Gistipláss um áramót af skornum skammti Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. nóvember 2018 15:00 Samtök ferðaþjónustunnar áætla að það verði um 30 þúsund erlendir ferðamenn á Íslandi yfir hátíðarnar. vísir/vilhelm Aðeins eitt prósent af gistirými á vef bókunarsíðu Airbnb í Reykjavík eru á lausu yfir áramótin og aðeins örfá hótelherbergi, nú þegar fimm vikur eru til áramóta. Samtök ferðaþjónustunnar áætla að það verði um 30 þúsund erlendir ferðamenn á Íslandi yfir hátíðarnar. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir alveg ljóst að Íslands sé að verða einn vinsælasti staðurinn yfir jól og áramót. „Við höfum verið að sjá rólega en mjög þétta aukningu undanfarin ár og við áætlum að á þessu ári verði um 30 þúsund erlendir ferðamenn staddir á Íslandi yfir jól og áramót. Það er að sjálfsögðu meirihlutinn af þeim sem stoppar, gistir á höfuðborgarsvæðinu, sem er í línu við heimsóknir erlendra ferðamanna yfir höfuð. Við áætlum að um sjötíu prósent þessara ferðamanna sem eru á suðvesturhorninu. En þess má líka geta að þetta sýnir hversu mikilvægt er bæði að dreifa ferðamönnum um landið, en ekki síður hvaða möguleikar felast í því að dreifa þeim yfir árið til að minnka árstíðasveiflur.“Höfuðborgarsvæðið að seljast upp Lítið sem ekkert framboð er á gistingu í Reykjavík um áramót ef marka má vefsíðu Airbnb og aðrar bókunarsíður. Til að mynda koma aðeins upp örfá gistirými í Reykjavík og nágrenni á nýársnótt samkvæmt vefsíðu Booking.com. Aðeins fimmtán tveggja manna gistirými eru í boði miðsvæðis í Reykjavík þá nóttina og aðeins tíu ef leitað er að gistingu fyrir fjóra. Þá er aðeins eitt prósent gistirýma á lausu á vef AirbnB í Reykjavík yfir áramót ef leitað er að gistingu fyrir tvo.Sölvi Melax.Fólk að reyna að ná endum saman Verðlag verður að teljast í takt við eftirspurnina, en dæmi eru um að einnar nætur gisting í miðborginni hlaupi á tugum þúsunda á nýársnótt. Sölvi Melax, formaður Samtaka um skammtímaleigu á heimilum, segir verðlagið skiljanlegt. „Sumir eru bara að leigja út þarna til að fá há verð og nenna ekki að leigja ef þeir fá ekki mjög há verð. Þetta er ekkert bara fólk sem er að fara til útlanda eða er ekki að gista í sínu húsnæði. Þetta eru líka einstaklingar sem sjá tækifæri í því að gista hjá vinum og vandamönnum til að ná endum saman og geta þá leigt út húsnæði í nokkra daga yfir áramót og fengið töluverða upphæð.“ Ferðamennska á Íslandi Jól Samfélagsmiðlar Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Aðeins eitt prósent af gistirými á vef bókunarsíðu Airbnb í Reykjavík eru á lausu yfir áramótin og aðeins örfá hótelherbergi, nú þegar fimm vikur eru til áramóta. Samtök ferðaþjónustunnar áætla að það verði um 30 þúsund erlendir ferðamenn á Íslandi yfir hátíðarnar. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir alveg ljóst að Íslands sé að verða einn vinsælasti staðurinn yfir jól og áramót. „Við höfum verið að sjá rólega en mjög þétta aukningu undanfarin ár og við áætlum að á þessu ári verði um 30 þúsund erlendir ferðamenn staddir á Íslandi yfir jól og áramót. Það er að sjálfsögðu meirihlutinn af þeim sem stoppar, gistir á höfuðborgarsvæðinu, sem er í línu við heimsóknir erlendra ferðamanna yfir höfuð. Við áætlum að um sjötíu prósent þessara ferðamanna sem eru á suðvesturhorninu. En þess má líka geta að þetta sýnir hversu mikilvægt er bæði að dreifa ferðamönnum um landið, en ekki síður hvaða möguleikar felast í því að dreifa þeim yfir árið til að minnka árstíðasveiflur.“Höfuðborgarsvæðið að seljast upp Lítið sem ekkert framboð er á gistingu í Reykjavík um áramót ef marka má vefsíðu Airbnb og aðrar bókunarsíður. Til að mynda koma aðeins upp örfá gistirými í Reykjavík og nágrenni á nýársnótt samkvæmt vefsíðu Booking.com. Aðeins fimmtán tveggja manna gistirými eru í boði miðsvæðis í Reykjavík þá nóttina og aðeins tíu ef leitað er að gistingu fyrir fjóra. Þá er aðeins eitt prósent gistirýma á lausu á vef AirbnB í Reykjavík yfir áramót ef leitað er að gistingu fyrir tvo.Sölvi Melax.Fólk að reyna að ná endum saman Verðlag verður að teljast í takt við eftirspurnina, en dæmi eru um að einnar nætur gisting í miðborginni hlaupi á tugum þúsunda á nýársnótt. Sölvi Melax, formaður Samtaka um skammtímaleigu á heimilum, segir verðlagið skiljanlegt. „Sumir eru bara að leigja út þarna til að fá há verð og nenna ekki að leigja ef þeir fá ekki mjög há verð. Þetta er ekkert bara fólk sem er að fara til útlanda eða er ekki að gista í sínu húsnæði. Þetta eru líka einstaklingar sem sjá tækifæri í því að gista hjá vinum og vandamönnum til að ná endum saman og geta þá leigt út húsnæði í nokkra daga yfir áramót og fengið töluverða upphæð.“
Ferðamennska á Íslandi Jól Samfélagsmiðlar Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira