Orkupakki, samgöngur og kannabis í Víglínunni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. nóvember 2018 10:00 Í vikunni var mælt fyrir þingsályktunartillögu Halldóru Mogensen þingmanns Pírata um að heilbrigðisráðherra undirbúi að leggja fram frumvarp sem heimili notkun og framleiðslu á lyfjahampi, öðru nafni kannabisi. Halldóra mætir í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns til að ræða þessi mál en hún segir nauðsynlegt að með frumvarpi ráðherra verði tryggt að ræktun og dreifing verði örugg og að þeim aðilum sem hafi hana með höndum, sem og sjúklingum, verði ekki refsað. Horft sé til reynslu annarra ríkja sem heimilað hafi noktun á kannabisi við meðferð sjúklinga meðal annars vegna krabbameins. En það gætir einnig nokkurs titrings innan stjórnarflokkanna vegna þriðja orkupakka Evrópusambandsins og þar mun reyna nokkuð á Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra og einn af þremur oddvitum ríkisstjórnarinnar. En miðstjórn Framsóknarflokksins ályktaði á dögunum gegn samþykkt þriðja orkupakka Evrópusambandsins inn í íslenska löggjöf og vill flokkurinn að leitað verði eftir undanþágu. Það gæti hins vegar hleypt samningnum um evrópska efnahagssvæðið í uppnám enda hafa íslensk stjórnvöld nú þegar samþykkt að orkustefna Evrópusambandsins skuli vera hluti að EES samningnum. Þá hafa hin EFTA ríkin innan EES lögfest pakkann. Sigurður Ingi ræðir þessi mál og fleiri í Víglínunni. En hann ritaði einnig undir samkomulag við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um samgöngumál í vikunni.Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20. Alþingi Stj.mál Víglínan Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Í vikunni var mælt fyrir þingsályktunartillögu Halldóru Mogensen þingmanns Pírata um að heilbrigðisráðherra undirbúi að leggja fram frumvarp sem heimili notkun og framleiðslu á lyfjahampi, öðru nafni kannabisi. Halldóra mætir í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns til að ræða þessi mál en hún segir nauðsynlegt að með frumvarpi ráðherra verði tryggt að ræktun og dreifing verði örugg og að þeim aðilum sem hafi hana með höndum, sem og sjúklingum, verði ekki refsað. Horft sé til reynslu annarra ríkja sem heimilað hafi noktun á kannabisi við meðferð sjúklinga meðal annars vegna krabbameins. En það gætir einnig nokkurs titrings innan stjórnarflokkanna vegna þriðja orkupakka Evrópusambandsins og þar mun reyna nokkuð á Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra og einn af þremur oddvitum ríkisstjórnarinnar. En miðstjórn Framsóknarflokksins ályktaði á dögunum gegn samþykkt þriðja orkupakka Evrópusambandsins inn í íslenska löggjöf og vill flokkurinn að leitað verði eftir undanþágu. Það gæti hins vegar hleypt samningnum um evrópska efnahagssvæðið í uppnám enda hafa íslensk stjórnvöld nú þegar samþykkt að orkustefna Evrópusambandsins skuli vera hluti að EES samningnum. Þá hafa hin EFTA ríkin innan EES lögfest pakkann. Sigurður Ingi ræðir þessi mál og fleiri í Víglínunni. En hann ritaði einnig undir samkomulag við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um samgöngumál í vikunni.Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20.
Alþingi Stj.mál Víglínan Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira