Viðurkennum fíknivandann og tækifærin til úrbóta Egill Þór Jónsson skrifar 20. nóvember 2018 07:00 Í dag, 20. nóvember, mun ég f.h. Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur flytja tillögu á borgarstjórnarfundi um að auka fjármagn til SÁÁ vegna skorts á stuðningi og úrræðum fyrir ákveðna hópa með fíknivanda. Um er ræða 140 milljóna króna aukningu á framlagi borgarinnar til samtakanna. Til að fjármagna tillöguna leggjum við til að skorið verði niður í miðlægri stjórnsýslu Reykjavíkur en rekstrarkostnaður þar hljóðar upp á rúma 5,8 milljarða króna. Tillagan felur í sér:a. Búsetu og meðferðarúrræði fyrir tíu konur með alvarlega fíknisjúkdóma.b. Stuðning og sálfræðiþjónustu við börn á aldrinum 8-18 sem eru aðstandendur fólks með fíknisjúkdóm, auk sérhæfðs stuðnings með áherslu á foreldrafærni í þeirri viðleitni að styðja foreldra til bata.c. Þjónustu við einstaklinga 25 ára og yngri sem eiga í áfengis- og fíknivanda.d. Sérhæfðri eftirfylgni og stuðningsþjónustu við einstaklinga á aldrinum 50-75 ára með langvarandi fíknivanda.Kominn tími til að jafna hlut kynjanna Í fyrsta lagi er mikilvægt að jafna hlut kynjanna hvað varðar búsetúrræði fyrir konur í fíknivanda. Reykjavíkurborg tekur þátt í rekstri sambærilegs úrræðis fyrir karlmenn í samstarfi við SÁÁ og félagsmálaráðuneytið en ekki er neitt slíkt úrræði að finna fyrir konur. Sterkir innviðir og sérfræðiþekking SÁÁ mun koma til með að nýtast vel við að koma slíku úrræði á laggirnar hið fyrsta og hjálpa konunum að lifa án vímuefna. Í anna stað þarf að veita foreldrum með fíknivanda meiri þjónustu í formi fræðslu og eftirfylgni að lokinni meðferð, um leið og hlúa þarf að börnum foreldra með fíknivanda. Í þriðja lagi er nauðsynlegt að auka þjónusta við einstaklinga 25 ára og yngri í formi snemmíhlutunar en meðferðar og eftirfylgni gæti dregið úr líkum á að ungir einstaklingar þrói með sér fíknisjúkdóm. Enn fremur gæti eftirfylgni eftir meðferð hjálpað fólki með fíknivanda út í lífið á ný án vímuefna. Í fjórða og síðasta lagi er nauðsynlegt að auka þjónusta við einstaklinga með langvarandi fíknisjúkdóma á aldrinum 50-75 ára. Sú þjónusta kallar á yfirgripsmikla stuðningsþjónustu vegna aldurstengdra viðfangsefna á sviði félagslegrar stöðu og líkamlegra kvilla. Með markvissri eftirfylgni að lokinni meðferð er þjónusta sem vinnur gegn einangrun, stuðlar að virkni og veitir aðstoð við lífsstílsbreytingar án vímuefna skref í rétta átt.Viðurkenning á breyttu samfélagsmynstri Sóknarfæri borgarinnar felast í að auka þjónustu fyrir Reykvíkinga með víðtækari félagslegri þjónustu við viðkvæma hópa samfélagsins. Það verði gert með því að vinna markvisst að forvarnarstarfi og snemmíhlutun þeirra sem eru í áhættuhóp. Þá er ekki síður mikilvægt að stuðla að markvissri vinnu og eftirfylgni einstaklinga að lokinni meðferð til að hjálpa þeim aftur út í lífið án vímuefna. Ávinningur aukinnar þjónustu er ekki aðeins samfélaginu til heilla, heldur væri það viðurkenning á breyttu samfélagsmynstri síðustu ára. Fjárhagslegur ávinningur fyrir samfélagið er mikill ef til tekst að koma í veg fyrir hvers konar neyslu vímuefna. Algengar tölur sem nefndar eru í því samhengi er að hver króna sem lögð er í meðferðarstarf er fengin sjö sinnum til baka. Þó er hlutfall þeirra sem þurfa á endurinnlögn að halda nokkuð hátt. Þjónusta við ofangreinda hópa gæti fækkað endurkomum í meðferðir og komið í veg fyrir að fólk myndi þróa með sér fíknisjúkdóm. Samfélagslegur ávinningur þess að fólk haldi virkni í samfélaginu er oft á tíðum vanmetin. Iðulega er horft á kostnaðinn við að koma fólki aftur til virkni en allt of sjaldan er litið til ávinningsins. Sem dæmi má nefna Virk starfsendurhæfingu, en árið 2016 var rekstrarkostnaður starfseminnar 2,4 milljarðar en ávinningur af starfseminni metinn á 13,6 milljarða.Þjóðhagslegur kostnaður er 75 – 80 milljarðar Þegar horft er til annara upplýsinga um kostnað samfélagsins vegna fíknivandans komu sláandi niðurstöður í ljós í meistararitgerð Ara Matthíassonar frá árinu 2010 um þjóðhagslega byrgði áfengis- og vímuefnanotkunar. Reyndist þjóðhagslegur kostnaður þess vera 46-49 milljarðar króna árið 2008 að undanskildum kostnaði við ótímabær dauðsföll. Ef þær fjárhæðir eru færðar yfir á verðlag dagsins í dag eru það u.þ.b. 75 – 80 milljarðar, auk þess sem vandinn hefur aukist. Fólk með fíknivanda og fjölskyldur þeirra eiga skilið að stjórnvöld viðurkenni alvarleika málsins. Verði tillagan samþykkt er hægt að nýta sérfræðiþekkingu, innviði og reynslu SÁÁ til margra ára og koma þessum tillögum í framkvæmd hið fyrsta. Enda ríkir mikill vilji af þeirra hálfu til aukins samstarfs við Reykjavíkurborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Egill Þór Jónsson Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í dag, 20. nóvember, mun ég f.h. Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur flytja tillögu á borgarstjórnarfundi um að auka fjármagn til SÁÁ vegna skorts á stuðningi og úrræðum fyrir ákveðna hópa með fíknivanda. Um er ræða 140 milljóna króna aukningu á framlagi borgarinnar til samtakanna. Til að fjármagna tillöguna leggjum við til að skorið verði niður í miðlægri stjórnsýslu Reykjavíkur en rekstrarkostnaður þar hljóðar upp á rúma 5,8 milljarða króna. Tillagan felur í sér:a. Búsetu og meðferðarúrræði fyrir tíu konur með alvarlega fíknisjúkdóma.b. Stuðning og sálfræðiþjónustu við börn á aldrinum 8-18 sem eru aðstandendur fólks með fíknisjúkdóm, auk sérhæfðs stuðnings með áherslu á foreldrafærni í þeirri viðleitni að styðja foreldra til bata.c. Þjónustu við einstaklinga 25 ára og yngri sem eiga í áfengis- og fíknivanda.d. Sérhæfðri eftirfylgni og stuðningsþjónustu við einstaklinga á aldrinum 50-75 ára með langvarandi fíknivanda.Kominn tími til að jafna hlut kynjanna Í fyrsta lagi er mikilvægt að jafna hlut kynjanna hvað varðar búsetúrræði fyrir konur í fíknivanda. Reykjavíkurborg tekur þátt í rekstri sambærilegs úrræðis fyrir karlmenn í samstarfi við SÁÁ og félagsmálaráðuneytið en ekki er neitt slíkt úrræði að finna fyrir konur. Sterkir innviðir og sérfræðiþekking SÁÁ mun koma til með að nýtast vel við að koma slíku úrræði á laggirnar hið fyrsta og hjálpa konunum að lifa án vímuefna. Í anna stað þarf að veita foreldrum með fíknivanda meiri þjónustu í formi fræðslu og eftirfylgni að lokinni meðferð, um leið og hlúa þarf að börnum foreldra með fíknivanda. Í þriðja lagi er nauðsynlegt að auka þjónusta við einstaklinga 25 ára og yngri í formi snemmíhlutunar en meðferðar og eftirfylgni gæti dregið úr líkum á að ungir einstaklingar þrói með sér fíknisjúkdóm. Enn fremur gæti eftirfylgni eftir meðferð hjálpað fólki með fíknivanda út í lífið á ný án vímuefna. Í fjórða og síðasta lagi er nauðsynlegt að auka þjónusta við einstaklinga með langvarandi fíknisjúkdóma á aldrinum 50-75 ára. Sú þjónusta kallar á yfirgripsmikla stuðningsþjónustu vegna aldurstengdra viðfangsefna á sviði félagslegrar stöðu og líkamlegra kvilla. Með markvissri eftirfylgni að lokinni meðferð er þjónusta sem vinnur gegn einangrun, stuðlar að virkni og veitir aðstoð við lífsstílsbreytingar án vímuefna skref í rétta átt.Viðurkenning á breyttu samfélagsmynstri Sóknarfæri borgarinnar felast í að auka þjónustu fyrir Reykvíkinga með víðtækari félagslegri þjónustu við viðkvæma hópa samfélagsins. Það verði gert með því að vinna markvisst að forvarnarstarfi og snemmíhlutun þeirra sem eru í áhættuhóp. Þá er ekki síður mikilvægt að stuðla að markvissri vinnu og eftirfylgni einstaklinga að lokinni meðferð til að hjálpa þeim aftur út í lífið án vímuefna. Ávinningur aukinnar þjónustu er ekki aðeins samfélaginu til heilla, heldur væri það viðurkenning á breyttu samfélagsmynstri síðustu ára. Fjárhagslegur ávinningur fyrir samfélagið er mikill ef til tekst að koma í veg fyrir hvers konar neyslu vímuefna. Algengar tölur sem nefndar eru í því samhengi er að hver króna sem lögð er í meðferðarstarf er fengin sjö sinnum til baka. Þó er hlutfall þeirra sem þurfa á endurinnlögn að halda nokkuð hátt. Þjónusta við ofangreinda hópa gæti fækkað endurkomum í meðferðir og komið í veg fyrir að fólk myndi þróa með sér fíknisjúkdóm. Samfélagslegur ávinningur þess að fólk haldi virkni í samfélaginu er oft á tíðum vanmetin. Iðulega er horft á kostnaðinn við að koma fólki aftur til virkni en allt of sjaldan er litið til ávinningsins. Sem dæmi má nefna Virk starfsendurhæfingu, en árið 2016 var rekstrarkostnaður starfseminnar 2,4 milljarðar en ávinningur af starfseminni metinn á 13,6 milljarða.Þjóðhagslegur kostnaður er 75 – 80 milljarðar Þegar horft er til annara upplýsinga um kostnað samfélagsins vegna fíknivandans komu sláandi niðurstöður í ljós í meistararitgerð Ara Matthíassonar frá árinu 2010 um þjóðhagslega byrgði áfengis- og vímuefnanotkunar. Reyndist þjóðhagslegur kostnaður þess vera 46-49 milljarðar króna árið 2008 að undanskildum kostnaði við ótímabær dauðsföll. Ef þær fjárhæðir eru færðar yfir á verðlag dagsins í dag eru það u.þ.b. 75 – 80 milljarðar, auk þess sem vandinn hefur aukist. Fólk með fíknivanda og fjölskyldur þeirra eiga skilið að stjórnvöld viðurkenni alvarleika málsins. Verði tillagan samþykkt er hægt að nýta sérfræðiþekkingu, innviði og reynslu SÁÁ til margra ára og koma þessum tillögum í framkvæmd hið fyrsta. Enda ríkir mikill vilji af þeirra hálfu til aukins samstarfs við Reykjavíkurborg.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun