Launahæsti leikmaður NFL-deildarinnar kemst líklega ekki í úrslitakeppnina Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. nóvember 2018 12:00 Rodgers og Cousins þakka hvor öðrum fyrir leikinn. vísir/getty Green Bay Packers varð fyrir enn einu áfallinu í nótt er liðið tapaði gegn Minnesota Vikings í afar mikilvægum leik. Þetta tap gerir það að verkum að möguleikar Packers á sæti í úrslitakeppninni eru afar litlir. Chicago Bears leiðir riðil Packers og Vikings með átta sigra. Vikings er nú komið með sex en Packers er aðeins með fjóra vinninga. Útlitið er því ekki gott hjá launahæsta leikmanni deildarinnar, Aaron Rodgers, leikstjórnanda Packers, og hans félögum.FINAL: The @Vikings WIN on #SNF! #SKOL#GBvsMIN (by @Lexus) pic.twitter.com/2P9S6Fkkbb — NFL (@NFL) November 26, 2018 Rodgers var aðeins með 198 kastjarda í gær og eitt snertimark. Kirk Cousins, leikstjórnandi Vikings, var aftur á móti með 342 jarda og þrjú snertimörk. Frábær leikur hjá honum. New England Patriots lenti óvænt í basli gegn NY Jets í gær en hristi andstæðinginn af sér í síðari hálfleik og vann öruggan sigur. Staðan í hálfleik var þó 10-10. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots með 283 kastjarda og tvö snertimörk. Nýliðahlauparinn Sony Michel var mjög sterkur með 133 hlaupajarda og eitt snertimark.FINAL: The @Patriots improve to 8-3! #GoPats#NEvsNYJpic.twitter.com/wWPH6ybbIs — NFL (@NFL) November 25, 2018Josh McCown var leikstjórnandi hjá Jets í gær og hann endaði með 276 jarda, eitt snertimark og einn tapaðan bolta. Pittsburgh Steelers fór illa að ráði sínu gegn Denver Broncos. Liðið hefði getað jafnað í lokin en leikstjórnanda liðsins, Ben Roethlisberger, brást bogalistin og kastaði frá sér á ögurstundu.FINAL: The @Broncos outlast the Steelers! #BroncosCountry#PITvsDENpic.twitter.com/IRqcpg4Q9C — NFL (@NFL) November 26, 2018 Big Ben endaði með 462 jarda, eitt snertimark en tvo tapaða bolta. Þeir voru ansi dýrir. Útherjinn ungi, JuJu Smith-Schuster, var með tröllaleik. Þrettán gripnir boltar fyrir 189 jördum og einu snertimarki. Snertimarkið af dýrari gerðinni enda 97 jarda snertimark. Magnað.Úrslit: Minnesota-Green Bay 24-17 Baltimore-Oakland 34-17 Buffalo-Jacksonville 24-21 Carolina-Seattle 27-30 Cincinnati-Cleveland 20-35 NY Jets-New England 13-27 Philadelphia-NY Giants 25-22 Tampa Bay-San Francisco 27-9 LA Chargers-Arizona 45-10 Indianapolis-Miami 27-24 Denver-Pittsburgh 24-17Í nótt: Houston Texans - Tennessee TitansStaðan í NFL-deildinni. NFL Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Hádramatík í sex marka leik Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park „Ég get spilað fyrir framan tóman sal og fyrir framan fullan sal“ Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Sjá meira
Green Bay Packers varð fyrir enn einu áfallinu í nótt er liðið tapaði gegn Minnesota Vikings í afar mikilvægum leik. Þetta tap gerir það að verkum að möguleikar Packers á sæti í úrslitakeppninni eru afar litlir. Chicago Bears leiðir riðil Packers og Vikings með átta sigra. Vikings er nú komið með sex en Packers er aðeins með fjóra vinninga. Útlitið er því ekki gott hjá launahæsta leikmanni deildarinnar, Aaron Rodgers, leikstjórnanda Packers, og hans félögum.FINAL: The @Vikings WIN on #SNF! #SKOL#GBvsMIN (by @Lexus) pic.twitter.com/2P9S6Fkkbb — NFL (@NFL) November 26, 2018 Rodgers var aðeins með 198 kastjarda í gær og eitt snertimark. Kirk Cousins, leikstjórnandi Vikings, var aftur á móti með 342 jarda og þrjú snertimörk. Frábær leikur hjá honum. New England Patriots lenti óvænt í basli gegn NY Jets í gær en hristi andstæðinginn af sér í síðari hálfleik og vann öruggan sigur. Staðan í hálfleik var þó 10-10. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots með 283 kastjarda og tvö snertimörk. Nýliðahlauparinn Sony Michel var mjög sterkur með 133 hlaupajarda og eitt snertimark.FINAL: The @Patriots improve to 8-3! #GoPats#NEvsNYJpic.twitter.com/wWPH6ybbIs — NFL (@NFL) November 25, 2018Josh McCown var leikstjórnandi hjá Jets í gær og hann endaði með 276 jarda, eitt snertimark og einn tapaðan bolta. Pittsburgh Steelers fór illa að ráði sínu gegn Denver Broncos. Liðið hefði getað jafnað í lokin en leikstjórnanda liðsins, Ben Roethlisberger, brást bogalistin og kastaði frá sér á ögurstundu.FINAL: The @Broncos outlast the Steelers! #BroncosCountry#PITvsDENpic.twitter.com/IRqcpg4Q9C — NFL (@NFL) November 26, 2018 Big Ben endaði með 462 jarda, eitt snertimark en tvo tapaða bolta. Þeir voru ansi dýrir. Útherjinn ungi, JuJu Smith-Schuster, var með tröllaleik. Þrettán gripnir boltar fyrir 189 jördum og einu snertimarki. Snertimarkið af dýrari gerðinni enda 97 jarda snertimark. Magnað.Úrslit: Minnesota-Green Bay 24-17 Baltimore-Oakland 34-17 Buffalo-Jacksonville 24-21 Carolina-Seattle 27-30 Cincinnati-Cleveland 20-35 NY Jets-New England 13-27 Philadelphia-NY Giants 25-22 Tampa Bay-San Francisco 27-9 LA Chargers-Arizona 45-10 Indianapolis-Miami 27-24 Denver-Pittsburgh 24-17Í nótt: Houston Texans - Tennessee TitansStaðan í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Hádramatík í sex marka leik Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park „Ég get spilað fyrir framan tóman sal og fyrir framan fullan sal“ Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Sjá meira