Íslendingur í haldi í Svíþjóð grunaður um umfangsmikil fjársvik Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. nóvember 2018 09:21 Brotin áttu sér stað á árunum 2007 og 2008 og eru 54 af þeim 56 brotum sem maðurinn er grunaður um nú þegar fyrnd. VÍSIR/GETTY Íslenskur kaupsýslumaður var á föstudag framseldur sænskum yfirvöldum eftir að hafa verið handtekinn í borginni Brest í Frakklandi fyrr í haust. Maðurinn, sem er á sextugsaldri, er grunaður um alvarleg fjársvik og er hann talinn hafa svikið 14 milljónir sænskra króna, eða tæpar 192 milljónir íslenskra króna út úr fjárfestum. Brotin áttu sér stað á árunum 2007 og 2008 og eru 54 af þeim 56 brotum sem maðurinn er grunaður um nú þegar fyrnd. Greint er frá málinu á vef Gautarborgarpóstsins og þar segir að maðurinn hafi verið eftirlýstur frá árinu 2017. Talið er að um 30 manns í Svíþjóð og Finnlandi hafi fjárfest í fyrirtæki mannsins sem átti að stunda gjaldeyrisviðskipti, aðallega í evrum og dollurum.Grunur vaknaði 2009 Grunur um að ekki væri allt með felldu kom upp árið 2009 þegar einn fjárfestanna reyndi að fá peninginn sinn til baka. „Hann fékk enga peninga og fyrst fékk hann einungis afsakanir og að lokum sagði hann alfarið skilið við fyrirtækið. Vefsíðan sem var notuð var að lokum uppfærð og ekki var lengur mögulegt að ná í fulltrúa fyrirtækisins í síma og síðan berst fyrsta kæran árið 2010,“ segir Mats Sällstrom, yfirmaður rannsóknardeildar sem sér um skipulagða og alþjóðlega glæpastarfsemi hjá lögreglunni í Svíþjóð, í samtali við GP. Sænska lögreglan hefur stýrt rannsókn málsins frá árinu 2015 en þar áður fór breska lögreglan fyrir rannsókninni. Í lok júlí 2017 voru málin sem maðurinn var grunaður um aðild að orðin 56 talsins. Síðan þá hefur maðurinn verið eftirlýstur og var gefin út evrópsk handtökuskipun á hendur honum. Maðurinn var handtekinn þann 10. október af lögreglunni í Frakklandi.Vissi ekki af handtökuskipuninni Fjársvikamál fyrnast á 10 árum í Svíþjóð svo að maðurinn er í haldi grunaður um einungis tvö brot sem snúa að tæplega sjö milljóna króna greiðslu í desember árið 2008. Maðurinn neitar sök. „Hans von er sú að rannsóknin sýni að hann hafi ekki framið neinn glæp, það er það eina sem ég get sagt,“ segir Kent-Olof Stigh, verjandi mannsins. Hann segir að maðurinn hafi ekki vitað af handtökuskipuninni sem gefin var út. Lögreglumál Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Íslenskur kaupsýslumaður var á föstudag framseldur sænskum yfirvöldum eftir að hafa verið handtekinn í borginni Brest í Frakklandi fyrr í haust. Maðurinn, sem er á sextugsaldri, er grunaður um alvarleg fjársvik og er hann talinn hafa svikið 14 milljónir sænskra króna, eða tæpar 192 milljónir íslenskra króna út úr fjárfestum. Brotin áttu sér stað á árunum 2007 og 2008 og eru 54 af þeim 56 brotum sem maðurinn er grunaður um nú þegar fyrnd. Greint er frá málinu á vef Gautarborgarpóstsins og þar segir að maðurinn hafi verið eftirlýstur frá árinu 2017. Talið er að um 30 manns í Svíþjóð og Finnlandi hafi fjárfest í fyrirtæki mannsins sem átti að stunda gjaldeyrisviðskipti, aðallega í evrum og dollurum.Grunur vaknaði 2009 Grunur um að ekki væri allt með felldu kom upp árið 2009 þegar einn fjárfestanna reyndi að fá peninginn sinn til baka. „Hann fékk enga peninga og fyrst fékk hann einungis afsakanir og að lokum sagði hann alfarið skilið við fyrirtækið. Vefsíðan sem var notuð var að lokum uppfærð og ekki var lengur mögulegt að ná í fulltrúa fyrirtækisins í síma og síðan berst fyrsta kæran árið 2010,“ segir Mats Sällstrom, yfirmaður rannsóknardeildar sem sér um skipulagða og alþjóðlega glæpastarfsemi hjá lögreglunni í Svíþjóð, í samtali við GP. Sænska lögreglan hefur stýrt rannsókn málsins frá árinu 2015 en þar áður fór breska lögreglan fyrir rannsókninni. Í lok júlí 2017 voru málin sem maðurinn var grunaður um aðild að orðin 56 talsins. Síðan þá hefur maðurinn verið eftirlýstur og var gefin út evrópsk handtökuskipun á hendur honum. Maðurinn var handtekinn þann 10. október af lögreglunni í Frakklandi.Vissi ekki af handtökuskipuninni Fjársvikamál fyrnast á 10 árum í Svíþjóð svo að maðurinn er í haldi grunaður um einungis tvö brot sem snúa að tæplega sjö milljóna króna greiðslu í desember árið 2008. Maðurinn neitar sök. „Hans von er sú að rannsóknin sýni að hann hafi ekki framið neinn glæp, það er það eina sem ég get sagt,“ segir Kent-Olof Stigh, verjandi mannsins. Hann segir að maðurinn hafi ekki vitað af handtökuskipuninni sem gefin var út.
Lögreglumál Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira