Forstjóri segist ætla að stokka upp í rekstri Íslandspósts Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 15:15 Ingimundur segir að ef lánið komi ekki til geti fyrirtækið ekki staðið við skuldbindingar sínar. Fréttablaðið/Stefán Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að stokka þurfi upp rekstur fyrirtækisins sem hefur ekki staðið undir sér undanfarin ár. Bréfsendingar hafa dregist saman um 15% á þessu ári sem er mun meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Nauðsynlegt sé að fá lán frá ríkissjóði en heimild um lán uppá einn komma fimm milljarða króna var felld út í annarri umræðu um fjárlagafrumvarpið á Alþingi í gær. Þá hafi íslandspóstur þurft að standa undir ófjármagnaðri byrði sem nemi árlega um 600 milljónum króna. Þetta hafi gert það að verkum að gengið hafi verið á varasjóði félagsins. „Áætlun fyrir þetta ár gerði ráð fyrir að bréfamagn færi um hendur Íslandspósts væri um 7% minni en á síðasta ári. Raunin er hins vegar sú að magnið er um 15% til 18% minna sem þýðir mun minni tekjur en gert var ráð fyrir. Það er ástæðan fyrir því að lausafé skorti. En dreifingarkerfið sem við vinnum eftir er bundið og erfitt að hnika því til nema með breytingum á reglugerðum og jafnvel lögum,“ segir Ingimundur. Þá hafi íslandspóstur þurft að standa undir ófjármagnaðri byrði sem nemi árlega um 600 milljónum króna. Þetta hafi gert það að verkum að gengið hafi verið á varasjóði félagsins. Ingimundur segir að ef lánið komi ekki til geti fyrirtækið ekki staðið við skuldbindingar sínar. „Þá erum við ekki með fjármuni til að standa undir reikningum,“ segir hann.Íslandspóstur er að fullu í eigu ríkisins.Vísir/ArnþórAðspurður um hvort að Íslandspóstur muni eiga erfitt með að endurgreiða lánið komi það til segir hann svo vera. „Við höfum áhyggjur af því og höfum haft það í talsverðan tíma. Ástæðan er einfaldlega sú að póstþjónustukerfið eins og það er sett upp núna stendur ekki undir sér. Forsenda þess að geta greitt að lánum er að hafa tekjur umfram gjöld og öll sú þjónusta sem við veitum þarf að skila tekjum. En sú póstþjónusta sem við erum að veita á undanförnum árum hefur ekki gert það,“ segir hann. Hann bætir því við að öll póstfyrirtæki á Norðurlöndum glími við þennan vanda og segir ljóst að miklar breytingar verði á rekstri fyrirtækisins. „Það þarf að stokka upp reksturinn það hvort sem kemur til lánsins eður ei og enn frekar þarf að gera það þegar ný póstlög taka gildi og ákvörðun verður tekin um afnám einkaréttar. Einkarétturinn hefur það hlutverk að greiða niður alþjónustu þar sem hún stendur ekki undir sér og hann hefur ekki gert það undanfarin ár,“ segir Ingimundur að lokum. Fjárlög Íslandspóstur Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að stokka þurfi upp rekstur fyrirtækisins sem hefur ekki staðið undir sér undanfarin ár. Bréfsendingar hafa dregist saman um 15% á þessu ári sem er mun meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Nauðsynlegt sé að fá lán frá ríkissjóði en heimild um lán uppá einn komma fimm milljarða króna var felld út í annarri umræðu um fjárlagafrumvarpið á Alþingi í gær. Þá hafi íslandspóstur þurft að standa undir ófjármagnaðri byrði sem nemi árlega um 600 milljónum króna. Þetta hafi gert það að verkum að gengið hafi verið á varasjóði félagsins. „Áætlun fyrir þetta ár gerði ráð fyrir að bréfamagn færi um hendur Íslandspósts væri um 7% minni en á síðasta ári. Raunin er hins vegar sú að magnið er um 15% til 18% minna sem þýðir mun minni tekjur en gert var ráð fyrir. Það er ástæðan fyrir því að lausafé skorti. En dreifingarkerfið sem við vinnum eftir er bundið og erfitt að hnika því til nema með breytingum á reglugerðum og jafnvel lögum,“ segir Ingimundur. Þá hafi íslandspóstur þurft að standa undir ófjármagnaðri byrði sem nemi árlega um 600 milljónum króna. Þetta hafi gert það að verkum að gengið hafi verið á varasjóði félagsins. Ingimundur segir að ef lánið komi ekki til geti fyrirtækið ekki staðið við skuldbindingar sínar. „Þá erum við ekki með fjármuni til að standa undir reikningum,“ segir hann.Íslandspóstur er að fullu í eigu ríkisins.Vísir/ArnþórAðspurður um hvort að Íslandspóstur muni eiga erfitt með að endurgreiða lánið komi það til segir hann svo vera. „Við höfum áhyggjur af því og höfum haft það í talsverðan tíma. Ástæðan er einfaldlega sú að póstþjónustukerfið eins og það er sett upp núna stendur ekki undir sér. Forsenda þess að geta greitt að lánum er að hafa tekjur umfram gjöld og öll sú þjónusta sem við veitum þarf að skila tekjum. En sú póstþjónusta sem við erum að veita á undanförnum árum hefur ekki gert það,“ segir hann. Hann bætir því við að öll póstfyrirtæki á Norðurlöndum glími við þennan vanda og segir ljóst að miklar breytingar verði á rekstri fyrirtækisins. „Það þarf að stokka upp reksturinn það hvort sem kemur til lánsins eður ei og enn frekar þarf að gera það þegar ný póstlög taka gildi og ákvörðun verður tekin um afnám einkaréttar. Einkarétturinn hefur það hlutverk að greiða niður alþjónustu þar sem hún stendur ekki undir sér og hann hefur ekki gert það undanfarin ár,“ segir Ingimundur að lokum.
Fjárlög Íslandspóstur Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent