Bjarnfirðingum kippt yfir á öld háhraðans Kristján Már Unnarsson skrifar 26. nóvember 2018 21:00 Finnur Ólafsson frá Svanshóli, oddviti Kaldrananeshrepps. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Íbúum Bjarnarfjarðar á Ströndum hefur nú í einu vetfangi verið kippt inn í 21. öld háhraðans. Þeir eru að fá allt í senn; ljósleiðara, þriggja fasa rafmagn og malbikaðan veg. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þáttaskil urðu nýlega í samgöngumálum á Ströndum þegar malbikið náði alla leið í Bjarnarfjörð, sem er inn af Húnaflóa norðan Hólmavíkur. Finnur Ólafsson frá Svanshóli, oddviti Kaldrananeshrepps, segir að áratuga draumur Bjarnfirðinga um uppbyggðan malbikaðan veg sé nú að rætast. „Þetta er nú alveg bara ótrúlegt hvað það eru miklar framfarir á stuttum tíma, á þessu litla svæði á hjara veraldar, eins og sumir segja,“ segir Finnur.Við Klúkuskóla, sem nú er Hótel Laugarhóll. Tæki Orkubús Vestfjarða, sem leggja strengina í jörð, má sjá vinstra megin.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það er nefnilega fleira að koma í þessa litlu sveit. Starfsmenn Orkubús Vestfjarða eru að leggja bæði ljósleiðara og rafstreng fyrir þriggja fasa rafmagn, sem er forsenda þess að hægt sé að nota öflugar rafvélar, eins og fyrir bændur og iðnaðarmenn. „Við erum bara að varpa okkur fram í 21. öldina og erum loksins að verða bara sambærilegur staður, og við viljum vera, miðað við aðra staði á Íslandi,“ segir oddvitinn. „Já, allir rosa jákvæðir og bara ánægðir með þetta framtak hjá okkur,“ svarar Júlíus Jónsson, verkstjóri hjá Orkubúi Vestfjarða, spurður um viðbrögð heimamanna við að fá strengina.Júlíus Jónsson verkstjóri ásamt öðrum starfsmönnum Orkubús Vestfjarða við bæinn Klúku.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Júlíus kveðst halda að þetta breyti lífinu hjá fólki. „Ég held það, alveg. Miklu betra samband. Hér er ekkert samband, bara lélegt sjónvarp, bara slæmt samband á öllu. Þannig að ég held að þetta sé bara glæsileg þróun,“ segir Júlíus. Þótt jarðstrengirnir láti ekki mikið yfir sér eru þeir kannski með því sem skiptir mestu fyrir nútímasamfélag, ekki síst fyrir yngra fólk, sem sennilega gerir meiri kröfur um öflugar háhraðatengingar.Kirkjustaðurinn Kaldrananes, sem hreppurinn heitir eftir, stendur við mynni Bjarnarfjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Við gerum bara kröfur í dag og við sættum okkur ekkert við annars flokks þjónustu. Þetta er kannski liður í því hjá sveitarfélaginu að skapa sömu tækifæri um sveitir landsins, eins og þau bjóðast á höfuðborgarsvæðinu,“ segir oddvitinn. Fjallað var um mannlíf í þessari vestfirsku vin í þættinum „Um land allt”. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Kaldrananeshreppur Um land allt Tengdar fréttir Malbikið að koma til Drangsness Íbúar Drangsness sjá fram á að tengjast þjóðvegakerfinu með bundnu slitlagi. Síðasti malarkaflinn heim til þeirra heyrir brátt sögunni til. Vegagerðin er í botni Steingrímsfjarðar og hófst í fyrravetur með smíði 40 metra langrar brúar yfir Staðará, sem byggingarfélagið Eykt tók að sér fyrir 85 milljónir króna.Í haust hófst svo lagning þriggja kílómetra langs vegarkafla, sem Borgarverk annast fyrir um 160 milljónir króna. 8. nóvember 2012 19:15 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Íbúum Bjarnarfjarðar á Ströndum hefur nú í einu vetfangi verið kippt inn í 21. öld háhraðans. Þeir eru að fá allt í senn; ljósleiðara, þriggja fasa rafmagn og malbikaðan veg. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þáttaskil urðu nýlega í samgöngumálum á Ströndum þegar malbikið náði alla leið í Bjarnarfjörð, sem er inn af Húnaflóa norðan Hólmavíkur. Finnur Ólafsson frá Svanshóli, oddviti Kaldrananeshrepps, segir að áratuga draumur Bjarnfirðinga um uppbyggðan malbikaðan veg sé nú að rætast. „Þetta er nú alveg bara ótrúlegt hvað það eru miklar framfarir á stuttum tíma, á þessu litla svæði á hjara veraldar, eins og sumir segja,“ segir Finnur.Við Klúkuskóla, sem nú er Hótel Laugarhóll. Tæki Orkubús Vestfjarða, sem leggja strengina í jörð, má sjá vinstra megin.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það er nefnilega fleira að koma í þessa litlu sveit. Starfsmenn Orkubús Vestfjarða eru að leggja bæði ljósleiðara og rafstreng fyrir þriggja fasa rafmagn, sem er forsenda þess að hægt sé að nota öflugar rafvélar, eins og fyrir bændur og iðnaðarmenn. „Við erum bara að varpa okkur fram í 21. öldina og erum loksins að verða bara sambærilegur staður, og við viljum vera, miðað við aðra staði á Íslandi,“ segir oddvitinn. „Já, allir rosa jákvæðir og bara ánægðir með þetta framtak hjá okkur,“ svarar Júlíus Jónsson, verkstjóri hjá Orkubúi Vestfjarða, spurður um viðbrögð heimamanna við að fá strengina.Júlíus Jónsson verkstjóri ásamt öðrum starfsmönnum Orkubús Vestfjarða við bæinn Klúku.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Júlíus kveðst halda að þetta breyti lífinu hjá fólki. „Ég held það, alveg. Miklu betra samband. Hér er ekkert samband, bara lélegt sjónvarp, bara slæmt samband á öllu. Þannig að ég held að þetta sé bara glæsileg þróun,“ segir Júlíus. Þótt jarðstrengirnir láti ekki mikið yfir sér eru þeir kannski með því sem skiptir mestu fyrir nútímasamfélag, ekki síst fyrir yngra fólk, sem sennilega gerir meiri kröfur um öflugar háhraðatengingar.Kirkjustaðurinn Kaldrananes, sem hreppurinn heitir eftir, stendur við mynni Bjarnarfjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Við gerum bara kröfur í dag og við sættum okkur ekkert við annars flokks þjónustu. Þetta er kannski liður í því hjá sveitarfélaginu að skapa sömu tækifæri um sveitir landsins, eins og þau bjóðast á höfuðborgarsvæðinu,“ segir oddvitinn. Fjallað var um mannlíf í þessari vestfirsku vin í þættinum „Um land allt”. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Kaldrananeshreppur Um land allt Tengdar fréttir Malbikið að koma til Drangsness Íbúar Drangsness sjá fram á að tengjast þjóðvegakerfinu með bundnu slitlagi. Síðasti malarkaflinn heim til þeirra heyrir brátt sögunni til. Vegagerðin er í botni Steingrímsfjarðar og hófst í fyrravetur með smíði 40 metra langrar brúar yfir Staðará, sem byggingarfélagið Eykt tók að sér fyrir 85 milljónir króna.Í haust hófst svo lagning þriggja kílómetra langs vegarkafla, sem Borgarverk annast fyrir um 160 milljónir króna. 8. nóvember 2012 19:15 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Malbikið að koma til Drangsness Íbúar Drangsness sjá fram á að tengjast þjóðvegakerfinu með bundnu slitlagi. Síðasti malarkaflinn heim til þeirra heyrir brátt sögunni til. Vegagerðin er í botni Steingrímsfjarðar og hófst í fyrravetur með smíði 40 metra langrar brúar yfir Staðará, sem byggingarfélagið Eykt tók að sér fyrir 85 milljónir króna.Í haust hófst svo lagning þriggja kílómetra langs vegarkafla, sem Borgarverk annast fyrir um 160 milljónir króna. 8. nóvember 2012 19:15