Hlaðvarp um krabbamein Benedikt Bóas skrifar 20. nóvember 2018 07:00 Hulda Hjálmarsdóttir, formaður Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastýra Krafts, segir að 20 ára afmælisár félagsins verði stútfullt af viðburðum og fróðleik. Meðal þess sem verður gert eru 10-12 hlaðvarpsþættir en fyrsti þátturinn verður tekinn upp í dag. „Félagsmenn okkar búa yfir svo ótrúlega víðtækri reynslu sem getur nýst öðrum til góðs. Viðhorf okkar félagsmanna eru eftirtektarverð og markmiðið er að fræða fólk sem er í þessum sporum um hvað maður er að takast á við,“ segir Hulda. Hún segir að planið sé að ræða opinskátt um hvernig það sé að vera í þessum aðstæðum og finna alla mögulega vinkla til að tala um. Meðal annars verður rætt um kynlíf, útlitsbreytingu, börn, aðstandendur og fleira. „Herbert Mckenzie verður umsjónarmaður en hann hefur verið með hlaðvarpið Prímatekið. Mér fannst það betra að fá einhvern sem stendur utan við félagið til að sjá um þetta. Ef þetta væri ég til dæmis, myndi ég spyrja öðruvísi en hann sem stendur utan við.“ Hlaðvarpið er aðeins hluti af dagskránni sem verður yfir afmælisárið en það mun byrja með pompi og prakt þann 12. janúar þegar hátíðin Lífið er núna verður haldin fyrir félagsmenn. „Við erum alltaf að minna hvert annað á að njóta líðandi stundar með því að skapa vettvang þar sem fólk getur komið saman til að skapa góðar minningar, hvort sem það er með viðburðum eða sögum sem endurspegla að njóta skal líðandi stundar og að lífið sé núna eins og armböndin okkar minna á.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég ætla rétt að vona að það sé ekki verið að stríða mér hérna“ Lífið Einn og einn Lite bjór ekki að fara að drepa þig Lífið Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Tíska og hönnun Hefur mikinn áhuga á slökkviliðinu Lífið Tíðarhringstakturinn magnaður upp á Kjarvalsstöðum Lífið Börn eigi ekki að ilma Lífið Hvað skal gera þegar ADHD makans er að eyðileggja sambandið? Lífið Heimir selur íbúð í 101 Lífið Glæsilegar fermingargjafir sem endast vel Lífið samstarf Eftirlætis lasagna fjölskyldunnar Lífið Fleiri fréttir Eftirlætis lasagna fjölskyldunnar Einn og einn Lite bjór ekki að fara að drepa þig Tíðarhringstakturinn magnaður upp á Kjarvalsstöðum Heimir selur íbúð í 101 Fermingardressið fyrir hann „Ég ætla rétt að vona að það sé ekki verið að stríða mér hérna“ Hefur mikinn áhuga á slökkviliðinu Hvað skal gera þegar ADHD makans er að eyðileggja sambandið? Ælan hafi verið afleiðing matareitrunar Fermingardressið fyrir hana Hljóp maraþon á lygilegum tíma í bleikri múnderingu Paul Young var þungt haldinn eftir beinbrot Opnar sig í fyrsta skipti um hegðun Måns Komin til að vera í Miami: „Ég er ekki að fara neitt“ Ældi á hliðarlínunni Elle Woods er fyrirmyndin Börn eigi ekki að ilma Viðurkennir í hljóðupptöku að hafa tekið kærustuna kverkataki Nadine tekin í bólinu og Marta María um leið Måns mættur á markaðinn Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Þurfi að stappa stálinu í unga karla en ekki tala þá niður Helga og Arnar gáfu syninum nafn Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Belgísk verðlaunaleikkona látin Leitar enn að fallegasta stað í heimi Sjá meira
Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastýra Krafts, segir að 20 ára afmælisár félagsins verði stútfullt af viðburðum og fróðleik. Meðal þess sem verður gert eru 10-12 hlaðvarpsþættir en fyrsti þátturinn verður tekinn upp í dag. „Félagsmenn okkar búa yfir svo ótrúlega víðtækri reynslu sem getur nýst öðrum til góðs. Viðhorf okkar félagsmanna eru eftirtektarverð og markmiðið er að fræða fólk sem er í þessum sporum um hvað maður er að takast á við,“ segir Hulda. Hún segir að planið sé að ræða opinskátt um hvernig það sé að vera í þessum aðstæðum og finna alla mögulega vinkla til að tala um. Meðal annars verður rætt um kynlíf, útlitsbreytingu, börn, aðstandendur og fleira. „Herbert Mckenzie verður umsjónarmaður en hann hefur verið með hlaðvarpið Prímatekið. Mér fannst það betra að fá einhvern sem stendur utan við félagið til að sjá um þetta. Ef þetta væri ég til dæmis, myndi ég spyrja öðruvísi en hann sem stendur utan við.“ Hlaðvarpið er aðeins hluti af dagskránni sem verður yfir afmælisárið en það mun byrja með pompi og prakt þann 12. janúar þegar hátíðin Lífið er núna verður haldin fyrir félagsmenn. „Við erum alltaf að minna hvert annað á að njóta líðandi stundar með því að skapa vettvang þar sem fólk getur komið saman til að skapa góðar minningar, hvort sem það er með viðburðum eða sögum sem endurspegla að njóta skal líðandi stundar og að lífið sé núna eins og armböndin okkar minna á.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég ætla rétt að vona að það sé ekki verið að stríða mér hérna“ Lífið Einn og einn Lite bjór ekki að fara að drepa þig Lífið Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Tíska og hönnun Hefur mikinn áhuga á slökkviliðinu Lífið Tíðarhringstakturinn magnaður upp á Kjarvalsstöðum Lífið Börn eigi ekki að ilma Lífið Hvað skal gera þegar ADHD makans er að eyðileggja sambandið? Lífið Heimir selur íbúð í 101 Lífið Glæsilegar fermingargjafir sem endast vel Lífið samstarf Eftirlætis lasagna fjölskyldunnar Lífið Fleiri fréttir Eftirlætis lasagna fjölskyldunnar Einn og einn Lite bjór ekki að fara að drepa þig Tíðarhringstakturinn magnaður upp á Kjarvalsstöðum Heimir selur íbúð í 101 Fermingardressið fyrir hann „Ég ætla rétt að vona að það sé ekki verið að stríða mér hérna“ Hefur mikinn áhuga á slökkviliðinu Hvað skal gera þegar ADHD makans er að eyðileggja sambandið? Ælan hafi verið afleiðing matareitrunar Fermingardressið fyrir hana Hljóp maraþon á lygilegum tíma í bleikri múnderingu Paul Young var þungt haldinn eftir beinbrot Opnar sig í fyrsta skipti um hegðun Måns Komin til að vera í Miami: „Ég er ekki að fara neitt“ Ældi á hliðarlínunni Elle Woods er fyrirmyndin Börn eigi ekki að ilma Viðurkennir í hljóðupptöku að hafa tekið kærustuna kverkataki Nadine tekin í bólinu og Marta María um leið Måns mættur á markaðinn Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Þurfi að stappa stálinu í unga karla en ekki tala þá niður Helga og Arnar gáfu syninum nafn Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Belgísk verðlaunaleikkona látin Leitar enn að fallegasta stað í heimi Sjá meira