Koma til með að geta dregið mikið af uppsögnum til baka fjárfesti Indigo í WOW air Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. nóvember 2018 11:20 Sigþór Kristinn Skúlason er framkvæmdastjóri Airport Associates. vísir/hvati Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates, segir að fyrirtækið muni koma til með að geta dregið til baka mikið af uppsögnum starfsfólks frá því í gær gangi fjárfesting Indigo Partners í WOW air upp. Airport Associates er stærsti þjónustuaðili WOW air. Fyrirtækið sagði í gær upp 237 starfsmönnum eftir að tilkynnt var um að Icelandair hefði fallið frá áætlunum sínum um að kaupa WOW. Í gærkvöldi bárust svo fregnir af því að bandaríska eignastýringarfélagið Indigo Partners hefði gert bráðabirgðasamning við WOW air um að fjárfesta í flugfélaginu. Sagði í tilkynningu að til stæði að ljúka gerð samkomulagsins eins fljótt og auðið er eftir áreiðanleikakönnun. „Þegar það kemst niðurstaða í það, þegar og ef að þeir ná að loka þessu með samkomulagi þá kemur þetta til með að breyta mjög miklu og þá komum við til með að geta dregið mikið af þessum uppsögnum til baka,“ segir Sigþór í samtali við Vísi. Hann kveðst vera í góðum samskiptum við stjórnendur WOW air og þeir haldi honum eins upplýstum og hægt er um stöðu mála. Sigþór kveðst ekki vita hvaða tímaramma WOW og Indigo hafa sett sér varðandi það að ljúka samkomulaginu um fjárfestinguna. „En ég geri ráð fyrir því að menn vilji klára þetta gríðarlega hratt, ekki síst bara út af þessari stöðu sem er svo vont að vera í. Það gengur örugglega verr að selja miða heldur en þegar þetta er allt tryggt.“ Aðspurður hvernig hljóðið sé í starfsmönnum hans og hvort að dagurinn í gær hafi ekki verið þungur segir Sigþór: „Já, þetta var þungur dagur í gær en eftir því sem það leið á kvöldið og fréttir bárust af Indigo Partners þá vona ég að það sé meiri bjartsýni.“ WOW Air Tengdar fréttir Hluthafi í Wizz air fjárfestir í WOW air Bandarískt eignastýringarfélag er sagt fjárfesta í Wow air. 29. nóvember 2018 22:18 Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07 Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates, segir að fyrirtækið muni koma til með að geta dregið til baka mikið af uppsögnum starfsfólks frá því í gær gangi fjárfesting Indigo Partners í WOW air upp. Airport Associates er stærsti þjónustuaðili WOW air. Fyrirtækið sagði í gær upp 237 starfsmönnum eftir að tilkynnt var um að Icelandair hefði fallið frá áætlunum sínum um að kaupa WOW. Í gærkvöldi bárust svo fregnir af því að bandaríska eignastýringarfélagið Indigo Partners hefði gert bráðabirgðasamning við WOW air um að fjárfesta í flugfélaginu. Sagði í tilkynningu að til stæði að ljúka gerð samkomulagsins eins fljótt og auðið er eftir áreiðanleikakönnun. „Þegar það kemst niðurstaða í það, þegar og ef að þeir ná að loka þessu með samkomulagi þá kemur þetta til með að breyta mjög miklu og þá komum við til með að geta dregið mikið af þessum uppsögnum til baka,“ segir Sigþór í samtali við Vísi. Hann kveðst vera í góðum samskiptum við stjórnendur WOW air og þeir haldi honum eins upplýstum og hægt er um stöðu mála. Sigþór kveðst ekki vita hvaða tímaramma WOW og Indigo hafa sett sér varðandi það að ljúka samkomulaginu um fjárfestinguna. „En ég geri ráð fyrir því að menn vilji klára þetta gríðarlega hratt, ekki síst bara út af þessari stöðu sem er svo vont að vera í. Það gengur örugglega verr að selja miða heldur en þegar þetta er allt tryggt.“ Aðspurður hvernig hljóðið sé í starfsmönnum hans og hvort að dagurinn í gær hafi ekki verið þungur segir Sigþór: „Já, þetta var þungur dagur í gær en eftir því sem það leið á kvöldið og fréttir bárust af Indigo Partners þá vona ég að það sé meiri bjartsýni.“
WOW Air Tengdar fréttir Hluthafi í Wizz air fjárfestir í WOW air Bandarískt eignastýringarfélag er sagt fjárfesta í Wow air. 29. nóvember 2018 22:18 Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07 Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Hluthafi í Wizz air fjárfestir í WOW air Bandarískt eignastýringarfélag er sagt fjárfesta í Wow air. 29. nóvember 2018 22:18
Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07