Pétur: Annað hvort eru þeir besta sóknarlið á landinu eða við versta varnarliðið Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 23. nóvember 2018 22:19 Pétur Ingvarsson er þjálfari Blika. vísir/skjáskot/s2 „Annað hvort eru þeir besta sóknarlið á landinu eða við versta varnarlið á landinu. Það er hugsanleg ástæða fyrir því að við töpum en ég veit ekki hvort það er,” sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Breiðablik eftir leik kvöldsins. Snorri Hrafnkelsson byrjunarliðsmaður hjá Blikum var ekki með í kvöld en hann fékk heilahristing. Valsmenn voru töluvert betri undir körfunni í kvöld og ætli það hafi ekki vantað Snorra. „Hann er búinn að vera gríðarlega mikilvægur fyrir okkur í allan vetur. Hann er kannski búinn að vera okkar jafnbesti maður hingað til. Það eru hinsvegar meiðsli í þessu og menn verða að vera undirbúnir fyrir það. Hann var ekki með í kvöld en það er ómögulegt að segja hvernig leikurinn hefði farið ef hann hefði verið með í kvöld. Það minnkið muninn eftir að þið farið í svæðisvörn í þriðja leikhluta. Sérðu eftir því að hafa ekki farið fyrr í svæðisvörnina? „Við náðum ekkert að stoppa þá maður á mann. Þeir eru með góðar skyttur og ef við hefðum verið í svæðisvörn lengur svo þeir hefðu örugglega getað skotið okkur í kaf þannig líka. Ég veit það ekki, þetta er ómögulegt að segja. Við vorum líka klaufalegir í sókn oft og fengum fullt af tækifærum til að skora sem við nýttum ekki og það er kannski meira einbeitingarleysi í þessu. Ég var að vona að við hefðum komið aðeins öflugri inn í þennan leik. Þetta var náttúrulega mjög mikilvægur leikur fyrir okkur. Það er bara áfram gakk og við verðum að reyna að taka eitthvað úr þessu og reyna að bæta okkur.” Þegar Kendall fékk boltahindranir létuð þið stóra manninn mæta honum á vítalínunni. Þegar þú lítur tilbaka værir þú til í að breyta þessari taktík? „Þetta er bara það sem við erum búnir að vera æfa uppá síðkastið. Þetta er okkar boltahindrunarvörn og hún virkaði í síðasta leik og hún virkaði illa í þessum leik svo það er kannski eitthvað sem við þurfum að skoða betur. Við erum búnir að vera að lenda í vandræðum með stóra menn þegar þeir eru að rúlla inn. Við vorum eitthvað að reyna að loka fyrir það en þá bara opnast eitthvað annað. Maður verður að velja sér einhverskonar eitur í þessu og við erum einhvern veginn alltaf að velja vitlaust.” Munið þið breyta miklu taktísk í landsleikjahlénu? „Eins og ég sagði eftir síðasta leik þá er þetta ekki að virka hjá okkur. Við þurfum hugsanlega að skoða hvort við þurfum að breyta einhverri taktík. Bara eins og þetta með vörnina á boltahindranirnar. Möguleikum í sókninni, hvernig við ráðumst á andstæðingana sóknarlega. Það er bara margt sem við þurfum að skoða og það er í sjálfu sér allt undir í því. Það er annað hvort að láta þetta vera allt eins eða reyna að bæta einhverju við og reyna að auka möguleika okkar til að vinna fleiri leiki en einn af átta.” Þið eruð einungis með einn sigur eftir sjö leiki, ertu nokkuð hræddur við falldrauginn? „Eins og staðan er núna þá lítur þetta ekki vel út. Bæði við og önnur lið hafa verið að breytast með mjög stuttum fyrivara. Það getur ýmislegt breyst í þessu. Við gætum fundið út hvernig á að spila vörn á boltahindranir, við gætum fundið út hvernig við getum skorað auðveldari körfur þannig að við skulum vona að þetta hlé hjálpi okkur eitthvað í þeirri vinnu.” Dominos-deild karla Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
„Annað hvort eru þeir besta sóknarlið á landinu eða við versta varnarlið á landinu. Það er hugsanleg ástæða fyrir því að við töpum en ég veit ekki hvort það er,” sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Breiðablik eftir leik kvöldsins. Snorri Hrafnkelsson byrjunarliðsmaður hjá Blikum var ekki með í kvöld en hann fékk heilahristing. Valsmenn voru töluvert betri undir körfunni í kvöld og ætli það hafi ekki vantað Snorra. „Hann er búinn að vera gríðarlega mikilvægur fyrir okkur í allan vetur. Hann er kannski búinn að vera okkar jafnbesti maður hingað til. Það eru hinsvegar meiðsli í þessu og menn verða að vera undirbúnir fyrir það. Hann var ekki með í kvöld en það er ómögulegt að segja hvernig leikurinn hefði farið ef hann hefði verið með í kvöld. Það minnkið muninn eftir að þið farið í svæðisvörn í þriðja leikhluta. Sérðu eftir því að hafa ekki farið fyrr í svæðisvörnina? „Við náðum ekkert að stoppa þá maður á mann. Þeir eru með góðar skyttur og ef við hefðum verið í svæðisvörn lengur svo þeir hefðu örugglega getað skotið okkur í kaf þannig líka. Ég veit það ekki, þetta er ómögulegt að segja. Við vorum líka klaufalegir í sókn oft og fengum fullt af tækifærum til að skora sem við nýttum ekki og það er kannski meira einbeitingarleysi í þessu. Ég var að vona að við hefðum komið aðeins öflugri inn í þennan leik. Þetta var náttúrulega mjög mikilvægur leikur fyrir okkur. Það er bara áfram gakk og við verðum að reyna að taka eitthvað úr þessu og reyna að bæta okkur.” Þegar Kendall fékk boltahindranir létuð þið stóra manninn mæta honum á vítalínunni. Þegar þú lítur tilbaka værir þú til í að breyta þessari taktík? „Þetta er bara það sem við erum búnir að vera æfa uppá síðkastið. Þetta er okkar boltahindrunarvörn og hún virkaði í síðasta leik og hún virkaði illa í þessum leik svo það er kannski eitthvað sem við þurfum að skoða betur. Við erum búnir að vera að lenda í vandræðum með stóra menn þegar þeir eru að rúlla inn. Við vorum eitthvað að reyna að loka fyrir það en þá bara opnast eitthvað annað. Maður verður að velja sér einhverskonar eitur í þessu og við erum einhvern veginn alltaf að velja vitlaust.” Munið þið breyta miklu taktísk í landsleikjahlénu? „Eins og ég sagði eftir síðasta leik þá er þetta ekki að virka hjá okkur. Við þurfum hugsanlega að skoða hvort við þurfum að breyta einhverri taktík. Bara eins og þetta með vörnina á boltahindranirnar. Möguleikum í sókninni, hvernig við ráðumst á andstæðingana sóknarlega. Það er bara margt sem við þurfum að skoða og það er í sjálfu sér allt undir í því. Það er annað hvort að láta þetta vera allt eins eða reyna að bæta einhverju við og reyna að auka möguleika okkar til að vinna fleiri leiki en einn af átta.” Þið eruð einungis með einn sigur eftir sjö leiki, ertu nokkuð hræddur við falldrauginn? „Eins og staðan er núna þá lítur þetta ekki vel út. Bæði við og önnur lið hafa verið að breytast með mjög stuttum fyrivara. Það getur ýmislegt breyst í þessu. Við gætum fundið út hvernig á að spila vörn á boltahindranir, við gætum fundið út hvernig við getum skorað auðveldari körfur þannig að við skulum vona að þetta hlé hjálpi okkur eitthvað í þeirri vinnu.”
Dominos-deild karla Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira