Beittu táragasi og öflugum vatnsbyssum í mótmælum vegna eldsneytisverðs Birgir Olgeirsson skrifar 24. nóvember 2018 21:40 Frá mótmælunum fyrr í dag. Vísir/EPA Lögregla beitti táragasi og öflugum vatnsbyssum á þúsundir mótmælenda í miðborg Parísar fyrr í dag. Voru mótmælendur þangað mættir vegna eldsneytisverðs sem þeir telja allt af hátt. Mótmælin áttu sér stað á breiðgötunni Champs Elysees en forseti Frakklands, Emmanuel Macron, þakkaði lögreglu fyrir fagleg vinnubrögð við að viðhalda friði í borginni. Sagði hann þá sem réðust gegn lögreglumönnunum mega skammast sín. Champs Elysees er eins vinsælasta ferðamannagata borgarinnar en þar kveiktu mótmælendur í flutningabíl sem sprakk. Einn mótmælenda réðist gegn slökkviliðsmönnum sem reyndu að ráða niðurlögum eldsins en hann var yfirbugaður af öðrum mótmælendum.Mótmælendur hafa sýnt samstöðu með því að klæða sig í gul vesti.Vísir/EPASkammt frá Champs Elysees skaut lögreglan gúmmískotum á mótmælendur sem héldu uppi franska fánanum og mótmælaskiltum þar sem krafist var afsagnar Macron og hann þjófkenndur. Um átta þúsund mótmælendur gerðu sér ferð niður í miðborg Parísar þar sem lögreglan reyndi að varna þeim för að forsetahöllinni sjálfri. Alls voru 130 handteknir vegna mótmælanna sem fóru fram í París og víðar um Frakkland. Eru mótmælendurnir ósáttir við ákvörðun Macrons að hækka gjaldtöku á eldsneyti til að hvetja Frakka til að velja umhverfisvænni samgöngumáta. Ásamt hærri gjaldtöku hafa frönsk yfirvöld boðið upp á ívilnanir til þeirra sem kaupa rafbíla. Atvinnubílstjórar hafa einnig staðið fyrir aðgerðum á hraðbrautum þar sem þeir hafa komið saman á flutningabílum og hægt á allri umferð ásamt því að setja upp vegatálma til að hindra aðgengi að eldsneytisstöðvum, verslunarmiðstöðvum og verksmiðjum. Síðastliðna helgi tóku um 300 þúsund manns þátt í mótmælunum út um allt Frakkland. Samkvæmt upplýsingum frá frönskum yfirvöldum tóku um 106 þúsund manns þátt í mótmælunum í dag víðs vegar um Frakkland.Fréttaveita Reuters segir þetta vera vandræðamál fyrir Macron sem hefur hrósað aðgerðum stjórnar sinnar í loftslagsmálum en er á móti gagnrýndur fyrir að vera ekki í tengslum við hinn almenna borgara og hafa vinsældir hans dvínað í skoðanakönnunum. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Sjá meira
Lögregla beitti táragasi og öflugum vatnsbyssum á þúsundir mótmælenda í miðborg Parísar fyrr í dag. Voru mótmælendur þangað mættir vegna eldsneytisverðs sem þeir telja allt af hátt. Mótmælin áttu sér stað á breiðgötunni Champs Elysees en forseti Frakklands, Emmanuel Macron, þakkaði lögreglu fyrir fagleg vinnubrögð við að viðhalda friði í borginni. Sagði hann þá sem réðust gegn lögreglumönnunum mega skammast sín. Champs Elysees er eins vinsælasta ferðamannagata borgarinnar en þar kveiktu mótmælendur í flutningabíl sem sprakk. Einn mótmælenda réðist gegn slökkviliðsmönnum sem reyndu að ráða niðurlögum eldsins en hann var yfirbugaður af öðrum mótmælendum.Mótmælendur hafa sýnt samstöðu með því að klæða sig í gul vesti.Vísir/EPASkammt frá Champs Elysees skaut lögreglan gúmmískotum á mótmælendur sem héldu uppi franska fánanum og mótmælaskiltum þar sem krafist var afsagnar Macron og hann þjófkenndur. Um átta þúsund mótmælendur gerðu sér ferð niður í miðborg Parísar þar sem lögreglan reyndi að varna þeim för að forsetahöllinni sjálfri. Alls voru 130 handteknir vegna mótmælanna sem fóru fram í París og víðar um Frakkland. Eru mótmælendurnir ósáttir við ákvörðun Macrons að hækka gjaldtöku á eldsneyti til að hvetja Frakka til að velja umhverfisvænni samgöngumáta. Ásamt hærri gjaldtöku hafa frönsk yfirvöld boðið upp á ívilnanir til þeirra sem kaupa rafbíla. Atvinnubílstjórar hafa einnig staðið fyrir aðgerðum á hraðbrautum þar sem þeir hafa komið saman á flutningabílum og hægt á allri umferð ásamt því að setja upp vegatálma til að hindra aðgengi að eldsneytisstöðvum, verslunarmiðstöðvum og verksmiðjum. Síðastliðna helgi tóku um 300 þúsund manns þátt í mótmælunum út um allt Frakkland. Samkvæmt upplýsingum frá frönskum yfirvöldum tóku um 106 þúsund manns þátt í mótmælunum í dag víðs vegar um Frakkland.Fréttaveita Reuters segir þetta vera vandræðamál fyrir Macron sem hefur hrósað aðgerðum stjórnar sinnar í loftslagsmálum en er á móti gagnrýndur fyrir að vera ekki í tengslum við hinn almenna borgara og hafa vinsældir hans dvínað í skoðanakönnunum.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Sjá meira