Kjaragæsin og kaupmáttareggin Ísak Einar Rúnarsson skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Einu sinni fyrir langa löngu í þorpi nokkru bjuggu verslunarmaður og verkakona með börnum sínum. Fjölskyldan hafði það nokkuð gott og vanhagaði um fátt. Þau áttu undurfagra kjaragæs sem verpti eggi á hverjum degi. Það var ekki venjulegt egg, heldur gullegg! Verslunarmanninum og verkakonunni hafði áskotnast gæsin eitt kvöldið. Það kvöld hafði hann ekki átt neitt í matinn og fór á stúfana. Eftir stutta leit sá hann útundan sér gæs og reyndist það auðveldur eftirleikur að ná henni. Verslunarmaðurinn og verkakonan hugsuðu sér gott til glóðarinnar enda veislumatur í huga fjölskyldunnar, en í þann mund sem þau ætlaðu að snúa gæsina úr hálsliðnum skrækti hún upp: „Ekki drepa mig, miskunnsama fólk, ég mun hjálpa ykkur.“ Undrandi stundu þau upp: „Hvernig getur þú hjálpað okkur?“ Gæsin svaraði því til að á hverjum degi myndi hún verpa gulleggi sem myndi falla í þeirra hlut. „En af hverju ætti ég að trúa þér? Þú gætir verið að ljúga,“ spurði verslunarmaðurinn en gæsin, snögg til svars, sagði honum að ef hún verpti ekki gullnu eggi daginn eftir gætu þau drepið hana. Verslunarmaðurinn og verkakonan féllust á þetta, þyrmdu gæsinni og viti menn, gæsin verpti gulleggi daginn eftir og alla daga þar eftir. Kaupmáttur fjölskyldunnar jókst hratt og leið ekki á löngu áður en þau urðu vel stæð. En eftir nokkur ár af gósentíð fór þeim að leiðast þófið. „Hvers vegna að sætta okkur við eitt egg á hverjum degi og bíða þess á milli eftir því næsta? Ef við ristum gæsina á hol þá hljótum við að ná öllum gullnu eggjunum út í einu!“ Verslunarmaðurinn og verkakonan biðu ekki boðanna. Strax um kvöldið sótti þau gæsina og skáru hana upp. En engin fundu þau gulleggin í kvið gæsarinnar. Í angist sinni kallaði verslunarmaðurinn upp yfir sig: „Hér eru engin egg og nú hef ég drepið gæsina sem sá fyrir mér og fjölskyldunni! Hvað hef ég gert?“ Og víkur þá að samtímanum. Frá 2014 hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna allra tekjutíunda aukist um meira en fimmtung og í dag eru allar líkur á að óvenju hraðri uppsveiflu sé að mestu lokið. Hvað ætli verkalýðsforystan geri við kjaragæsina og kaupmáttareggin á komandi kjaravetri? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ísak Rúnarsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Einu sinni fyrir langa löngu í þorpi nokkru bjuggu verslunarmaður og verkakona með börnum sínum. Fjölskyldan hafði það nokkuð gott og vanhagaði um fátt. Þau áttu undurfagra kjaragæs sem verpti eggi á hverjum degi. Það var ekki venjulegt egg, heldur gullegg! Verslunarmanninum og verkakonunni hafði áskotnast gæsin eitt kvöldið. Það kvöld hafði hann ekki átt neitt í matinn og fór á stúfana. Eftir stutta leit sá hann útundan sér gæs og reyndist það auðveldur eftirleikur að ná henni. Verslunarmaðurinn og verkakonan hugsuðu sér gott til glóðarinnar enda veislumatur í huga fjölskyldunnar, en í þann mund sem þau ætlaðu að snúa gæsina úr hálsliðnum skrækti hún upp: „Ekki drepa mig, miskunnsama fólk, ég mun hjálpa ykkur.“ Undrandi stundu þau upp: „Hvernig getur þú hjálpað okkur?“ Gæsin svaraði því til að á hverjum degi myndi hún verpa gulleggi sem myndi falla í þeirra hlut. „En af hverju ætti ég að trúa þér? Þú gætir verið að ljúga,“ spurði verslunarmaðurinn en gæsin, snögg til svars, sagði honum að ef hún verpti ekki gullnu eggi daginn eftir gætu þau drepið hana. Verslunarmaðurinn og verkakonan féllust á þetta, þyrmdu gæsinni og viti menn, gæsin verpti gulleggi daginn eftir og alla daga þar eftir. Kaupmáttur fjölskyldunnar jókst hratt og leið ekki á löngu áður en þau urðu vel stæð. En eftir nokkur ár af gósentíð fór þeim að leiðast þófið. „Hvers vegna að sætta okkur við eitt egg á hverjum degi og bíða þess á milli eftir því næsta? Ef við ristum gæsina á hol þá hljótum við að ná öllum gullnu eggjunum út í einu!“ Verslunarmaðurinn og verkakonan biðu ekki boðanna. Strax um kvöldið sótti þau gæsina og skáru hana upp. En engin fundu þau gulleggin í kvið gæsarinnar. Í angist sinni kallaði verslunarmaðurinn upp yfir sig: „Hér eru engin egg og nú hef ég drepið gæsina sem sá fyrir mér og fjölskyldunni! Hvað hef ég gert?“ Og víkur þá að samtímanum. Frá 2014 hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna allra tekjutíunda aukist um meira en fimmtung og í dag eru allar líkur á að óvenju hraðri uppsveiflu sé að mestu lokið. Hvað ætli verkalýðsforystan geri við kjaragæsina og kaupmáttareggin á komandi kjaravetri?
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun