Inga óttast ekki helmings fækkun í þingflokknum Heimir Már Pétursson og Kjartan Kjartansson skrifa 30. nóvember 2018 19:15 Formaður Flokks fólksins óttast ekki helmings fækkun þingmanna flokksins eftir að formaður og varaformaður þingflokksins voru reknir í kjölfar Klaustursupptakanna svonefndu á stjórnarfundi í dag. Það gerist ekki á hverjum degi að þingmenn séu reknir úr flokkum sínum en stjórn Flokks fólksins ákvað endanlega í dag að vísa þeim Karli Gauta Hjaltasyni og Ólafi Ísleifssyni úr flokknum. Ástæðan er fréttir af samtali þeirra tveggja og fjögurra þingmanna Miðflokksins á barnum Klaustri þar sem óviðeigandi orð voru höfð um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins og fleiri konur í stjórnmálum. Þeir draga hins vegar lögmæti fundarins í efa þar sem ekki hafi verið boðað til hans með tveggja sólarhrings fyrirvara eins og lög flokksins kveði á um. Inga Sæland formaður flokksins, segir einnig tekið fram í lögum flokksins að það teljist löglega boðaður stjórnarfundur ef meirihluti stjórnar sé mættur til fundarins. „Þessi klásúla er sérstaklega sett inn einmitt til þess að styðja við það ef koma upp einhver þau atvik sem verða þess valdandi að við þurfum að kalla stjórn saman með skemmri tíma. Það væri léleg stjórn sem hefði ekki tækifæri til að hittast nema með tveggja sólarhringa fyrirvara ef eitthvað út af brigði. Þannig að við klikkum ekki á samþykktunum okkar í Flokki fólksins,” segir Inga. Karl Gauti er ekki sáttur við þessa niðurstöðu. „Mér finnst þetta mjög fljótfærnislegt. Ég held að menn eigi aðeins að anda með nefninu og gefa okkur tækifæri til að tala við okkar bakland og okkar kjósendur og undirbúa okkar andmæli við þessu. Þessari ákvörðun sem virðist vera ansi ítarleg og harkarleg,” segir Karl Gauti.Tvímenningarnir hafa enn réttindi á þingi Þetta þýðir ekki að þeir Karl Gauti og Ólafur Ísleifsson missi þingsæti sín því þeir hafa verið kosnir til að gegna þingmennsku út kjörtímabilið og eiga það eins og aðrir þingmenn einungis við samvisku sína hvort þeir sitji áfram eða segi af sér. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir við Vísi að tvímenningarnir geti ekki stofnað eigin þingflokk en þeir njóti áfram réttinda. Þannig eigi þeir rétt á sætum í þingnefndum og að taka þátt í útvarpsumræðum. Sem þingmenn utan þingflokka eigi þeir aftur á móti ekki aðild að stjórn þingsins eins og forystumenn þingflokka eiga. Ljóst er að bæði formaður Flokks fólksins og fjórði þingmaðurinn Guðmundur Ingi Kristinsson sem og meirihluti stjórnar flokksins vilja að tvímenningarnir segi af sér. Þannig gætu varaþingmenn tekið þeirra sæti og Flokkur fólksins hefði áfram fjóra þingmenn. „Ég met það nú svoleiðis að þeir eigi einfaldlega að segja af sér. Eins og ég segi ég var orðlaus yfir þessu sem gekk á þarna á þessum bar. Ég er loksins farinn að getað tjáð mig um þetta en það sem fór fram þarna fram er gersamlega langt út fyrir allt siðferði,” segir Guðmundur Ingi. Karl Gauti telur mögulegt að hægt hefði verið að ná sáttum innan flokksins og það hefði verið mikilvægt fyrir þau mikilvægu málefni sem flokkurinn berjist fyrir. „Það er engin nýlunda í stjórnmálum hvorki hér á landi eða annars staðar að mönnum greini á innan eigin flokks. Við sátum of lengi en við yfirgáfum fundinn fyrstir manna,” segir Karl Gauti. Þá hafi hann beðið Ingu Sæland afsökunar á sínum þætti Klausturmálsins. Fækkun þingmanna úr fjórum í tvo breytir bæði stöðu flokksins inni á Alþingi sem og fjárhag hans þar sem framlög til þingflokka ráðast af fjölda þingmanna. „Það er allt breytingum háð en við sjáum hvað setur. Við erum til í hvaða áskoranir sem er við Guðmundur Ingi. Við erum alveg órög við hvað eina,” segir Inga Sæland. Í þingsköpum er kveðið á um að í þingflokki skuli vera að minnsta kosti þrír þingmenn. Helgi skrifstofustjóri Alþingis segir að Flokkur fólksins missi ekki stöðu sína í þinginu þrátt fyrir að telja nú aðeins tvo þingmenn þar sem þingflokkurinn hafi þegar verið stofnaður eftir kosningar af fjórum þingmönnum. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45 Karl Gauti og Ólafur reknir úr Flokki fólksins Stjórn Flokks Fólksins hefur tekið þá ákvörðun að reka Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson úr Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 16:43 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Formaður Flokks fólksins óttast ekki helmings fækkun þingmanna flokksins eftir að formaður og varaformaður þingflokksins voru reknir í kjölfar Klaustursupptakanna svonefndu á stjórnarfundi í dag. Það gerist ekki á hverjum degi að þingmenn séu reknir úr flokkum sínum en stjórn Flokks fólksins ákvað endanlega í dag að vísa þeim Karli Gauta Hjaltasyni og Ólafi Ísleifssyni úr flokknum. Ástæðan er fréttir af samtali þeirra tveggja og fjögurra þingmanna Miðflokksins á barnum Klaustri þar sem óviðeigandi orð voru höfð um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins og fleiri konur í stjórnmálum. Þeir draga hins vegar lögmæti fundarins í efa þar sem ekki hafi verið boðað til hans með tveggja sólarhrings fyrirvara eins og lög flokksins kveði á um. Inga Sæland formaður flokksins, segir einnig tekið fram í lögum flokksins að það teljist löglega boðaður stjórnarfundur ef meirihluti stjórnar sé mættur til fundarins. „Þessi klásúla er sérstaklega sett inn einmitt til þess að styðja við það ef koma upp einhver þau atvik sem verða þess valdandi að við þurfum að kalla stjórn saman með skemmri tíma. Það væri léleg stjórn sem hefði ekki tækifæri til að hittast nema með tveggja sólarhringa fyrirvara ef eitthvað út af brigði. Þannig að við klikkum ekki á samþykktunum okkar í Flokki fólksins,” segir Inga. Karl Gauti er ekki sáttur við þessa niðurstöðu. „Mér finnst þetta mjög fljótfærnislegt. Ég held að menn eigi aðeins að anda með nefninu og gefa okkur tækifæri til að tala við okkar bakland og okkar kjósendur og undirbúa okkar andmæli við þessu. Þessari ákvörðun sem virðist vera ansi ítarleg og harkarleg,” segir Karl Gauti.Tvímenningarnir hafa enn réttindi á þingi Þetta þýðir ekki að þeir Karl Gauti og Ólafur Ísleifsson missi þingsæti sín því þeir hafa verið kosnir til að gegna þingmennsku út kjörtímabilið og eiga það eins og aðrir þingmenn einungis við samvisku sína hvort þeir sitji áfram eða segi af sér. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir við Vísi að tvímenningarnir geti ekki stofnað eigin þingflokk en þeir njóti áfram réttinda. Þannig eigi þeir rétt á sætum í þingnefndum og að taka þátt í útvarpsumræðum. Sem þingmenn utan þingflokka eigi þeir aftur á móti ekki aðild að stjórn þingsins eins og forystumenn þingflokka eiga. Ljóst er að bæði formaður Flokks fólksins og fjórði þingmaðurinn Guðmundur Ingi Kristinsson sem og meirihluti stjórnar flokksins vilja að tvímenningarnir segi af sér. Þannig gætu varaþingmenn tekið þeirra sæti og Flokkur fólksins hefði áfram fjóra þingmenn. „Ég met það nú svoleiðis að þeir eigi einfaldlega að segja af sér. Eins og ég segi ég var orðlaus yfir þessu sem gekk á þarna á þessum bar. Ég er loksins farinn að getað tjáð mig um þetta en það sem fór fram þarna fram er gersamlega langt út fyrir allt siðferði,” segir Guðmundur Ingi. Karl Gauti telur mögulegt að hægt hefði verið að ná sáttum innan flokksins og það hefði verið mikilvægt fyrir þau mikilvægu málefni sem flokkurinn berjist fyrir. „Það er engin nýlunda í stjórnmálum hvorki hér á landi eða annars staðar að mönnum greini á innan eigin flokks. Við sátum of lengi en við yfirgáfum fundinn fyrstir manna,” segir Karl Gauti. Þá hafi hann beðið Ingu Sæland afsökunar á sínum þætti Klausturmálsins. Fækkun þingmanna úr fjórum í tvo breytir bæði stöðu flokksins inni á Alþingi sem og fjárhag hans þar sem framlög til þingflokka ráðast af fjölda þingmanna. „Það er allt breytingum háð en við sjáum hvað setur. Við erum til í hvaða áskoranir sem er við Guðmundur Ingi. Við erum alveg órög við hvað eina,” segir Inga Sæland. Í þingsköpum er kveðið á um að í þingflokki skuli vera að minnsta kosti þrír þingmenn. Helgi skrifstofustjóri Alþingis segir að Flokkur fólksins missi ekki stöðu sína í þinginu þrátt fyrir að telja nú aðeins tvo þingmenn þar sem þingflokkurinn hafi þegar verið stofnaður eftir kosningar af fjórum þingmönnum.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45 Karl Gauti og Ólafur reknir úr Flokki fólksins Stjórn Flokks Fólksins hefur tekið þá ákvörðun að reka Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson úr Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 16:43 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45
Karl Gauti og Ólafur reknir úr Flokki fólksins Stjórn Flokks Fólksins hefur tekið þá ákvörðun að reka Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson úr Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 16:43
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent