Vilja fjórfalda afköst kísilverksmiðjunnar í Helguvík Sighvatur Jónsson skrifar 22. nóvember 2018 18:45 Á íbúafundi í Reykjanesbæ í gær mátti heyra að íbúar óttast að sagan um óþef og mengun frá kísilverksmiðjunni í Helguvík endurtaki sig nú þegar undirbúningur er hafinn að enduropnun hennar á fyrri hluta ársins 2020. Stakksberg, dótturfélag Arion banka, tók við kísilverinu eftir að verksmiðjan varð gjaldþrota og henni var lokað fyrir rúmu ári. Nýir eigendur lofa íbúum að gera betur en forverar þeirra, United Silicon. Þórður Ólafur Þórðarson, stjórnarformaður Stakksbergs, talaði hreint út á fundinum í gær um undirbúning og rekstur United Silicon á kísilverinu á sínum tíma og vísaði nokkrum sinnum í skýrslu ríkisendurskoðunar um málið.„Við erum að glíma við það sem til stóð í upphafi. Að reisa verksmiðju í samræmi við skipulag sem samrýmist lögum og starfar í samræmi við öll þau mörk sem verksmiðjunni eru sett.“Ekki unnið með sama „rassgatinu“ og áður Þórður Ólafur sagði að nú væri ekki um það að ræða að hönnun verksmiðjunnar væri á höndum forsvarsmannsins sjálfs. Hann sagði engan treysta hvorki loftdreifilíkani né umhverfismati sem gert var áður. Nú séu málin unnin betur og í samstarfi við alþjóðlega ráðgjafa frá norska ráðgjafafyrirtækinu Multiconsult.„Þannig að því er ekki til að dreifa hér að það sé verið að gera hlutina, og þið afsakið orðbragðið, með sama rassgatinu og var gert þarna í upphafi. Við höfum gert allt sem við getum til þess að tryggja það að þetta ferli sé á engan hátt líkt því ferli sem átti sér stað hér þegar United Silicon fór af stað.“Tom Arild Olsen, deildarstjóri hjá Multiconsult.Vísir/SighvaturÞrír brennsluofnar til viðbótar Um tvö hundruð manns mættu í Hljómahöll í gær til að sjá og heyra af áætlunum um enduropnun kísilverksmiðjunnar í Helguvík. Kynnt voru drög að endanlegu útliti verksmiðjunnar með þremur bræðsluofnum til viðbótar við þann eina sem er risinn. Verksmiðjan hefur leyfi til að framleiða 100.000 tonn af kísil á ári en hver ofn afkastar um 25.000 tonnum.Tillaga að matsáætlun fyrir nýtt umhverfismat verksmiðjunnar hefur verið birt en tekið er við athugasemdum til 5. desember næstkomandi.Horft til norskra kísilvera Tom Arild Olsen, deildarstjóri hjá norska ráðgjafafyrirtækinu Multiconsult, fór vel yfir það sem betur hefði mátt fara í rekstri United Silicon á kísilverinu. Hann sagði að allar norskar kísilverksmiðjur væru í lagi, engin vandamál tengd heilsufari fólks hafi komið upp í tengslum við þær.Frá íbúafundinum í Hljómahöll í gær.Vísir/SighvaturMaría Magnúsdóttir, íbúi í Reykjanesbæ, hefur áhyggjur af mengun, heilsufari og lækkandi húsnæðisverði ef kísilverksmiðjan verður tekin aftur í gagnið. „Ég veit líka um sjúkdómana sem starfsmennirnir fá í þessum kísilverksmiðjum. Sjúkdómurinn heitir Silicosis. Þeir verða aldrei hinir sömu, það er engin lækning við þeim.“ Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, bar upp fyrirspurn á fundinum um hvað væri öðruvísi við ferlið nú en áður. Hann sagði að málið snerist allt um traust milli bæjarbúa og framkvæmdaraðila. „Það hefur ekki staðið steinn yfir steini í neinu sem snýr að þessu ferli. Við verðum að hafa traust á þessu ferli ef það á að vera einhver glóra í helvíti að þetta fari í gegn.“Á íbúafundi í gær voru kynnt drög að endanlegu útliti verksmiðjunnar með þremur bræðsluofnum til viðbótar við þann eina sem fyrir er.Vísir/VerkísStefnt að opnun 2020 Haustið 2019 er gert ráð fyrir að mati á umhverfisáhrifum ljúki ásamt vinnu við skipulag vegna breyttrar framkvæmdar. Síðar um haustið 2019 er búist við að byggingarleyfi Reykjanesbæjar liggi fyrir. Á fyrri hluta ársins 2020 ættu starfsleyfi Umhverfisstofnunar og Vinnueftirlits að liggja fyrir. Í framhaldi verður hægt að endurræsa kísilverksmiðjuna og hefja rekstur hennar á ný. United Silicon Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Sjá meira
Á íbúafundi í Reykjanesbæ í gær mátti heyra að íbúar óttast að sagan um óþef og mengun frá kísilverksmiðjunni í Helguvík endurtaki sig nú þegar undirbúningur er hafinn að enduropnun hennar á fyrri hluta ársins 2020. Stakksberg, dótturfélag Arion banka, tók við kísilverinu eftir að verksmiðjan varð gjaldþrota og henni var lokað fyrir rúmu ári. Nýir eigendur lofa íbúum að gera betur en forverar þeirra, United Silicon. Þórður Ólafur Þórðarson, stjórnarformaður Stakksbergs, talaði hreint út á fundinum í gær um undirbúning og rekstur United Silicon á kísilverinu á sínum tíma og vísaði nokkrum sinnum í skýrslu ríkisendurskoðunar um málið.„Við erum að glíma við það sem til stóð í upphafi. Að reisa verksmiðju í samræmi við skipulag sem samrýmist lögum og starfar í samræmi við öll þau mörk sem verksmiðjunni eru sett.“Ekki unnið með sama „rassgatinu“ og áður Þórður Ólafur sagði að nú væri ekki um það að ræða að hönnun verksmiðjunnar væri á höndum forsvarsmannsins sjálfs. Hann sagði engan treysta hvorki loftdreifilíkani né umhverfismati sem gert var áður. Nú séu málin unnin betur og í samstarfi við alþjóðlega ráðgjafa frá norska ráðgjafafyrirtækinu Multiconsult.„Þannig að því er ekki til að dreifa hér að það sé verið að gera hlutina, og þið afsakið orðbragðið, með sama rassgatinu og var gert þarna í upphafi. Við höfum gert allt sem við getum til þess að tryggja það að þetta ferli sé á engan hátt líkt því ferli sem átti sér stað hér þegar United Silicon fór af stað.“Tom Arild Olsen, deildarstjóri hjá Multiconsult.Vísir/SighvaturÞrír brennsluofnar til viðbótar Um tvö hundruð manns mættu í Hljómahöll í gær til að sjá og heyra af áætlunum um enduropnun kísilverksmiðjunnar í Helguvík. Kynnt voru drög að endanlegu útliti verksmiðjunnar með þremur bræðsluofnum til viðbótar við þann eina sem er risinn. Verksmiðjan hefur leyfi til að framleiða 100.000 tonn af kísil á ári en hver ofn afkastar um 25.000 tonnum.Tillaga að matsáætlun fyrir nýtt umhverfismat verksmiðjunnar hefur verið birt en tekið er við athugasemdum til 5. desember næstkomandi.Horft til norskra kísilvera Tom Arild Olsen, deildarstjóri hjá norska ráðgjafafyrirtækinu Multiconsult, fór vel yfir það sem betur hefði mátt fara í rekstri United Silicon á kísilverinu. Hann sagði að allar norskar kísilverksmiðjur væru í lagi, engin vandamál tengd heilsufari fólks hafi komið upp í tengslum við þær.Frá íbúafundinum í Hljómahöll í gær.Vísir/SighvaturMaría Magnúsdóttir, íbúi í Reykjanesbæ, hefur áhyggjur af mengun, heilsufari og lækkandi húsnæðisverði ef kísilverksmiðjan verður tekin aftur í gagnið. „Ég veit líka um sjúkdómana sem starfsmennirnir fá í þessum kísilverksmiðjum. Sjúkdómurinn heitir Silicosis. Þeir verða aldrei hinir sömu, það er engin lækning við þeim.“ Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, bar upp fyrirspurn á fundinum um hvað væri öðruvísi við ferlið nú en áður. Hann sagði að málið snerist allt um traust milli bæjarbúa og framkvæmdaraðila. „Það hefur ekki staðið steinn yfir steini í neinu sem snýr að þessu ferli. Við verðum að hafa traust á þessu ferli ef það á að vera einhver glóra í helvíti að þetta fari í gegn.“Á íbúafundi í gær voru kynnt drög að endanlegu útliti verksmiðjunnar með þremur bræðsluofnum til viðbótar við þann eina sem fyrir er.Vísir/VerkísStefnt að opnun 2020 Haustið 2019 er gert ráð fyrir að mati á umhverfisáhrifum ljúki ásamt vinnu við skipulag vegna breyttrar framkvæmdar. Síðar um haustið 2019 er búist við að byggingarleyfi Reykjanesbæjar liggi fyrir. Á fyrri hluta ársins 2020 ættu starfsleyfi Umhverfisstofnunar og Vinnueftirlits að liggja fyrir. Í framhaldi verður hægt að endurræsa kísilverksmiðjuna og hefja rekstur hennar á ný.
United Silicon Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Sjá meira