Anna og Gísli stýra átakshópi um húsnæðisvanda til að liðka fyrir kjaraviðræðum Atli Ísleifsson skrifar 27. nóvember 2018 12:27 Íbúðalánasjóður mun vinna með hópnum ásamt öðrum sérfræðingum. vísir/vilhelm Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Íbúðalánasjóðs, og Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, verða formenn átakshóps stjórnvalda og heildarsamtaka á vinnumarkaði um húsnæðisvandann til að liðka fyrir kjaraviðræðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu en um helgina var tilkynnt að til stæði að mynda hópinn. Er hópnum ætlað að vinna að hugmyndum um aukið framboð á íbúðum og öðrum aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Forsætisráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu sameiginlega tillögu á ríkisstjórnarfundi í morgun og er hópnum ætlað að kynna heildstæða lausn á viðfangsefnum sínum fyrir stjórnvöldum og heildarsamtökum á vinnumarkaði eigi síðar en 20. janúar 2019. Íbúðalánasjóður mun vinna með hópnum ásamt öðrum sérfræðingum.Anna Guðmunds Ingvarsdóttir.ÍLSMikilvægt að taka höndum saman Í tilkynningu frá ráðuneytinu er haft eftir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að nú sé mikilvægt að taka höndum saman og finna raunhæfar lausnir og aðgerðir sem geta haft áhrif sem allra fyrst. „Í mínum huga er mikilvægast að við göngum nú öll í takt og finnum úrræði sem gagnast sem allra flestum en ljóst er að öruggt húsnæði er einn af grundvallarþáttum í því velferðarsamfélagi sem við viljum byggja upp hér á landi. Enda þótt hópurinn sé átakshópur þá vona ég að þær tillögur sem hópurinn skilar muni ekki aðeins leysa stöðuna til skemmri tíma heldur einnig hafa áhrif á framtíðarfyrirkomulag húsnæðismála hér á landi,“ segir Katrín.Gísli GíslasonMynd/FaxaflóahafnirHefði þurfti 16 þúsund íbúðir Í fréttinni segir að fyrir liggi að á árunum 2013 til 2017 hafi íbúðum hér á landi fjölgað um 6.500, en að mati Íbúðalánasjóðs hefði íbúðum þurft að fjölga mun meira, eða um hátt í 16.000 til þess að mæta að fullu þeirri þörf sem skapaðist á tímabilinu vegna fólksfjölgunar, breytinga á aldurssamsetningu og fjölgunar íbúða í skammtímaleigu. Anna Guðmunda hyggst taka sér leyfi frá störfum og sinna þessu verkefni af fullum þunga, en auk Önnu og Gísla verða í nefndinni þrír fulltrúar frá ríki, tveir frá sveitarfélögum og þrír frá heildarsamtökum á vinnumarkaði.Rætt var við Drífu Snædal, forseta Alþýðusambandsins, um hópinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sunnudag. Fréttina má sjá hér að neðan. Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Stofnar hóp um húsnæðisvanda til að liðka fyrir kjaraviðræðum Ekki er ljóst hverjir munu skipa sérfræðingahópinn en gert er ráð fyrir því að það muni liggja fyrir í næstu viku. 24. nóvember 2018 18:27 Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Sjá meira
Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Íbúðalánasjóðs, og Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, verða formenn átakshóps stjórnvalda og heildarsamtaka á vinnumarkaði um húsnæðisvandann til að liðka fyrir kjaraviðræðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu en um helgina var tilkynnt að til stæði að mynda hópinn. Er hópnum ætlað að vinna að hugmyndum um aukið framboð á íbúðum og öðrum aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Forsætisráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu sameiginlega tillögu á ríkisstjórnarfundi í morgun og er hópnum ætlað að kynna heildstæða lausn á viðfangsefnum sínum fyrir stjórnvöldum og heildarsamtökum á vinnumarkaði eigi síðar en 20. janúar 2019. Íbúðalánasjóður mun vinna með hópnum ásamt öðrum sérfræðingum.Anna Guðmunds Ingvarsdóttir.ÍLSMikilvægt að taka höndum saman Í tilkynningu frá ráðuneytinu er haft eftir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að nú sé mikilvægt að taka höndum saman og finna raunhæfar lausnir og aðgerðir sem geta haft áhrif sem allra fyrst. „Í mínum huga er mikilvægast að við göngum nú öll í takt og finnum úrræði sem gagnast sem allra flestum en ljóst er að öruggt húsnæði er einn af grundvallarþáttum í því velferðarsamfélagi sem við viljum byggja upp hér á landi. Enda þótt hópurinn sé átakshópur þá vona ég að þær tillögur sem hópurinn skilar muni ekki aðeins leysa stöðuna til skemmri tíma heldur einnig hafa áhrif á framtíðarfyrirkomulag húsnæðismála hér á landi,“ segir Katrín.Gísli GíslasonMynd/FaxaflóahafnirHefði þurfti 16 þúsund íbúðir Í fréttinni segir að fyrir liggi að á árunum 2013 til 2017 hafi íbúðum hér á landi fjölgað um 6.500, en að mati Íbúðalánasjóðs hefði íbúðum þurft að fjölga mun meira, eða um hátt í 16.000 til þess að mæta að fullu þeirri þörf sem skapaðist á tímabilinu vegna fólksfjölgunar, breytinga á aldurssamsetningu og fjölgunar íbúða í skammtímaleigu. Anna Guðmunda hyggst taka sér leyfi frá störfum og sinna þessu verkefni af fullum þunga, en auk Önnu og Gísla verða í nefndinni þrír fulltrúar frá ríki, tveir frá sveitarfélögum og þrír frá heildarsamtökum á vinnumarkaði.Rætt var við Drífu Snædal, forseta Alþýðusambandsins, um hópinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sunnudag. Fréttina má sjá hér að neðan.
Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Stofnar hóp um húsnæðisvanda til að liðka fyrir kjaraviðræðum Ekki er ljóst hverjir munu skipa sérfræðingahópinn en gert er ráð fyrir því að það muni liggja fyrir í næstu viku. 24. nóvember 2018 18:27 Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Sjá meira
Stofnar hóp um húsnæðisvanda til að liðka fyrir kjaraviðræðum Ekki er ljóst hverjir munu skipa sérfræðingahópinn en gert er ráð fyrir því að það muni liggja fyrir í næstu viku. 24. nóvember 2018 18:27
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent