Jón Dagur Þorsteinsson tryggði Vendsyssel jafntefli gegn Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni í dag er hann skoraði úr vítaspyrnu.
Jón Dagur hefur farið mikinn í liði Vendsyssel á leiktíðinni og var því að sjálfsögðu í byrjunarliði í dag en fyrir leikinn var Vendsyssel í neðsta sæti deilarinnar.
Eftir markalausann fyrri hálfleik byrjuðu gestirnir frá Esjberg seinni hálfleikinn betur og komust yfir á 54. mínútu með marki frá Lasha Parunashvili.
Um korteri seinna fengu liðsmenn Vendsyssel vítaspyrna. Á punktinn steig Jón Dagur og skoraði hann af öryggi og þar við sat, lokatölur 1-1.
Vendsyssel er nú í tólfta sæti deilarinnar með sextán stig á meðan Esjberg er í þriðja sæti með 26 stig.
Jón Dagur tryggði Vendsyssel jafntefli
Dagur Lárusson skrifar

Mest lesið

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn

Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“
Íslenski boltinn

Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir
Íslenski boltinn




Haaland flúði Manchester borg
Enski boltinn



„Skandall“ í gær en uppselt í dag
Fótbolti