Telur Icelandair undirverðlagt um 34% Helgi Vífill Júlíusson skrifar 21. nóvember 2018 08:00 Capacent segir að rekstraráætlanir Icelandair hafi verið út og suður síðustu ár og að flugfélagið hafi kerfisbundið ofspáð um rekstrarafkomu sína síðustu tvö ár. Vísir/Vilhelm Capacent metur gengi Icelandair Group á 16,3 eða 34 prósentum hærra en markaðsgengi félagsins í gær. Verðmatið, sem birtist á föstudaginn, hækkaði um 25 prósent frá síðasta mati sem birt var 20. ágúst. Hækkunina má einkum rekja til þess að krónan hefur veikst um 15 prósent gagnvart dollar. Það leiðir til lægri launakostnaðar sem hlutfalls af tekjum sem hækkar verðmatið mikið. Reiknað er með að hlutfallið verði 27 prósent á spátímabilinu samanborið við 32 prósent á fyrstu níu mánuðum ársins. Meðaltal síðustu fimm ára er 26 prósent. Capacent reynir hvorki að spá fyrir um gengisþróun krónu né olíuverð heldur byggir á olíukostnaði og meðaltali af tekjum af flugfargjöldum síðustu fimm ára. Capacent segir að rekstraráætlanir Icelandair hafi verið út og suður síðustu ár og að flugfélagið hafi kerfisbundið ofspáð um rekstrarafkomu sína síðustu tvö ár. Það komi svo sem ekki á óvart. Þegar spáð sé um afkomu Icelandair þurfi að spá fyrir með nákvæmum hætti um þróun krónunnar og olíuverðs. „Það er því ákveðin tegund skopskyns að ætla að spá fyrir um rekstrarafkomu Icelandair. Sveiflur í rekstraráætlun félagsins sjálfs hafa verið yfir 50 prósent það sem af er ári en ætla mætti að stjórnendur hefðu bestu mögulegar upplýsingar,“ segir í greiningunni. „Flugmarkaður er sveiflukenndur og fjárfestingafrekur og getur lítið frávík í forsendum t.d. er varðar olíuverð haft mikil áhrif á rekstrarafkomu og verðmat. Þessu til viðbótar bætist við áhættan af mjög sveiflukenndri smámynd hjá íslenskum flugfélögum.“ Fram kemur í greiningunni að mikil tækifæri felist í sameiningu við WOW fyrir Icelandair ef samruninn verður samþykktur af Samkeppniseftirlitinu. „Jafnljóst er að tíma mun taka að samþætta fyrirtækin og er dýr sameining í vændum.“ Óvarlegt sé að gera verðmat á sameinuðu félagi að svo stöddu. Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Capacent metur gengi Icelandair Group á 16,3 eða 34 prósentum hærra en markaðsgengi félagsins í gær. Verðmatið, sem birtist á föstudaginn, hækkaði um 25 prósent frá síðasta mati sem birt var 20. ágúst. Hækkunina má einkum rekja til þess að krónan hefur veikst um 15 prósent gagnvart dollar. Það leiðir til lægri launakostnaðar sem hlutfalls af tekjum sem hækkar verðmatið mikið. Reiknað er með að hlutfallið verði 27 prósent á spátímabilinu samanborið við 32 prósent á fyrstu níu mánuðum ársins. Meðaltal síðustu fimm ára er 26 prósent. Capacent reynir hvorki að spá fyrir um gengisþróun krónu né olíuverð heldur byggir á olíukostnaði og meðaltali af tekjum af flugfargjöldum síðustu fimm ára. Capacent segir að rekstraráætlanir Icelandair hafi verið út og suður síðustu ár og að flugfélagið hafi kerfisbundið ofspáð um rekstrarafkomu sína síðustu tvö ár. Það komi svo sem ekki á óvart. Þegar spáð sé um afkomu Icelandair þurfi að spá fyrir með nákvæmum hætti um þróun krónunnar og olíuverðs. „Það er því ákveðin tegund skopskyns að ætla að spá fyrir um rekstrarafkomu Icelandair. Sveiflur í rekstraráætlun félagsins sjálfs hafa verið yfir 50 prósent það sem af er ári en ætla mætti að stjórnendur hefðu bestu mögulegar upplýsingar,“ segir í greiningunni. „Flugmarkaður er sveiflukenndur og fjárfestingafrekur og getur lítið frávík í forsendum t.d. er varðar olíuverð haft mikil áhrif á rekstrarafkomu og verðmat. Þessu til viðbótar bætist við áhættan af mjög sveiflukenndri smámynd hjá íslenskum flugfélögum.“ Fram kemur í greiningunni að mikil tækifæri felist í sameiningu við WOW fyrir Icelandair ef samruninn verður samþykktur af Samkeppniseftirlitinu. „Jafnljóst er að tíma mun taka að samþætta fyrirtækin og er dýr sameining í vændum.“ Óvarlegt sé að gera verðmat á sameinuðu félagi að svo stöddu.
Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira