Segir mikilvægt að Alþingi fari vel yfir Klaustursmálið og grípi til aðgerða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. nóvember 2018 09:31 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að samræður þingmannanna séu uppfullar af fordómum, kvenfyrirlitningu og óheilbrigðum viðhorfum til stjórnmála. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að mikilvægt sé að Alþingi fari yfir Klausturmálið og grípi til aðgerða vegna þess. Þetta kemur fram á Facebook-síðu ráðherrans þar sem hún leggur út af fréttaflutningi síðastliðinna tvo daga af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar, en samtalið náðist á upptöku. Á upptökunni heyrast þingmennirnir tala á afar niðrandi um ýmsa samstarfsmenn sína sem og aðra, og ekki hvað síst um konur. Katrín segir að samræður þingmannanna séu uppfullar af fordómum, kvenfyrirlitningu og óheilbrigðum viðhorfum til stjórnmála. „Þau orð sem komu úr munni þingmannana eru ótrúleg og dapurleg. Ég hélt satt að segja að við værum komin lengra á veg í raunverulegri viðhorfsbreytingu, núna ári eftir #églíka-byltinguna. Forsætisnefnd Alþingis mun fara yfir málið. Það er mikilvægt að Alþingi fari vel yfir málið og grípi til aðgerða. Það er samt ekki nóg því við sem samfélag þurfum að taka sameiginlega á því meini sem svona orðræða skapar; þeim ótta og þeirri vanlíðan sem hún veldur,“ segir Katrín í færslunni en fer ekki frekar yfir það til hvaða aðgerða Alþingi eigi að grípa vegna málsins. „Nú þegar við fögnum hundrað ára afmæli fullveldisins eigum við að hugsa um þau gildi sem við viljum hafa að leiðarljósi í samfélagi okkar. Þar hljótum við að vilja að hafa gildi á borð við jafnrétti og virðingu í hávegum. Sú orðræða sem við höfum lesið um í fjölmiðlum er því miður í fullkominni andstöðu við slík gildi. Sem samfélag eigum við að hafna slíkri orðræðu,“ segir Katrín jafnframt en færslu hennar má sjá hér fyrir neðan. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Forsætisráðherra er ekki viðriðinn málið í þetta skiptið, hún er nefnilega kona“ Norska ríkisútvarpið fjallar um Klaustursupptökurnar í dag. 30. nóvember 2018 07:30 Ekki annarra að draga lærdóm af þessu „viðurstyggilega samkvæmi“ Þeir hafa ekki litið í spegil lengi sjálfir, segir Inga Sæland. 30. nóvember 2018 07:00 Inga hefur ekkert heyrt í Ólafi eða Karli Gauta Stjórn Flokks fólksins skoraði í gær á tvo þingmenn flokksins að segja af sér sem þingmenn og láta af öðrum trúnaðarstörfum. 30. nóvember 2018 08:49 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að mikilvægt sé að Alþingi fari yfir Klausturmálið og grípi til aðgerða vegna þess. Þetta kemur fram á Facebook-síðu ráðherrans þar sem hún leggur út af fréttaflutningi síðastliðinna tvo daga af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar, en samtalið náðist á upptöku. Á upptökunni heyrast þingmennirnir tala á afar niðrandi um ýmsa samstarfsmenn sína sem og aðra, og ekki hvað síst um konur. Katrín segir að samræður þingmannanna séu uppfullar af fordómum, kvenfyrirlitningu og óheilbrigðum viðhorfum til stjórnmála. „Þau orð sem komu úr munni þingmannana eru ótrúleg og dapurleg. Ég hélt satt að segja að við værum komin lengra á veg í raunverulegri viðhorfsbreytingu, núna ári eftir #églíka-byltinguna. Forsætisnefnd Alþingis mun fara yfir málið. Það er mikilvægt að Alþingi fari vel yfir málið og grípi til aðgerða. Það er samt ekki nóg því við sem samfélag þurfum að taka sameiginlega á því meini sem svona orðræða skapar; þeim ótta og þeirri vanlíðan sem hún veldur,“ segir Katrín í færslunni en fer ekki frekar yfir það til hvaða aðgerða Alþingi eigi að grípa vegna málsins. „Nú þegar við fögnum hundrað ára afmæli fullveldisins eigum við að hugsa um þau gildi sem við viljum hafa að leiðarljósi í samfélagi okkar. Þar hljótum við að vilja að hafa gildi á borð við jafnrétti og virðingu í hávegum. Sú orðræða sem við höfum lesið um í fjölmiðlum er því miður í fullkominni andstöðu við slík gildi. Sem samfélag eigum við að hafna slíkri orðræðu,“ segir Katrín jafnframt en færslu hennar má sjá hér fyrir neðan.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Forsætisráðherra er ekki viðriðinn málið í þetta skiptið, hún er nefnilega kona“ Norska ríkisútvarpið fjallar um Klaustursupptökurnar í dag. 30. nóvember 2018 07:30 Ekki annarra að draga lærdóm af þessu „viðurstyggilega samkvæmi“ Þeir hafa ekki litið í spegil lengi sjálfir, segir Inga Sæland. 30. nóvember 2018 07:00 Inga hefur ekkert heyrt í Ólafi eða Karli Gauta Stjórn Flokks fólksins skoraði í gær á tvo þingmenn flokksins að segja af sér sem þingmenn og láta af öðrum trúnaðarstörfum. 30. nóvember 2018 08:49 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira
„Forsætisráðherra er ekki viðriðinn málið í þetta skiptið, hún er nefnilega kona“ Norska ríkisútvarpið fjallar um Klaustursupptökurnar í dag. 30. nóvember 2018 07:30
Ekki annarra að draga lærdóm af þessu „viðurstyggilega samkvæmi“ Þeir hafa ekki litið í spegil lengi sjálfir, segir Inga Sæland. 30. nóvember 2018 07:00
Inga hefur ekkert heyrt í Ólafi eða Karli Gauta Stjórn Flokks fólksins skoraði í gær á tvo þingmenn flokksins að segja af sér sem þingmenn og láta af öðrum trúnaðarstörfum. 30. nóvember 2018 08:49