Besta núvitundin Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Ég rannsakaði skrif um núvitund í nótt, eftir að ég hafði hengt upp Georg Jensen jólaóróana, gúglað skápa í fataherbergið sem er í vinnslu og í leiðinni rekist á spennandi uppskrift að indversku linsu dahl (og þurfti þá að raða í kryddhilluna í leit að túrmerik). Ég sat við tölvuna og var reyndar að byrja á pistli. Skilafresturinn að nálgast en það er lögmál allra skilafresta að þeir framkalla keppniskraft við að teikna plön, flokka og ekki síst við vandaðar rannsóknir á netinu. Nýfundinn tölvupóstur (við tiltekt í pósthólfinu) leiddi til bakgrunnsrannsókna á höfundi póstsins. Á Facebook sá ég að hún borðaði humar í eplarjómasósu í forrétt á aðfangadag 2015. Kannski væri lag að prófa eplarjómasósu? Og af hverju er ristað brauð alltaf skorið í þríhyrning á jólunum? Það gat borgað sig fyrir skrifin að horfa aftur á viðtalið við Heimi Hallgríms hjá Loga. Heimir leggst nefnilega í bað þegar hann er að skipuleggja sig, alveg eins og ég. Ég bjó til nýjan lagalista, skrifin flæða örugglega við Let the River Run og dálítið passandi að kona pikkföst í núvitund noti lag úr Working Girl. Á YouTube rakst ég reyndar líka á uppáhaldssketsana með Monty Python. Hellti upp á Kosta Ríka kaffi sem tendrar fólk til að gera betur í lífinu. Er plastbann leiðin til að gera betur í lífinu? hugsaði ég þá og las mér til um hvort plastið sé raunverulega eitt og sér að eyða heiminum. Netrannsóknir segja að hamingja sé núvitund. Að þessu leyti lifi ég sterkt í núinu, ég geri það sem ég þarf að gera þegar þess þarf. Sterkasta núvitundin er svo þegar skilafresturinn skríður um æðarnar. Og tölvupósturinn sendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun
Ég rannsakaði skrif um núvitund í nótt, eftir að ég hafði hengt upp Georg Jensen jólaóróana, gúglað skápa í fataherbergið sem er í vinnslu og í leiðinni rekist á spennandi uppskrift að indversku linsu dahl (og þurfti þá að raða í kryddhilluna í leit að túrmerik). Ég sat við tölvuna og var reyndar að byrja á pistli. Skilafresturinn að nálgast en það er lögmál allra skilafresta að þeir framkalla keppniskraft við að teikna plön, flokka og ekki síst við vandaðar rannsóknir á netinu. Nýfundinn tölvupóstur (við tiltekt í pósthólfinu) leiddi til bakgrunnsrannsókna á höfundi póstsins. Á Facebook sá ég að hún borðaði humar í eplarjómasósu í forrétt á aðfangadag 2015. Kannski væri lag að prófa eplarjómasósu? Og af hverju er ristað brauð alltaf skorið í þríhyrning á jólunum? Það gat borgað sig fyrir skrifin að horfa aftur á viðtalið við Heimi Hallgríms hjá Loga. Heimir leggst nefnilega í bað þegar hann er að skipuleggja sig, alveg eins og ég. Ég bjó til nýjan lagalista, skrifin flæða örugglega við Let the River Run og dálítið passandi að kona pikkföst í núvitund noti lag úr Working Girl. Á YouTube rakst ég reyndar líka á uppáhaldssketsana með Monty Python. Hellti upp á Kosta Ríka kaffi sem tendrar fólk til að gera betur í lífinu. Er plastbann leiðin til að gera betur í lífinu? hugsaði ég þá og las mér til um hvort plastið sé raunverulega eitt og sér að eyða heiminum. Netrannsóknir segja að hamingja sé núvitund. Að þessu leyti lifi ég sterkt í núinu, ég geri það sem ég þarf að gera þegar þess þarf. Sterkasta núvitundin er svo þegar skilafresturinn skríður um æðarnar. Og tölvupósturinn sendur.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun