirra næstum 300 kjarasamninga sem munu losna á næstu mánuðum.Ósammála Sigmari Valgerður Árnadóttir, starfsmaður stéttarfélagsins Eflingar, sótti fundinn en hún var ekki hrifinn af öllu því sem Sigmar hafði að segja. Valgerður ritaði grein sem birtist á Vísi en þar spyr hún hvenær Reykjavík varð að stórborg og hvort Sigmar ætlist til þess að fólk í láglaunastörfum á höfuðborgarsvæðinu búi á Egilsstöðum.Valgerður Árnadóttir, starfsmaður Eflingar.Valgerður bendir á sjálf hafi hún flutt að heiman 18 ára árið 1997, sennilega á svipuðum tíma og Sigmar flutti í bæinn. Á þeim tíma skúraði hún og vann á kaffihúsum með skóla og var með um 90 þúsund krónur í laun og af þeim borgaði hún 30 þúsund í leigu, restin dugði fyrir mat og nauðsynjum. Samt bjó hún á Laugavegi í tveggja herbergja íbúð, á dýrasta stað í bænum. „Til samanburðar eru útborguð lágmarkslaun í dag 230 þúsund kr fyrir fulla vinnu og húsaleiga tveggja herbergja íbúðar á Laugavegi svipað há og þau laun, leigan í Efra Breiðholti er ekki mikið lægri og það er ekki nokkur leið fyrir manneskju á lágmarkslaunum að leigja íbúð ein, hvað þá með börn á framfæri,“ skrifar Valgerður. Hún segir Ómar Pálsson, forstjóra Aðalskoðunar, hafa biðlað til fundarins að láta ekki „kúgun og hótanir“ stéttarfélaga hafa áhrif á samninga. Valgerður segir kröfur stéttarfélaganna ekki hótanir heldur kröfu um laun sem ættu að geta dugað einstaklingi til að lifa af í klikkuðu hagkerfi. Grein Valgerðar má nálgast með því að smella hér.
Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Það er að koma vetur "Ekki láta kúgun og hótanir stéttarfélaga hafa áhrf á kjarasamninga” voru skilaboð Ómars Pálmasonar forstjóra Aðalskoðunar á fundi SA eða "Litla Íslands” á Grand Hotel. Fundur sem bar yfirskriftina "Geta lítlu fyrirtækin hækkað kaupið?” 27. nóvember 2018 13:57 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Það er að koma vetur "Ekki láta kúgun og hótanir stéttarfélaga hafa áhrf á kjarasamninga” voru skilaboð Ómars Pálmasonar forstjóra Aðalskoðunar á fundi SA eða "Litla Íslands” á Grand Hotel. Fundur sem bar yfirskriftina "Geta lítlu fyrirtækin hækkað kaupið?” 27. nóvember 2018 13:57