Forstjóri Póstsins kallar eftir ríkisframlagi til að halda uppi þjónustu Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. nóvember 2018 12:15 Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði. Fyrir afgreiðslu fjárlagafrumvarps úr annarri umræðu dró meirihluti fjárlaganefndar Alþingis til baka breytingartillögu við fjárlagafrumvarpið sem hefði heimilað ríkissjóði að lána Íslandspósti einn og hálfan milljarð króna. Þetta var gert meðal annars vegna efasemda um að fyrirtækið gæti endurgreitt lánið. Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið glími við alvarlegan lausafjárvanda. Hann segir að vandinn sé tvíþættur. „Ríkið hefur tekið á sig þá skyldu að dreifa pósti, bæði bréfum og pökkum upp að tuttugu kílóum, úti um allt land. Íslandspóstur sinnir því verkefni, samkvæmt rekstrarleyfi, fyrir hönd ríkisins. Það er töluvert stór hluti af þessum markaði sem stendur ekki undir sér, þ.e. kostnaðurinn við dreifingu er miklu meiri en sem nemur tekjunum. Þar verður Íslandspóstur að sinna þjónustunni en annars staðar erum við í samkeppni við aðila um pakkadreifingar þar sem það er hagkvæmt. Það er þessi svokallaða ófjármagnaða alþjónustubyrði sem er vandamálið og hefur verið vandamál í fjölmörg ár,“ segir Ingimundur. Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts.Ingimundur segir að Íslandspóstur þurfi að fá lán frá ríkissjóði til að geta staðið við skuldbindingar sínar. Þá þurfi að kanna hvort ástæða sé til að endurskoða rekstrarfyrirkomulagið en hann segir að Íslandspóstur sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. „Öll fyrirtæki sem geta ekki staðið við skuldbindingar sínar fara í þrot fyrr eða síðar. Reyndar er það skylda stjórnenda að vekja athygli á því og fylgja því eftir ef annað kemur ekki til. En hér er um að ræða opinbera þjónustu sem er veitt lögum samkvæmt og ég hef trú á því að menn átti sig á því að það verður einhver að taka við keflinu. Þetta er ekkert séríslenskt vandamál. Póstfyrirtæki í öllum hinum vestræna heimi standa frammi fyrir sama vandamáli og hafa gert það undanfarin ár. Það má segja að sérstaðan hér á Íslandi er sú að Íslandspóstur er sennilega eina, eða eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem ekki hefur notið neinna framlaga úr ríkissjóði. Norski pósturinn er til dæmis að fá sjö þúsund milljónir í greiðsluir frá norska ríkinu fyrir að sinna alþjónustunni. Sænski og danski pósturinn, sem er í sameiginlegu fyrirtæki, fékk þrjátíu milljarða frá ríkisstjórn Svíþjóðar og Danmerkur í byrjun þessa árs. Svona mætti lengi áfram telja,“ segir Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts. Fjallað var um vanda Íslandspósts og rætt við Ingimund Sigurpálsson í fréttum Stöðvar 2 gær. Íslandspóstur Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði. Fyrir afgreiðslu fjárlagafrumvarps úr annarri umræðu dró meirihluti fjárlaganefndar Alþingis til baka breytingartillögu við fjárlagafrumvarpið sem hefði heimilað ríkissjóði að lána Íslandspósti einn og hálfan milljarð króna. Þetta var gert meðal annars vegna efasemda um að fyrirtækið gæti endurgreitt lánið. Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið glími við alvarlegan lausafjárvanda. Hann segir að vandinn sé tvíþættur. „Ríkið hefur tekið á sig þá skyldu að dreifa pósti, bæði bréfum og pökkum upp að tuttugu kílóum, úti um allt land. Íslandspóstur sinnir því verkefni, samkvæmt rekstrarleyfi, fyrir hönd ríkisins. Það er töluvert stór hluti af þessum markaði sem stendur ekki undir sér, þ.e. kostnaðurinn við dreifingu er miklu meiri en sem nemur tekjunum. Þar verður Íslandspóstur að sinna þjónustunni en annars staðar erum við í samkeppni við aðila um pakkadreifingar þar sem það er hagkvæmt. Það er þessi svokallaða ófjármagnaða alþjónustubyrði sem er vandamálið og hefur verið vandamál í fjölmörg ár,“ segir Ingimundur. Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts.Ingimundur segir að Íslandspóstur þurfi að fá lán frá ríkissjóði til að geta staðið við skuldbindingar sínar. Þá þurfi að kanna hvort ástæða sé til að endurskoða rekstrarfyrirkomulagið en hann segir að Íslandspóstur sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. „Öll fyrirtæki sem geta ekki staðið við skuldbindingar sínar fara í þrot fyrr eða síðar. Reyndar er það skylda stjórnenda að vekja athygli á því og fylgja því eftir ef annað kemur ekki til. En hér er um að ræða opinbera þjónustu sem er veitt lögum samkvæmt og ég hef trú á því að menn átti sig á því að það verður einhver að taka við keflinu. Þetta er ekkert séríslenskt vandamál. Póstfyrirtæki í öllum hinum vestræna heimi standa frammi fyrir sama vandamáli og hafa gert það undanfarin ár. Það má segja að sérstaðan hér á Íslandi er sú að Íslandspóstur er sennilega eina, eða eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem ekki hefur notið neinna framlaga úr ríkissjóði. Norski pósturinn er til dæmis að fá sjö þúsund milljónir í greiðsluir frá norska ríkinu fyrir að sinna alþjónustunni. Sænski og danski pósturinn, sem er í sameiginlegu fyrirtæki, fékk þrjátíu milljarða frá ríkisstjórn Svíþjóðar og Danmerkur í byrjun þessa árs. Svona mætti lengi áfram telja,“ segir Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts. Fjallað var um vanda Íslandspósts og rætt við Ingimund Sigurpálsson í fréttum Stöðvar 2 gær.
Íslandspóstur Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira