Þarf að snúa 85 þingmönnum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. nóvember 2018 06:30 Michel Barnier, formaður samninganefndar ESB, og kollegi hans, Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, fallast í faðma. Nordicphotos/AFP AP/Geert Vanden Wijngaert Leiðtogaráð Evrópusambandsins fundaði í belgísku höfuðborginni Brussel í gær og samþykkti þau skjöl sem lágu fyrir vegna útgöngu Bretlands úr sambandinu. Annars vegar 599 blaðsíðna útgöngusamning, bindandi skjal sem snýst um skilmála útgöngunnar og felur meðal annars í sér 39 milljarða punda skilnaðargreiðslur og fyrirkomulag landamæra Bretlands og Írlands, og hins vegar rúmlega tuttugu blaðsíðna pólitíska yfirlýsingu um framtíðarsamband Bretlands og ESB er snýst meðal annars um fyrirkomulag verslunar og öryggismála. Þótt rúmlega árslöngum viðræðum sé nú að mestu lokið sáu leiðtogarnir ekki mikið tilefni til þess að fagna í gær. „Þetta er sorgardagur. Samningurinn er sá besti sem hægt var að ná en þetta er hvorki tími til að gleðjast né fagna. Þetta er sorgarstund og þetta er harmleikur,“ sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Þessi ummæli Junckers, og annarra leiðtoga sem létu svipuð ummæli falla, um að samningurinn sé sá besti í stöðunni má túlka sem orðsendingu til breskra þingmanna. Þeir þurfa nú að samþykkja útgöngusamninginn og hefur stjórnmálaskýrandi BBC spáð að atkvæðagreiðslan fari fram snemma í næsta mánuði. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í gær að stærðfræðin á þingi væri afar erfið og flókin. Hann sagði að ekkert væri hægt að útiloka ef Theresa May forsætisráðherra nær ekki meirihlutafylgi við samninginn. Ríkisstjórnin gæti fallið. Að þessari stærðfræði. 650 eru í neðri deild þingsins, þeirri deild sem málið fer fyrir. Sinn Fein er með sjö þingmenn en flokkurinn tekur ekki þátt í þingstörfum. Forseti þingsins og þrír varaforsetar greiða heldur ekki atkvæði þannig að 639 munu geta greitt atkvæði um málið. Forsetar þingsins geta hins vegar greitt atkvæði ef staðan er jöfn og greiða þá atkvæði með því að núverandi ástand haldist, samkvæmt reglum þingsins. May þarf því 320 já á þingi. Íhaldsflokkur May hefur 316 þingmenn og Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP), sem ver stjórn May vantrausti, hefur tíu. Það gerir 326 sem er meirihluti. Málið er því miður flóknara en svo fyrir May. DUP-liðar munu að öllum líkindum ekki greiða atkvæði með vegna þess að Norður-Írland verður sett undir reglur tollabandalagsins og innri markaðar ESB og þar með aðrar reglur en restin af Bretlandi til að fyrirbyggja sýnileg landamæri við Írland. Samkvæmt Bloomberg má reikna með að um 150 þingmenn Íhaldsflokksins séu skuldbundnir til að greiða atkvæði með May vegna þess að þeir gegna starfi innan framkvæmdavaldsins. Þá eru um 85 þingmenn Íhaldsflokksins til viðbótar taldir áreiðanlegir. May hefur sum sé um 235 atkvæði. Enn vantar 85 upp á og stærðfræðin orðin erfið, eins og Hunt sagði. May getur reynt að sækja atkvæði allt að 25 þingmanna Verkamannaflokksins sem eru annaðhvort hlynntir útgöngu eða í Brexit-sinnuðum kjördæmum. Allt að tólf þingmenn Íhaldsflokksins eru Evrópusinnar og allt að 65 eru harðir Brexit-sinnar, ósáttir við málamiðlanir sem May hefur gert. Svo gæti May reynt að snúa þessum tíu þingmönnum DUP. Trúlega verður ómögulegt að snúa Skoska þjóðarflokknum, Frjálslyndum demókrötum eða meginþorra Verkamannaflokksins. Ef May nær að snúa 85 af fyrrnefndum 112 atkvæðum kemur hún samningnum í gegn. Og jafnvel ef hún nær því sagði Arlene Foster, formaður DUP, í gær að hún myndi vilja endurskoða samstarfið við Íhaldsflokkinn ef þingið samþykkir samninginn. Ríkisstjórnin gæti því fallið jafnvel ef May fær sitt fram. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Leiðtogaráð Evrópusambandsins fundaði í belgísku höfuðborginni Brussel í gær og samþykkti þau skjöl sem lágu fyrir vegna útgöngu Bretlands úr sambandinu. Annars vegar 599 blaðsíðna útgöngusamning, bindandi skjal sem snýst um skilmála útgöngunnar og felur meðal annars í sér 39 milljarða punda skilnaðargreiðslur og fyrirkomulag landamæra Bretlands og Írlands, og hins vegar rúmlega tuttugu blaðsíðna pólitíska yfirlýsingu um framtíðarsamband Bretlands og ESB er snýst meðal annars um fyrirkomulag verslunar og öryggismála. Þótt rúmlega árslöngum viðræðum sé nú að mestu lokið sáu leiðtogarnir ekki mikið tilefni til þess að fagna í gær. „Þetta er sorgardagur. Samningurinn er sá besti sem hægt var að ná en þetta er hvorki tími til að gleðjast né fagna. Þetta er sorgarstund og þetta er harmleikur,“ sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Þessi ummæli Junckers, og annarra leiðtoga sem létu svipuð ummæli falla, um að samningurinn sé sá besti í stöðunni má túlka sem orðsendingu til breskra þingmanna. Þeir þurfa nú að samþykkja útgöngusamninginn og hefur stjórnmálaskýrandi BBC spáð að atkvæðagreiðslan fari fram snemma í næsta mánuði. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í gær að stærðfræðin á þingi væri afar erfið og flókin. Hann sagði að ekkert væri hægt að útiloka ef Theresa May forsætisráðherra nær ekki meirihlutafylgi við samninginn. Ríkisstjórnin gæti fallið. Að þessari stærðfræði. 650 eru í neðri deild þingsins, þeirri deild sem málið fer fyrir. Sinn Fein er með sjö þingmenn en flokkurinn tekur ekki þátt í þingstörfum. Forseti þingsins og þrír varaforsetar greiða heldur ekki atkvæði þannig að 639 munu geta greitt atkvæði um málið. Forsetar þingsins geta hins vegar greitt atkvæði ef staðan er jöfn og greiða þá atkvæði með því að núverandi ástand haldist, samkvæmt reglum þingsins. May þarf því 320 já á þingi. Íhaldsflokkur May hefur 316 þingmenn og Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP), sem ver stjórn May vantrausti, hefur tíu. Það gerir 326 sem er meirihluti. Málið er því miður flóknara en svo fyrir May. DUP-liðar munu að öllum líkindum ekki greiða atkvæði með vegna þess að Norður-Írland verður sett undir reglur tollabandalagsins og innri markaðar ESB og þar með aðrar reglur en restin af Bretlandi til að fyrirbyggja sýnileg landamæri við Írland. Samkvæmt Bloomberg má reikna með að um 150 þingmenn Íhaldsflokksins séu skuldbundnir til að greiða atkvæði með May vegna þess að þeir gegna starfi innan framkvæmdavaldsins. Þá eru um 85 þingmenn Íhaldsflokksins til viðbótar taldir áreiðanlegir. May hefur sum sé um 235 atkvæði. Enn vantar 85 upp á og stærðfræðin orðin erfið, eins og Hunt sagði. May getur reynt að sækja atkvæði allt að 25 þingmanna Verkamannaflokksins sem eru annaðhvort hlynntir útgöngu eða í Brexit-sinnuðum kjördæmum. Allt að tólf þingmenn Íhaldsflokksins eru Evrópusinnar og allt að 65 eru harðir Brexit-sinnar, ósáttir við málamiðlanir sem May hefur gert. Svo gæti May reynt að snúa þessum tíu þingmönnum DUP. Trúlega verður ómögulegt að snúa Skoska þjóðarflokknum, Frjálslyndum demókrötum eða meginþorra Verkamannaflokksins. Ef May nær að snúa 85 af fyrrnefndum 112 atkvæðum kemur hún samningnum í gegn. Og jafnvel ef hún nær því sagði Arlene Foster, formaður DUP, í gær að hún myndi vilja endurskoða samstarfið við Íhaldsflokkinn ef þingið samþykkir samninginn. Ríkisstjórnin gæti því fallið jafnvel ef May fær sitt fram.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira