Segir málsmeðferð í Landsrétti hafa einkennst af virðingarleysi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 24. nóvember 2018 07:45 Verjandi Thomasar segir mikilvægt að handtakan og málsmeðferðin verði endurskoðuð. Fréttablaðið/Anton Brink Thomas Møller Olsen mun óska eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar til Hæstaréttar. Landsréttur staðfesti í gær dóm héraðsdóms sem dæmdi Thomas til 19 ára fangelsisvistar fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og stórfellt fíkniefnabrot. „Málsmeðferðin fyrir Landsrétti ber vott um virðingarleysi fyrir réttindum ákærða,“ segir Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar, og segir að byggt verði á því í beiðni til Hæstaréttar að um brot á rétti skjólstæðings síns til réttlátrar málsmeðferðar hafi verið að ræða. Nefnir Björgvin bæði lengd aðalmeðferðar sem lokið var á einum degi og skeytingarleysi gagnvart fjölda vafaatriða í málinu sem hafnað sé með litlum eða engum rökstuðningi í forsendum dómsins. Eins og Fréttablaðið fjallaði um stóð aðalmeðferð í Landsrétti frá klukkan níu að morgni og þangað til klukkan var langt gengin í tíu að kvöldi eða í tæpar þrettán klukkustundir. „Það segir sig sjálft að hvorki dómarar né aðrir þjónar réttarins, saksóknari eða verjandi, geta haldið fullkominni einbeitingu í svona langan tíma,“ segir Björgvin. „Við munum einnig byggja á því að sjálfur dómsformaðurinn hafi verið vanhæfur í málinu en fyrir liggur að áður en hann var skipaður dómari við Landsrétt þáði hann sem aðstoðarmaður verktakagreiðslur frá ákæruvaldinu fyrir lögfræðiráðgjöf, á árunum 2009 til 2014,“ segir Björgvin og vísar til lögfræðiráðgjafar sem Sigurður Tómas Magnússon veitti Sérstökum saksóknara á umræddu tímabili og fékk alls greiddar rúmar 50 milljónir í verktakagreiðslur. Björgvin segir ljóst að þó að menn hafi starfað fyrir ákæruvaldið valdi það ekki sjálfkrafa vanhæfi til að gegna dómarastörfum. Hins vegar hafi Sigurður þegið verktakagreiðslur og það horfi öðruvísi við. Hann nefnir einnig hina umdeildu handtöku um borð í Polar Nanoq sem lögfræðilegt atriði sem mikilvægt sé að fá skorið úr um fyrir Hæstarétti. Í dómi Landsréttar er fallist á að ákvæði laganna um fullveldisrétt Íslands hafi ekki getað veitt handtökunni lagastoð. Á hitt beri að líta að hvorki dönsk né grænlensk yfirvöld hafi gert athugasemdir við að íslenskir lögreglumenn hafi farið um borð í skipið og handtekið hina grænlensku ríkisborgara. Þau hafi jafnframt sýnt samvinnu um aðgerðirnar. Björgvin segir handtökuna ekki verða lögmæta við það eitt að henni hafi ekki verið mótmælt sérstaklega af dönskum eða grænlenskum yfirvöldum. Full þörf sé á að fjallað verði um hana í Hæstarétti enda sé niðurstaða bæði héraðsdóms og Landsréttar til þess fallin að valda mikilli réttaróvissu. „Veiti Hæstiréttur ekki áfrýjunarleyfi er ekki annað að gera en leita til Mannréttindadómstóls Evrópu,“ segir Björgvin. Hann segir mikilvægt að bæði handtakan og málsmeðferðin sem Thomas fékk fyrir Landsrétti, fái endurskoðun, ef ekki fyrir Hæstarétti, þá í Strassborg. Hann segir mannréttindadómstólinn hafa fjallað um handtökur á sjó og svipuð álitaefni og hér er um að ræða og ljóst sé að þau geti fallið innan gildissviðs mannréttindasáttmála Evrópu. Hann vísar til máls um handtöku framkvæmda af frönskum sérsveitarmönnum um borð í báti með fíkniefnafarm. Niðurstaða MDE hafi verið að fullnægjandi heimild fyrir handtökunni hafi ekki verið fyrir hendi og því um brot á ákvæðum sáttmálans að ræða. Birna Brjánsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Thomas Møller Olsen mun óska eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar til Hæstaréttar. Landsréttur staðfesti í gær dóm héraðsdóms sem dæmdi Thomas til 19 ára fangelsisvistar fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og stórfellt fíkniefnabrot. „Málsmeðferðin fyrir Landsrétti ber vott um virðingarleysi fyrir réttindum ákærða,“ segir Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar, og segir að byggt verði á því í beiðni til Hæstaréttar að um brot á rétti skjólstæðings síns til réttlátrar málsmeðferðar hafi verið að ræða. Nefnir Björgvin bæði lengd aðalmeðferðar sem lokið var á einum degi og skeytingarleysi gagnvart fjölda vafaatriða í málinu sem hafnað sé með litlum eða engum rökstuðningi í forsendum dómsins. Eins og Fréttablaðið fjallaði um stóð aðalmeðferð í Landsrétti frá klukkan níu að morgni og þangað til klukkan var langt gengin í tíu að kvöldi eða í tæpar þrettán klukkustundir. „Það segir sig sjálft að hvorki dómarar né aðrir þjónar réttarins, saksóknari eða verjandi, geta haldið fullkominni einbeitingu í svona langan tíma,“ segir Björgvin. „Við munum einnig byggja á því að sjálfur dómsformaðurinn hafi verið vanhæfur í málinu en fyrir liggur að áður en hann var skipaður dómari við Landsrétt þáði hann sem aðstoðarmaður verktakagreiðslur frá ákæruvaldinu fyrir lögfræðiráðgjöf, á árunum 2009 til 2014,“ segir Björgvin og vísar til lögfræðiráðgjafar sem Sigurður Tómas Magnússon veitti Sérstökum saksóknara á umræddu tímabili og fékk alls greiddar rúmar 50 milljónir í verktakagreiðslur. Björgvin segir ljóst að þó að menn hafi starfað fyrir ákæruvaldið valdi það ekki sjálfkrafa vanhæfi til að gegna dómarastörfum. Hins vegar hafi Sigurður þegið verktakagreiðslur og það horfi öðruvísi við. Hann nefnir einnig hina umdeildu handtöku um borð í Polar Nanoq sem lögfræðilegt atriði sem mikilvægt sé að fá skorið úr um fyrir Hæstarétti. Í dómi Landsréttar er fallist á að ákvæði laganna um fullveldisrétt Íslands hafi ekki getað veitt handtökunni lagastoð. Á hitt beri að líta að hvorki dönsk né grænlensk yfirvöld hafi gert athugasemdir við að íslenskir lögreglumenn hafi farið um borð í skipið og handtekið hina grænlensku ríkisborgara. Þau hafi jafnframt sýnt samvinnu um aðgerðirnar. Björgvin segir handtökuna ekki verða lögmæta við það eitt að henni hafi ekki verið mótmælt sérstaklega af dönskum eða grænlenskum yfirvöldum. Full þörf sé á að fjallað verði um hana í Hæstarétti enda sé niðurstaða bæði héraðsdóms og Landsréttar til þess fallin að valda mikilli réttaróvissu. „Veiti Hæstiréttur ekki áfrýjunarleyfi er ekki annað að gera en leita til Mannréttindadómstóls Evrópu,“ segir Björgvin. Hann segir mikilvægt að bæði handtakan og málsmeðferðin sem Thomas fékk fyrir Landsrétti, fái endurskoðun, ef ekki fyrir Hæstarétti, þá í Strassborg. Hann segir mannréttindadómstólinn hafa fjallað um handtökur á sjó og svipuð álitaefni og hér er um að ræða og ljóst sé að þau geti fallið innan gildissviðs mannréttindasáttmála Evrópu. Hann vísar til máls um handtöku framkvæmda af frönskum sérsveitarmönnum um borð í báti með fíkniefnafarm. Niðurstaða MDE hafi verið að fullnægjandi heimild fyrir handtökunni hafi ekki verið fyrir hendi og því um brot á ákvæðum sáttmálans að ræða.
Birna Brjánsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira