Einn besti leikur í sögu NFL-deildarinnar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. nóvember 2018 08:30 Leikmenn Rams fagna eftir að Marcus Peters, fyrrum leikmaður Kansas, hafði stolið boltanum undir lok leiksins. vísir/getty Mánudagsleikurinn í NFL-deildinni stóð heldur betur undir væntingum enda ótrúleg skemmtun og sögulegur þess utan. 105 stig voru skoruð í leiknum sem er það þriðja mesta í sögu deildarinnar. Í leiknum voru að mætast tvö bestu lið deildarinnar, LA Rams og Kansas City Chiefs. Bæði lið höfðu unnið níu leiki og tapað einum fyrir nóttina. Leiknum stórkostlega lyktaði með 54-51 sigri Rams. Ævintýralegt. Það var ekki bara mikið skorað heldur var leikurinn æsispennandi alveg til enda. Staðan í leikhléi var 23-23. Undir lokin brást hinn magnaði leikstjórnandi Kansas City Chiefs, Patrick Mahomes, en hann kastaði boltanum frá sér í síðustu tveimur sóknum liðsins. Tölurnar í þessum leik eru ruglaðar. Það voru skoruð 14 snertimörk í leiknum og liðin náðu 1.001 jördum samtals. Þetta var stigahæsti mánudagsleikur sögunnar og sá þriðji stigahæsti frá upphafi. Metið frá 1966 er 113 stig. Þetta er aftur á móti í fyrsta sinn í sögu NFL-deildarinnar sem tvö lið skora yfir 50 stig í leik. Þó svo mikið hafi verið skorað stóðu varnirnar sig ágætlega og náðu báðar að skora. Rams-vörnin skoraði tvö snertimörk.Mahomes og Goff faðmast eftir leik. Ótrúlegir leikmenn og framtíð deildarinnar.vísir/gettyJared Goff, leikstjórnandi Rams, var með 413 jarda og 4 snertimörk í leiknum. Hann hljóp líka sjálfur fyrir einu snertimarki. Brandin Cooks greip flesta jarda, 107, en náði ekki að skora. Útherjinn Gerald Everett greip aftur á móti tvo bolta fyrir snertimarki. Mahomes átti skrautlegan leik. 478 jardar og 6 snertimörk takk fyrir. Hann kastaði boltanum aftur á móti þrisvar frá sér og tvisvar náði vörnin að slá boltann úr höndum hans og skora. Það var of dýrt í svona svakalegum leik. Útherjinn Tyreek Hill var með litla 215 jarda og tvö snertimörk. Innherjinn Travis Kelce var með 127 gripna jarda og eitt snertimark. Margir með stórleik.Hér má sjá öll helstu tilþrif leiksins. Óhætt er að mæla með þessari klippu. NFL Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Á endanum vinnum við þennan leik bara verðskuldað“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ „Finnst við búnir að koma Njarðvík á fótboltakortið hérna á Íslandi“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Sjá meira
Mánudagsleikurinn í NFL-deildinni stóð heldur betur undir væntingum enda ótrúleg skemmtun og sögulegur þess utan. 105 stig voru skoruð í leiknum sem er það þriðja mesta í sögu deildarinnar. Í leiknum voru að mætast tvö bestu lið deildarinnar, LA Rams og Kansas City Chiefs. Bæði lið höfðu unnið níu leiki og tapað einum fyrir nóttina. Leiknum stórkostlega lyktaði með 54-51 sigri Rams. Ævintýralegt. Það var ekki bara mikið skorað heldur var leikurinn æsispennandi alveg til enda. Staðan í leikhléi var 23-23. Undir lokin brást hinn magnaði leikstjórnandi Kansas City Chiefs, Patrick Mahomes, en hann kastaði boltanum frá sér í síðustu tveimur sóknum liðsins. Tölurnar í þessum leik eru ruglaðar. Það voru skoruð 14 snertimörk í leiknum og liðin náðu 1.001 jördum samtals. Þetta var stigahæsti mánudagsleikur sögunnar og sá þriðji stigahæsti frá upphafi. Metið frá 1966 er 113 stig. Þetta er aftur á móti í fyrsta sinn í sögu NFL-deildarinnar sem tvö lið skora yfir 50 stig í leik. Þó svo mikið hafi verið skorað stóðu varnirnar sig ágætlega og náðu báðar að skora. Rams-vörnin skoraði tvö snertimörk.Mahomes og Goff faðmast eftir leik. Ótrúlegir leikmenn og framtíð deildarinnar.vísir/gettyJared Goff, leikstjórnandi Rams, var með 413 jarda og 4 snertimörk í leiknum. Hann hljóp líka sjálfur fyrir einu snertimarki. Brandin Cooks greip flesta jarda, 107, en náði ekki að skora. Útherjinn Gerald Everett greip aftur á móti tvo bolta fyrir snertimarki. Mahomes átti skrautlegan leik. 478 jardar og 6 snertimörk takk fyrir. Hann kastaði boltanum aftur á móti þrisvar frá sér og tvisvar náði vörnin að slá boltann úr höndum hans og skora. Það var of dýrt í svona svakalegum leik. Útherjinn Tyreek Hill var með litla 215 jarda og tvö snertimörk. Innherjinn Travis Kelce var með 127 gripna jarda og eitt snertimark. Margir með stórleik.Hér má sjá öll helstu tilþrif leiksins. Óhætt er að mæla með þessari klippu.
NFL Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Á endanum vinnum við þennan leik bara verðskuldað“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ „Finnst við búnir að koma Njarðvík á fótboltakortið hérna á Íslandi“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Sjá meira