Stórsigur í fyrsta leik Íslands Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 30. nóvember 2018 20:30 Arna Sif Pálsdóttir. Vísir/Ernir Íslenska kvennalandsliðið vann öruggan þrettán marka sigur á Tyrkjum í fyrsta leik sínum í forkepphi HM í Japan 2019. Íslenska liðið byrjaði leikinn mjög vel og var með yfirhöndina frá upphafi. Fyrstu tuttugu mínútur fyrri hálfleiks voru mjög góðar og komst liðið mest í fimm marka forystu. Undir lok fyrri hálfleiks náðu þær tyrknesku aðeins að vinna sig inn í leikinn en staðan í hálfleik var þó 18-14 fyrir Ísland. Síðari hálfleikurinn var stórkostlegur hjá íslensku stelpunum. Á fimm mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks ákvað Guðný Jenný Ásmundsdóttir að skella í lás í íslenska markinu, hún varði í fimm sóknum í röð og á sama tíma skoraði Ísland fimm mörk hinu megin á vellinum og munurinn orðinn tíu mörk. Eftir það var sigurinn orðinn nokkuð öruggur hjá Íslandi þrátt fyrir nokkrar mislukkaðar sóknir í röð og spurningin aðeins hversu stór sigurinn yrði. Þegar uppi var staðið urðu lokatölur 36-23 og íslenska liðið byrjar þessa keppni af gríðarlegum krafti. Markahæstar í liði Íslands voru Þórey Rósa Stefánsdóttir og Arna Sif Pálsdóttir með átta mörk hvor. Thea Imani Sturludóttir kom næst með 5 og Eva Björk Davíðsdóttir gerði fjögur. Guðný Jenný varði 16 bolta í markinu, þar af tvö vítaskot. Hún er því með um 50 prósenta markvörslu í leiknum. Stórsigurinn dugir þó aðeins í annað sæti riðilsins því fyrr í dag vann Makedónía nítján marka sigur á Aserbaísjan og er því fyrir ofan Ísland á markatölu. Ísland mætir Makedóníu á morgun í leik sem gæti endað sem úrslitaleikur um hvort liðið fer upp úr riðlinum og í umspil um sæti á HM. Lokaleikur Íslands er svo á sunnudag gegn Aserum.Leikmannahópur Íslands í leiknum í dag:Markmenn: Hafdís Renötudóttir, Boden (Treyjuúmer 31) Guðný Jenny Ásmundsdóttir, ÍBV (Treyjuúmer 16)Vinstra horn: Sigríður Hauksdóttir, HK (Treyjuúmer 29) Steinunn Hansdóttir, Horsens HK (Treyjuúmer 2)Vinstri skytta: Andrea Jakobsen, Kristianstad (Treyjuúmer 3) Helena Örvarsdóttir, Byåsen (Treyjuúmer 13) Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram (Treyjuúmer 14)Miðjumenn: Ester Óskarsdóttir, ÍBV (Treyjuúmer 20) Eva Björk Davíðsdóttir, Ajax (Treyjuúmer 15) Martha Hermannsdóttir, KA/Þór (Treyjuúmer 8)Hægri Skytta: Díana Dögg Magnúsdóttir, Valur (Treyjuúmer 27) Thea Imani Sturludóttir, Volda (Treyjuúmer 25)Hægra horn: Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (Treyjuúmer 4)Línumenn: Arna Sif Pálsdóttir, ÍBV (Treyjuúmer 9) Perla Ruth Albertsdóttir, Selfoss (Treyjuúmer 32) Handbolti Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið vann öruggan þrettán marka sigur á Tyrkjum í fyrsta leik sínum í forkepphi HM í Japan 2019. Íslenska liðið byrjaði leikinn mjög vel og var með yfirhöndina frá upphafi. Fyrstu tuttugu mínútur fyrri hálfleiks voru mjög góðar og komst liðið mest í fimm marka forystu. Undir lok fyrri hálfleiks náðu þær tyrknesku aðeins að vinna sig inn í leikinn en staðan í hálfleik var þó 18-14 fyrir Ísland. Síðari hálfleikurinn var stórkostlegur hjá íslensku stelpunum. Á fimm mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks ákvað Guðný Jenný Ásmundsdóttir að skella í lás í íslenska markinu, hún varði í fimm sóknum í röð og á sama tíma skoraði Ísland fimm mörk hinu megin á vellinum og munurinn orðinn tíu mörk. Eftir það var sigurinn orðinn nokkuð öruggur hjá Íslandi þrátt fyrir nokkrar mislukkaðar sóknir í röð og spurningin aðeins hversu stór sigurinn yrði. Þegar uppi var staðið urðu lokatölur 36-23 og íslenska liðið byrjar þessa keppni af gríðarlegum krafti. Markahæstar í liði Íslands voru Þórey Rósa Stefánsdóttir og Arna Sif Pálsdóttir með átta mörk hvor. Thea Imani Sturludóttir kom næst með 5 og Eva Björk Davíðsdóttir gerði fjögur. Guðný Jenný varði 16 bolta í markinu, þar af tvö vítaskot. Hún er því með um 50 prósenta markvörslu í leiknum. Stórsigurinn dugir þó aðeins í annað sæti riðilsins því fyrr í dag vann Makedónía nítján marka sigur á Aserbaísjan og er því fyrir ofan Ísland á markatölu. Ísland mætir Makedóníu á morgun í leik sem gæti endað sem úrslitaleikur um hvort liðið fer upp úr riðlinum og í umspil um sæti á HM. Lokaleikur Íslands er svo á sunnudag gegn Aserum.Leikmannahópur Íslands í leiknum í dag:Markmenn: Hafdís Renötudóttir, Boden (Treyjuúmer 31) Guðný Jenny Ásmundsdóttir, ÍBV (Treyjuúmer 16)Vinstra horn: Sigríður Hauksdóttir, HK (Treyjuúmer 29) Steinunn Hansdóttir, Horsens HK (Treyjuúmer 2)Vinstri skytta: Andrea Jakobsen, Kristianstad (Treyjuúmer 3) Helena Örvarsdóttir, Byåsen (Treyjuúmer 13) Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram (Treyjuúmer 14)Miðjumenn: Ester Óskarsdóttir, ÍBV (Treyjuúmer 20) Eva Björk Davíðsdóttir, Ajax (Treyjuúmer 15) Martha Hermannsdóttir, KA/Þór (Treyjuúmer 8)Hægri Skytta: Díana Dögg Magnúsdóttir, Valur (Treyjuúmer 27) Thea Imani Sturludóttir, Volda (Treyjuúmer 25)Hægra horn: Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (Treyjuúmer 4)Línumenn: Arna Sif Pálsdóttir, ÍBV (Treyjuúmer 9) Perla Ruth Albertsdóttir, Selfoss (Treyjuúmer 32)
Handbolti Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Sjá meira