Dýrlingarnir unnu sinn tíunda leik í röð Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. nóvember 2018 07:23 Leikmenn Saints fengu sér að sjálfsögðu kalkún eftir leik. vísir/getty Venju samkvæmt fóru fram þrír NFL-leikir á Þakkargjörðardaginn í Bandaríkjunum. Þar bar hæst að heitasta lið deildarinnar, New Orleans Saints, vann enn einn leikinn. Fórnarlömb Dýrlinganna að þessu sinni voru Fálkarnir frá Atlanta. Þeir réðu ekkert við Dýrlingana frekar en önnur lið og urðu að sætta sig við tap. Þeir fengu þó aðeins 31 stig á sig sem er mun minna en síðustu andstæðingar Saints.FINAL: The @Saints win their 10th straight! #GoSaints#ATLvsNOpic.twitter.com/qIuTdWQ1A2 — NFL (@NFL) November 23, 2018 Drew Brees, leikstjórnandi Saints, lét sér duga að kasta 171 jard í þessum leik en samt voru fjórir boltar fyrir snertimörkum. Hann kastaði snertimörkum á ólíklegustu menn í þessum leik og hefur alls kastað snertimarkssendingum á þrettán leikmenn í vetur. Það er jöfnun á NFL-meti. Fyrsti leikur dagsins var nágrannaslagur hjá Chicago og Detroit. Mitch Trubisky, leikstjórnandi Bears, var meiddur og Chase Daniel leysti hann af. Það gekk því brösuglega framan af en Daniel endaði með 230 jarda og tvö snertimörk.FINAL: The @ChicagoBears feast on Thanksgiving! #CHIvsDET (by @lexus) pic.twitter.com/72D8v5sjKQ — NFL (@NFL) November 22, 2018 Birnirnir því búnir að vinna fimm leiki í röð og hafa ekki litið svona vel út í fjöldamörg ár. Trubisky snýr svo aftur í næsta leik. Dallas er aftur komið í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni eftir sigur á Washington en liðin eru í sama riðli. Þau eru nú með sama árangur eftir leik gærkvöldsins. Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas, kastaði boltanum 289 jarda og fyrir tveimur snertimörkum. Hlauparinn Ezekiel Elliott hljóp 120 jarda með boltann og skoraði eitt snertimark. Síðast á Þakkargjörðardaginn fagnaði hann með því að hoppa ofan í risakrukku frá Hjálpræðishernum. Nú henti hann peningum ofan í krukkuna.FINAL: The @dallascowboys move into a tie for first place in the NFC East! #WASvsDAL#DallasCowboyspic.twitter.com/Da8ktGU7Wv — NFL (@NFL) November 23, 2018 Colt McCoy var leikstjórnandi hjá Redskins enda spilar Alex Smith ekki meira vegna meiðsla. Hann var með 268 jarda og tvær snertimarkssendingar. Hann kastaði boltanum aftur á móti þrisvar sinnum frá sér.Úrslit: New Orleans-Atlanta 31-17 Detroit-Chicago 16-23 Dallas-Washington 31-23Staðan í NFL-deildinni. NFL Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Háspenna þegar Dobey og MVG fóru í undanúrslit Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Littler létt eftir mikla pressu Sjá meira
Venju samkvæmt fóru fram þrír NFL-leikir á Þakkargjörðardaginn í Bandaríkjunum. Þar bar hæst að heitasta lið deildarinnar, New Orleans Saints, vann enn einn leikinn. Fórnarlömb Dýrlinganna að þessu sinni voru Fálkarnir frá Atlanta. Þeir réðu ekkert við Dýrlingana frekar en önnur lið og urðu að sætta sig við tap. Þeir fengu þó aðeins 31 stig á sig sem er mun minna en síðustu andstæðingar Saints.FINAL: The @Saints win their 10th straight! #GoSaints#ATLvsNOpic.twitter.com/qIuTdWQ1A2 — NFL (@NFL) November 23, 2018 Drew Brees, leikstjórnandi Saints, lét sér duga að kasta 171 jard í þessum leik en samt voru fjórir boltar fyrir snertimörkum. Hann kastaði snertimörkum á ólíklegustu menn í þessum leik og hefur alls kastað snertimarkssendingum á þrettán leikmenn í vetur. Það er jöfnun á NFL-meti. Fyrsti leikur dagsins var nágrannaslagur hjá Chicago og Detroit. Mitch Trubisky, leikstjórnandi Bears, var meiddur og Chase Daniel leysti hann af. Það gekk því brösuglega framan af en Daniel endaði með 230 jarda og tvö snertimörk.FINAL: The @ChicagoBears feast on Thanksgiving! #CHIvsDET (by @lexus) pic.twitter.com/72D8v5sjKQ — NFL (@NFL) November 22, 2018 Birnirnir því búnir að vinna fimm leiki í röð og hafa ekki litið svona vel út í fjöldamörg ár. Trubisky snýr svo aftur í næsta leik. Dallas er aftur komið í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni eftir sigur á Washington en liðin eru í sama riðli. Þau eru nú með sama árangur eftir leik gærkvöldsins. Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas, kastaði boltanum 289 jarda og fyrir tveimur snertimörkum. Hlauparinn Ezekiel Elliott hljóp 120 jarda með boltann og skoraði eitt snertimark. Síðast á Þakkargjörðardaginn fagnaði hann með því að hoppa ofan í risakrukku frá Hjálpræðishernum. Nú henti hann peningum ofan í krukkuna.FINAL: The @dallascowboys move into a tie for first place in the NFC East! #WASvsDAL#DallasCowboyspic.twitter.com/Da8ktGU7Wv — NFL (@NFL) November 23, 2018 Colt McCoy var leikstjórnandi hjá Redskins enda spilar Alex Smith ekki meira vegna meiðsla. Hann var með 268 jarda og tvær snertimarkssendingar. Hann kastaði boltanum aftur á móti þrisvar sinnum frá sér.Úrslit: New Orleans-Atlanta 31-17 Detroit-Chicago 16-23 Dallas-Washington 31-23Staðan í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Háspenna þegar Dobey og MVG fóru í undanúrslit Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Littler létt eftir mikla pressu Sjá meira