Prjónles Guðmundur Brynjólfsson skrifar 26. nóvember 2018 07:00 Á dögunum rásaði ég eins og styggur hrútur inn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þaðan fór ég í fljúgandi stíu til útlanda. Ég asnaðist til þess að taka með mér of stórt rakspíraglas. „Úps!“ sagði stúlkan í vopna- og eiturleitinni, „við verðum að henda því.“ Og svo horfði ég á eftir Dior í bláu glasi hverfa ofan í sorpsamfélagið – þar sem ilmurinn ræður ríkjum. Þetta var mér einum að kenna. Stúlkan á flugvellinum vann sína vinnu af samviskusemi og á hrós skilið fyrir að láta ekki fegurð mína og dýra angan forfæra hug sinn og hleypa mér í gegn með vökvann dýra. Ég hafði ekki setið lengi í háloftunum þegar kona mér með öllu framandi – en þó íslensk – tók upp prjónadótið sitt (mér sýndist þetta vera Anna og Clara bómullargarn – og konan breiðfirsk) hún sat næst mér á hægri hönd, en eiginkona mín við gluggann. Sú prjónglaða hafði skitugræna barnamussu, eða magabelti fyrir fullorðna, á prjónunum sem voru fjórir á lofti svellþykkir og drjúgt langir. Með spjótum þessum hefði konan, með viljastyrk og röskleika, geta drepið farþega í einum átta sætaröðum áður en flugfreyjan hefði getað sagt svo mikið sem „Saga shop“. Ég varð hræddur og gerði mér upp migu til þess að komast fjær þessari kvinnu og talaði svo flugfreysku með augnagotum og varafettum við konu mína svo hún mætti skilja að ég vildi skipta við hana um sæti. Enda hentugra að hún verði jörðuð á undan mér því ég er vígður maður og kann meira inn á sálmaval fyrir útfarir og þess háttar bix en hún, sérkennarinn. Hvers vegna má fara með fjóra 30 sentímetra prjóna í flug? – þegar það er ekki einu sinni verið að prjóna úr íslenskri ull. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Skoðun Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Á dögunum rásaði ég eins og styggur hrútur inn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þaðan fór ég í fljúgandi stíu til útlanda. Ég asnaðist til þess að taka með mér of stórt rakspíraglas. „Úps!“ sagði stúlkan í vopna- og eiturleitinni, „við verðum að henda því.“ Og svo horfði ég á eftir Dior í bláu glasi hverfa ofan í sorpsamfélagið – þar sem ilmurinn ræður ríkjum. Þetta var mér einum að kenna. Stúlkan á flugvellinum vann sína vinnu af samviskusemi og á hrós skilið fyrir að láta ekki fegurð mína og dýra angan forfæra hug sinn og hleypa mér í gegn með vökvann dýra. Ég hafði ekki setið lengi í háloftunum þegar kona mér með öllu framandi – en þó íslensk – tók upp prjónadótið sitt (mér sýndist þetta vera Anna og Clara bómullargarn – og konan breiðfirsk) hún sat næst mér á hægri hönd, en eiginkona mín við gluggann. Sú prjónglaða hafði skitugræna barnamussu, eða magabelti fyrir fullorðna, á prjónunum sem voru fjórir á lofti svellþykkir og drjúgt langir. Með spjótum þessum hefði konan, með viljastyrk og röskleika, geta drepið farþega í einum átta sætaröðum áður en flugfreyjan hefði getað sagt svo mikið sem „Saga shop“. Ég varð hræddur og gerði mér upp migu til þess að komast fjær þessari kvinnu og talaði svo flugfreysku með augnagotum og varafettum við konu mína svo hún mætti skilja að ég vildi skipta við hana um sæti. Enda hentugra að hún verði jörðuð á undan mér því ég er vígður maður og kann meira inn á sálmaval fyrir útfarir og þess háttar bix en hún, sérkennarinn. Hvers vegna má fara með fjóra 30 sentímetra prjóna í flug? – þegar það er ekki einu sinni verið að prjóna úr íslenskri ull.
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar