Afhenda sjúkrahótelið óklárað vegna ágreinings Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. nóvember 2018 16:00 Sjúkrahótelið við Landspítalann. Mynd/NLSH Nýi Landspítalinn, NLSH ohf., náði í dag samkomulagi við Munck Íslandi ehf. um verkskil á sjúkrahótelinu við Hringbraut. Framkvæmdum á sjúkrahótelinu og lóð þess er þó ekki lokið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýjum landspítala sem send var fjölmiðlum í dag. Ágreiningur hefur verið uppi milli NHLSH ohf. og Munck Íslandi ehf., um ýmis atriði er varða samningssamband þeirra, þ.á m. um tímasetningu umsaminna verkloka, skilaástand og ábyrgð á athugasemdum vegna verklokaúttektar, orsakir á töfum verksins, tafabætur, réttmæti reikninga, skaðabætur vegna tafa, verkgæði, annmarka á verkinu o.fl. Í ljósi ágreinings óskaði NLSH ohf. eftir því í samræmi við heimildir sínar að verkskil og afhending verktaka á sjúkrahótelinu og þeirri lóð sem framkvæmdir lutu að samkvæmt verksamningi og útboðsgögnum, færi fram nú þegar. „Nú í kjölfar afhendingar getur verkkaupi lokið því sem eftir stendur af verkframkvæmdum án þess að leysa þurfi fyrst úr fyrrgreindum ágreiningi aðila sem rekja má til samningssambands þeirra. Afhending sjúkrahótels og lóðar fer því fram frá og með 30. nóvember 2018,“ segir í tilkynningu. NLSH ohf. og Munck Ísland ehf. hafa einnig gert með sér gerðardómssamning þar sem kveðið er á um að gerðardómur fjalli með bindandi hætti um öll þau ágreiningsefni sem risið hafa og rísa kunna vegna verksamningsins. Á þessu stigi munu aðilar ekki tjá sig opinberlega um kröfur sínar og mun kostnaðaruppgjör framkvæmdarinnar liggja fyrir að lokinni niðurstöðu gerðardóms. „NLSH ohf. mun við yfirtöku á húsinu og lóð, ganga til fullnustu þeirra verka sem nauðsynlegt er til að koma húsinu í rekstrarhæft ástand, en stefnt er að því að allur innbúnaður verði kominn í húsið við árslok og húsið tilbúið til afhendingar til stjórnvalda í upphafi næsta árs.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Landspítalinn mun bera ábyrgð á rekstri nýs sjúkrahótels við Hringbraut Gert er ráð fyrir að Landspítali bjóði út rekstur sjúkrahótelsins í samvinnu við Ríkiskaup samkvæmt lögum um opinber innkaup. Er það til að tryggja að rekstraraðili verði með reynslu af hótel- og veitingarekstri. 24. október 2017 13:16 Landspítalinn sér um rekstur sjúkrahótelsins Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fela Landspítalanum að annast rekstur sjúkrahótelsins við Hringbraut, tímabundið til tveggja ára. 23. nóvember 2018 12:52 Óttarr ákveður framtíð sjúkrahótelsins Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra ætlar að tilkynna á næstu dögum hvert rekstrarform nýs sjúkra- og sjúklingahótels á lóð Landspítalans við Hringbraut verður. Framkvæmdir við byggingu hótelsins hafa dregist verulega. 21. október 2017 06:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira
Nýi Landspítalinn, NLSH ohf., náði í dag samkomulagi við Munck Íslandi ehf. um verkskil á sjúkrahótelinu við Hringbraut. Framkvæmdum á sjúkrahótelinu og lóð þess er þó ekki lokið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýjum landspítala sem send var fjölmiðlum í dag. Ágreiningur hefur verið uppi milli NHLSH ohf. og Munck Íslandi ehf., um ýmis atriði er varða samningssamband þeirra, þ.á m. um tímasetningu umsaminna verkloka, skilaástand og ábyrgð á athugasemdum vegna verklokaúttektar, orsakir á töfum verksins, tafabætur, réttmæti reikninga, skaðabætur vegna tafa, verkgæði, annmarka á verkinu o.fl. Í ljósi ágreinings óskaði NLSH ohf. eftir því í samræmi við heimildir sínar að verkskil og afhending verktaka á sjúkrahótelinu og þeirri lóð sem framkvæmdir lutu að samkvæmt verksamningi og útboðsgögnum, færi fram nú þegar. „Nú í kjölfar afhendingar getur verkkaupi lokið því sem eftir stendur af verkframkvæmdum án þess að leysa þurfi fyrst úr fyrrgreindum ágreiningi aðila sem rekja má til samningssambands þeirra. Afhending sjúkrahótels og lóðar fer því fram frá og með 30. nóvember 2018,“ segir í tilkynningu. NLSH ohf. og Munck Ísland ehf. hafa einnig gert með sér gerðardómssamning þar sem kveðið er á um að gerðardómur fjalli með bindandi hætti um öll þau ágreiningsefni sem risið hafa og rísa kunna vegna verksamningsins. Á þessu stigi munu aðilar ekki tjá sig opinberlega um kröfur sínar og mun kostnaðaruppgjör framkvæmdarinnar liggja fyrir að lokinni niðurstöðu gerðardóms. „NLSH ohf. mun við yfirtöku á húsinu og lóð, ganga til fullnustu þeirra verka sem nauðsynlegt er til að koma húsinu í rekstrarhæft ástand, en stefnt er að því að allur innbúnaður verði kominn í húsið við árslok og húsið tilbúið til afhendingar til stjórnvalda í upphafi næsta árs.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Landspítalinn mun bera ábyrgð á rekstri nýs sjúkrahótels við Hringbraut Gert er ráð fyrir að Landspítali bjóði út rekstur sjúkrahótelsins í samvinnu við Ríkiskaup samkvæmt lögum um opinber innkaup. Er það til að tryggja að rekstraraðili verði með reynslu af hótel- og veitingarekstri. 24. október 2017 13:16 Landspítalinn sér um rekstur sjúkrahótelsins Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fela Landspítalanum að annast rekstur sjúkrahótelsins við Hringbraut, tímabundið til tveggja ára. 23. nóvember 2018 12:52 Óttarr ákveður framtíð sjúkrahótelsins Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra ætlar að tilkynna á næstu dögum hvert rekstrarform nýs sjúkra- og sjúklingahótels á lóð Landspítalans við Hringbraut verður. Framkvæmdir við byggingu hótelsins hafa dregist verulega. 21. október 2017 06:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira
Landspítalinn mun bera ábyrgð á rekstri nýs sjúkrahótels við Hringbraut Gert er ráð fyrir að Landspítali bjóði út rekstur sjúkrahótelsins í samvinnu við Ríkiskaup samkvæmt lögum um opinber innkaup. Er það til að tryggja að rekstraraðili verði með reynslu af hótel- og veitingarekstri. 24. október 2017 13:16
Landspítalinn sér um rekstur sjúkrahótelsins Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fela Landspítalanum að annast rekstur sjúkrahótelsins við Hringbraut, tímabundið til tveggja ára. 23. nóvember 2018 12:52
Óttarr ákveður framtíð sjúkrahótelsins Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra ætlar að tilkynna á næstu dögum hvert rekstrarform nýs sjúkra- og sjúklingahótels á lóð Landspítalans við Hringbraut verður. Framkvæmdir við byggingu hótelsins hafa dregist verulega. 21. október 2017 06:00