Þingmennirnir á Klaustri skipa alla stjórn Miðflokksins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2018 14:32 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, flytur stefnuræðu sína á landsþingi flokksins í apríl. Vísir Stjórn Miðflokksins er skipuð fjórum aðilum. Sömu fjórum og komu saman á Klausturbar og ræddu meðal annars kollega sína á Alþingi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður, Gunnar Bragi Sveinsson varaformaður, Anna Kolbrún Árnadóttir annar varaformaður og svo fulltrúa þingflokksins, sem verið hefur Bergþór Ólason. Þingmennirnir fjórir hafa verið í sviðsljósinu undanfarna tvo sólarhringa eftir að upptökur af samtölum þeirra bárust DV og Stundinni. Ummælin fela mörg hver í sér kvenfyrirlitningu og hafa þingmennirnir beðist afsökunar á orðum sínum hver á sinn hátt. Sumir á Facebook en aðrir í viðtölum í fjölmiðlum. Þingmennirnir hafa verið spurðir að því hvort þeir hyggjast segja af sér. Anna Kolbrún er sú eina sem hefur sagst velta stöðu sinni fyrir sér.Hvorki gjaldkeri né ritari Ólíkt öðrum flestum stjórnmálaflokkum landsins er enginn gjaldkeri, ritari eða meðstjórnandi í stjórn flokksins. Fjórir skipa einfaldlega stjórn Miðflokksins samanborið til dæmis við sautján í tilfelli Vinstri grænna. Hólmfríður Þórisdóttir, ritari þingflokksins, útskýrði fyrirkomulagið í samtali við Vísi. Hún minnti á að þingflokkurinn væri ungur og stjórnin hefði verið kosin í fyrsta sinn í apríl. Endurskoðun á straumlínulögun flokksins og hvernig stjórnin er skipuð stendur yfir að sögn Hólmfríðar. Þá bendir Hólmfríður á að 120 manns eigi sæti í flokksráði sem fundi tvisvar á ári, síðast í nóvember. Stjórn Miðflokksins kallar saman flokksráðið.Mættu ekki á nefndarfundi Hólmfríður sagðist ekki vita betur en að þingflokkur Miðflokksins myndi funda í dag. Fréttastofa hefur ekki fengið upplýsingar um hvar og hvenær þingflokkurinn hyggst funda. Formaður þingflokksins er Gunnar Bragi Sveinsson og varaformaður Bergþór Ólason. Nefndarfundir voru á Alþingi um og eftir hádegi í dag.Nefndarmenn í umhverfis- og samgöngunefnd óskuðu eftir því að Karl Gauti Hjaltason sem á sæti í nefndinni myndi víkja af fundi í dag. Tilefnið var að Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja var gestur fundarins en nafn hennar kemur fyrir í Klaustursupptökunum. Bergþór Ólason er formaður umhverfis- og samgöngunefndar en hann var ekki viðstaddur. Hann var á sameiginlegum fundi utanríkismálanefndar og umhverfis- og samgöngunefndar um loftslagsmál en hætti við að koma á fund þeirrar nefndar sem hann gegnir formennsku í. Þá mættu Sigmundur Davíð og Anna Kolbrún ekki á nefndarfundi sína í efnahags- og viðskiptanefnd annars og allsherjar- og menntamálanefnd hins vegar. Þau mættu hins vegar í þingmannaveislu á Bessastöðum í gærkvöldi þar sem Bergþór og Gunnar Bragi sátu hjá. Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlti Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Sjá meira
Stjórn Miðflokksins er skipuð fjórum aðilum. Sömu fjórum og komu saman á Klausturbar og ræddu meðal annars kollega sína á Alþingi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður, Gunnar Bragi Sveinsson varaformaður, Anna Kolbrún Árnadóttir annar varaformaður og svo fulltrúa þingflokksins, sem verið hefur Bergþór Ólason. Þingmennirnir fjórir hafa verið í sviðsljósinu undanfarna tvo sólarhringa eftir að upptökur af samtölum þeirra bárust DV og Stundinni. Ummælin fela mörg hver í sér kvenfyrirlitningu og hafa þingmennirnir beðist afsökunar á orðum sínum hver á sinn hátt. Sumir á Facebook en aðrir í viðtölum í fjölmiðlum. Þingmennirnir hafa verið spurðir að því hvort þeir hyggjast segja af sér. Anna Kolbrún er sú eina sem hefur sagst velta stöðu sinni fyrir sér.Hvorki gjaldkeri né ritari Ólíkt öðrum flestum stjórnmálaflokkum landsins er enginn gjaldkeri, ritari eða meðstjórnandi í stjórn flokksins. Fjórir skipa einfaldlega stjórn Miðflokksins samanborið til dæmis við sautján í tilfelli Vinstri grænna. Hólmfríður Þórisdóttir, ritari þingflokksins, útskýrði fyrirkomulagið í samtali við Vísi. Hún minnti á að þingflokkurinn væri ungur og stjórnin hefði verið kosin í fyrsta sinn í apríl. Endurskoðun á straumlínulögun flokksins og hvernig stjórnin er skipuð stendur yfir að sögn Hólmfríðar. Þá bendir Hólmfríður á að 120 manns eigi sæti í flokksráði sem fundi tvisvar á ári, síðast í nóvember. Stjórn Miðflokksins kallar saman flokksráðið.Mættu ekki á nefndarfundi Hólmfríður sagðist ekki vita betur en að þingflokkur Miðflokksins myndi funda í dag. Fréttastofa hefur ekki fengið upplýsingar um hvar og hvenær þingflokkurinn hyggst funda. Formaður þingflokksins er Gunnar Bragi Sveinsson og varaformaður Bergþór Ólason. Nefndarfundir voru á Alþingi um og eftir hádegi í dag.Nefndarmenn í umhverfis- og samgöngunefnd óskuðu eftir því að Karl Gauti Hjaltason sem á sæti í nefndinni myndi víkja af fundi í dag. Tilefnið var að Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja var gestur fundarins en nafn hennar kemur fyrir í Klaustursupptökunum. Bergþór Ólason er formaður umhverfis- og samgöngunefndar en hann var ekki viðstaddur. Hann var á sameiginlegum fundi utanríkismálanefndar og umhverfis- og samgöngunefndar um loftslagsmál en hætti við að koma á fund þeirrar nefndar sem hann gegnir formennsku í. Þá mættu Sigmundur Davíð og Anna Kolbrún ekki á nefndarfundi sína í efnahags- og viðskiptanefnd annars og allsherjar- og menntamálanefnd hins vegar. Þau mættu hins vegar í þingmannaveislu á Bessastöðum í gærkvöldi þar sem Bergþór og Gunnar Bragi sátu hjá.
Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlti Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent