Viðurkenndi íkveikju og sagðist vera morðingi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. nóvember 2018 18:01 Frá vettvangi brunans. vísir/magnús hlynur Maður sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa valdið bruna við Kirkjuveg á Selfossi þann 31. október greindi lögreglu sjálfur frá því að hann hafi kveikt í og „að hann væri bara morðingi.“ Tveir létust í eldsvoðanum en manninum er gert að sæta gæsluvarðhaldi til 29. nóvember næstkomandi. Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar frá 15. nóvember síðastliðnum. Við yfirheyrslu hjá lögreglu greindi maðurinn frá því að hann hafi notað kveikjara til að kveikja í pappakassa í stofu á neðri hæð hússins skömmu áður en það varð alelda og rennir það stoðum undir frásögn konu sem var einnig handtekin vegna málsins en er nú laus úr haldi. Í úrskurði Héraðsdóms Suðurlands segir að bráðabirgðaniðurstöður úr krufningu á líkum þeirra sem létust í brunanum bendi til að þau hafi verið á lífi eftir að eldur kom upp í húsinu og látist úr kolmónoxíðeitrun af völdum brunanSagðist ekki hafa liðið vel Í rökstuðningi lögreglu segir að manninum hafi verið fullljóst þegar hann kveikti í að fólkið á efri hæð hússins hafi verið í augljósum lífsháska auk þess sem augljóst hætta hafi verið á umfangsmiklu eignatjóni. Í yfirheyrslu hjá lögreglu sagði maðurinn einnig að honum hafi ekki liðið vel þegar hann kveikti í, hann hafi ekki vitað hvað hann hafi verið að hugsa „refsa sjálfum mér eða eitthvað,“ eins og hann orðaði það. Telur lögreglan að fram sé kominn rökstuddur grunur um að maðurinn hafi gerst sekur um að hafa veldið eldsvoðanum sem varð tveimur einstaklingum að bana og að þau brot geti varðað allt að sextán ára fangelsi. Fór lögreglan fram á að maðurinn sæti gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna vegna þess að óforsvaranlegt sé að hann gangi laus þegar sterkur rökstuddur grunur leikur á að hann hafi framið svo alvarlegt brot. Er það mat lögreglu að maðurinn sé hættulegur umhverfi sínu. Bruni á Kirkjuvegi Tengdar fréttir Segir húsráðanda á Kirkjuvegi hafa kveikt í gardínum eftir rifrildi 45 ára gömul kona, sem handtekin vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi þann 31. október, tjáði lögreglu á vettvangi að húsráðandi hefði kveikt í húsinu. 9. nóvember 2018 16:29 Tvennt lést í eldsvoða og tvö í gæsluvarðhaldi Karl og kona voru í gærkvöldi úrskurðuð í viku langt gæsluvarðhald vegna rannsóknar á tildrögum eldsvoðans á Selfossi á miðvikudag. 47 ára kona og 49 ára karl létust í brunanum sem lögreglu grunar að hafi verið af mannavöldum. 2. nóvember 2018 07:00 Áfram í haldi vegna brunans á Selfossi Maðurinn er grunaður um að hafa valdið eldsvoðanum. 8. nóvember 2018 12:05 Dýrt að farga húsinu vegna asbestsins Búist er við því að niðurrifi á húsinu við Kirkjuveg 18 á Selfossi ljúki í dag. 15. nóvember 2018 14:38 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Sjá meira
Maður sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa valdið bruna við Kirkjuveg á Selfossi þann 31. október greindi lögreglu sjálfur frá því að hann hafi kveikt í og „að hann væri bara morðingi.“ Tveir létust í eldsvoðanum en manninum er gert að sæta gæsluvarðhaldi til 29. nóvember næstkomandi. Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar frá 15. nóvember síðastliðnum. Við yfirheyrslu hjá lögreglu greindi maðurinn frá því að hann hafi notað kveikjara til að kveikja í pappakassa í stofu á neðri hæð hússins skömmu áður en það varð alelda og rennir það stoðum undir frásögn konu sem var einnig handtekin vegna málsins en er nú laus úr haldi. Í úrskurði Héraðsdóms Suðurlands segir að bráðabirgðaniðurstöður úr krufningu á líkum þeirra sem létust í brunanum bendi til að þau hafi verið á lífi eftir að eldur kom upp í húsinu og látist úr kolmónoxíðeitrun af völdum brunanSagðist ekki hafa liðið vel Í rökstuðningi lögreglu segir að manninum hafi verið fullljóst þegar hann kveikti í að fólkið á efri hæð hússins hafi verið í augljósum lífsháska auk þess sem augljóst hætta hafi verið á umfangsmiklu eignatjóni. Í yfirheyrslu hjá lögreglu sagði maðurinn einnig að honum hafi ekki liðið vel þegar hann kveikti í, hann hafi ekki vitað hvað hann hafi verið að hugsa „refsa sjálfum mér eða eitthvað,“ eins og hann orðaði það. Telur lögreglan að fram sé kominn rökstuddur grunur um að maðurinn hafi gerst sekur um að hafa veldið eldsvoðanum sem varð tveimur einstaklingum að bana og að þau brot geti varðað allt að sextán ára fangelsi. Fór lögreglan fram á að maðurinn sæti gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna vegna þess að óforsvaranlegt sé að hann gangi laus þegar sterkur rökstuddur grunur leikur á að hann hafi framið svo alvarlegt brot. Er það mat lögreglu að maðurinn sé hættulegur umhverfi sínu.
Bruni á Kirkjuvegi Tengdar fréttir Segir húsráðanda á Kirkjuvegi hafa kveikt í gardínum eftir rifrildi 45 ára gömul kona, sem handtekin vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi þann 31. október, tjáði lögreglu á vettvangi að húsráðandi hefði kveikt í húsinu. 9. nóvember 2018 16:29 Tvennt lést í eldsvoða og tvö í gæsluvarðhaldi Karl og kona voru í gærkvöldi úrskurðuð í viku langt gæsluvarðhald vegna rannsóknar á tildrögum eldsvoðans á Selfossi á miðvikudag. 47 ára kona og 49 ára karl létust í brunanum sem lögreglu grunar að hafi verið af mannavöldum. 2. nóvember 2018 07:00 Áfram í haldi vegna brunans á Selfossi Maðurinn er grunaður um að hafa valdið eldsvoðanum. 8. nóvember 2018 12:05 Dýrt að farga húsinu vegna asbestsins Búist er við því að niðurrifi á húsinu við Kirkjuveg 18 á Selfossi ljúki í dag. 15. nóvember 2018 14:38 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Sjá meira
Segir húsráðanda á Kirkjuvegi hafa kveikt í gardínum eftir rifrildi 45 ára gömul kona, sem handtekin vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi þann 31. október, tjáði lögreglu á vettvangi að húsráðandi hefði kveikt í húsinu. 9. nóvember 2018 16:29
Tvennt lést í eldsvoða og tvö í gæsluvarðhaldi Karl og kona voru í gærkvöldi úrskurðuð í viku langt gæsluvarðhald vegna rannsóknar á tildrögum eldsvoðans á Selfossi á miðvikudag. 47 ára kona og 49 ára karl létust í brunanum sem lögreglu grunar að hafi verið af mannavöldum. 2. nóvember 2018 07:00
Áfram í haldi vegna brunans á Selfossi Maðurinn er grunaður um að hafa valdið eldsvoðanum. 8. nóvember 2018 12:05
Dýrt að farga húsinu vegna asbestsins Búist er við því að niðurrifi á húsinu við Kirkjuveg 18 á Selfossi ljúki í dag. 15. nóvember 2018 14:38