Kenna landsmönnum að laga raftækin sjálfir: „Mér finnst þetta æði“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. nóvember 2018 19:15 Einbeitingin skein úr augum þeirra sem tóku þátt í vinnustofunni. Vísir/Tryggvi Páll Á sama tíma og tilboð vegna svarts fössara og stafræns mánudags dynja á landsmönnum var Akureyringum boðið upp á að á aðstoð við að laga gömul raftæki. Það er umhverfismál að framlengja líftíma eldri raftækja í stað þess að henda þeim að mati talsmanns Restart Ísland. Það var margt um manninn í Fab Lab í Verkmenntaskólanum á Akureyri í vikunni þegar fréttamaður leit við á vinnustofu Restart Ísland. Þar unnu rafvirkjar og aðrir áhugamenn hörðum höndum að því að lappa upp á gömul raftæki. „Þetta eru vinnustofur þar sem við bjóðum fólki að koma með raftækin sín, bæði rafeindatæki eins og síma og þess háttar og svo venjuleg raftæki sem oft á tíðum menn geta ekki gert við, sagt að það sé of dýrt að gera við eða slíkt og kennum þeim að gera sjálf við tækin, út á það gengur hugmyndin,“ segir Hólmar Svansson, talsmaður Restart Ísland.Hólmar Svansson, talsmaður Restart ÍslandVísir/TryggviÆtlar að laga símann sjálf Og það voru ýmis tæki sem fengu skoðun. Sléttujárn, Playstation-tölva, geislasdiskaspilarar og spjaldtölvur voru útskrifaðar en flestir komu þó með síma. Ein af þeim var Ingibjörg Þórðardóttir sem ætlar að láta reyna á eigin viðgerðarhæfileika eftir að hafa fengið sýnikennslu í skjáviðgerð.Hefðiru einhvern tímann haldið að þú gætir lagað svona síma sjálf? „Neibb, ég er ein af þeim sem var svolítið búin að læra það að þú snertir ekki það sem þú veist ekki hvað er í tæknimálum og lætur það bara kyrrt þangað til einhver fagmaður kemur á svæðið. Mér finnst þetta æði,“ segir Ingibjörg.Eins og þegar amma stagaði í sokkana Líklega freistast margir til þess að kaupa nýjan síma þegar skjárinn brotnar eins og í tilfelli Ingibjargar stað þess að athuga hvort og hvernig hægt sé að laga tækið. Gamli síminn fer á haugana og ruslið safnast upp.Ingibjörg Þórðardóttir kom með síma og spjaldtölvu og sneri alsæl til baka.Vísir/Tryggvi Páll„Þetta er auðvitað bara umhverfismál. Þetta er svo mikið rusl sem kemur úr heiminum af rafmagnsrusli sem er erfitt og dýrt að endurvinna þó að það sé verðmæti í þessu þá er þetta ekki allt að rata rétta leið.“ Markmið Restart Ísland er að reyna að minnka slíkan úrgang og telur Hólmar að margir vanmeti eigin getu til viðgerða. „Þetta er bara eins og þegar amma stagaði í sokkana þegar þeir eru orðnir lélegir, við getum alveg gert ýmislegt sjálf,“ segir Hólmar. Nú þegar tilboð vegna svarts fössara og stafræns mánudags dynja á landsmönnum freistast ef til vill margir til þess að kaupa ný raftæki. Hólmar er hins vegar með skilaboð til landsmanna. „Hugsaðu þetta og ekki bara alltaf láta nýjungagirnina fara með sig. Við þurfum að hugsa um jörðina líka“ Neytendur Tengdar fréttir Alþjóðlegir verslunardagar festa sig í sessi Verslun fyrir jólin dreifist yfir lengra tímabil en áður. 21. nóvember 2018 19:45 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Á sama tíma og tilboð vegna svarts fössara og stafræns mánudags dynja á landsmönnum var Akureyringum boðið upp á að á aðstoð við að laga gömul raftæki. Það er umhverfismál að framlengja líftíma eldri raftækja í stað þess að henda þeim að mati talsmanns Restart Ísland. Það var margt um manninn í Fab Lab í Verkmenntaskólanum á Akureyri í vikunni þegar fréttamaður leit við á vinnustofu Restart Ísland. Þar unnu rafvirkjar og aðrir áhugamenn hörðum höndum að því að lappa upp á gömul raftæki. „Þetta eru vinnustofur þar sem við bjóðum fólki að koma með raftækin sín, bæði rafeindatæki eins og síma og þess háttar og svo venjuleg raftæki sem oft á tíðum menn geta ekki gert við, sagt að það sé of dýrt að gera við eða slíkt og kennum þeim að gera sjálf við tækin, út á það gengur hugmyndin,“ segir Hólmar Svansson, talsmaður Restart Ísland.Hólmar Svansson, talsmaður Restart ÍslandVísir/TryggviÆtlar að laga símann sjálf Og það voru ýmis tæki sem fengu skoðun. Sléttujárn, Playstation-tölva, geislasdiskaspilarar og spjaldtölvur voru útskrifaðar en flestir komu þó með síma. Ein af þeim var Ingibjörg Þórðardóttir sem ætlar að láta reyna á eigin viðgerðarhæfileika eftir að hafa fengið sýnikennslu í skjáviðgerð.Hefðiru einhvern tímann haldið að þú gætir lagað svona síma sjálf? „Neibb, ég er ein af þeim sem var svolítið búin að læra það að þú snertir ekki það sem þú veist ekki hvað er í tæknimálum og lætur það bara kyrrt þangað til einhver fagmaður kemur á svæðið. Mér finnst þetta æði,“ segir Ingibjörg.Eins og þegar amma stagaði í sokkana Líklega freistast margir til þess að kaupa nýjan síma þegar skjárinn brotnar eins og í tilfelli Ingibjargar stað þess að athuga hvort og hvernig hægt sé að laga tækið. Gamli síminn fer á haugana og ruslið safnast upp.Ingibjörg Þórðardóttir kom með síma og spjaldtölvu og sneri alsæl til baka.Vísir/Tryggvi Páll„Þetta er auðvitað bara umhverfismál. Þetta er svo mikið rusl sem kemur úr heiminum af rafmagnsrusli sem er erfitt og dýrt að endurvinna þó að það sé verðmæti í þessu þá er þetta ekki allt að rata rétta leið.“ Markmið Restart Ísland er að reyna að minnka slíkan úrgang og telur Hólmar að margir vanmeti eigin getu til viðgerða. „Þetta er bara eins og þegar amma stagaði í sokkana þegar þeir eru orðnir lélegir, við getum alveg gert ýmislegt sjálf,“ segir Hólmar. Nú þegar tilboð vegna svarts fössara og stafræns mánudags dynja á landsmönnum freistast ef til vill margir til þess að kaupa ný raftæki. Hólmar er hins vegar með skilaboð til landsmanna. „Hugsaðu þetta og ekki bara alltaf láta nýjungagirnina fara með sig. Við þurfum að hugsa um jörðina líka“
Neytendur Tengdar fréttir Alþjóðlegir verslunardagar festa sig í sessi Verslun fyrir jólin dreifist yfir lengra tímabil en áður. 21. nóvember 2018 19:45 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Alþjóðlegir verslunardagar festa sig í sessi Verslun fyrir jólin dreifist yfir lengra tímabil en áður. 21. nóvember 2018 19:45