Kúrekarnir skutu niður tíu leikja sigurgöngu New Orleans Saints Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2018 10:00 Jason Garrett, þjálfari Dallas liðsins, fagnar Ezekiel Elliott eftir leikinn. Vísir/Getty Dallas Cowboys er á miklu skriði í NFL-deildinni, svo miklu að heitasta lið deildarinnar náði ekki einu sinni að stöðva þá í fimmtudagsleik ameríska fótboltans í nótt. Dallas Cowboys vann þá 13-10 sigur á New Orleans Saints og eftir þennan sigur eru 80 prósent líkur(samkvæmt ESPN Stats & Info) á því að Kúrekarnir verði með í úrslitakeppninni í ár. New Orleans Saints mætti til Dallas með tíu leikja sigurgöngu í farteskinu en Drew Brees og félagar höfðu ekki tapað síðan í fyrstu umferð í september. Fyrir fimm vikum var útlitið ekki bjart hjá Dallas Cowboys eftir fimm töp í fyrstu átta leikjunum og þá leit út fyrir að liðið væri að missa af úrslitakeppninni. Kúrekarnir fundu hinsvegar taktinn og voru að vinna sinn fjórða leik í röð í nótt.COWBOYS WITH THE W!!!!! #NOvsDALpic.twitter.com/SjaXgVMd9d — Dallas Cowboys (@dallascowboys) November 30, 2018Sóknarleikur Saints liðsins hefur verið nánast óstöðvandi í sigurgöngunni (37,2 stig að meðaltali í leik) en í nótt náði liðið aðeins að komast samtals 176 jarda allan leikinn. Liðið skoraði ekki í fyrri hálfleik og lenti 13-0 undir. Tíu stig í seinni hálfleiknum dugðu ekki til. Leikstjórnandinn Drew Brees kláraði aðeins 18 af 28 sendingum og kastaði boltanum frá sér rúmum tveimur mínútum fyrir leikslok þegar Saints liðið var í lofandi sókn. Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas liðsins, kláraði 24 af 28 sendunum sínum og átti eina snertimarkssendingu á hlauparann Ezekiel Elliott. Prescott er að spila fyrir nýjum framtíðarsamningi og hjálpaði því bæði sér og liðinu með frammistöðunni í nótt. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leiknum. NFL Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Sjá meira
Dallas Cowboys er á miklu skriði í NFL-deildinni, svo miklu að heitasta lið deildarinnar náði ekki einu sinni að stöðva þá í fimmtudagsleik ameríska fótboltans í nótt. Dallas Cowboys vann þá 13-10 sigur á New Orleans Saints og eftir þennan sigur eru 80 prósent líkur(samkvæmt ESPN Stats & Info) á því að Kúrekarnir verði með í úrslitakeppninni í ár. New Orleans Saints mætti til Dallas með tíu leikja sigurgöngu í farteskinu en Drew Brees og félagar höfðu ekki tapað síðan í fyrstu umferð í september. Fyrir fimm vikum var útlitið ekki bjart hjá Dallas Cowboys eftir fimm töp í fyrstu átta leikjunum og þá leit út fyrir að liðið væri að missa af úrslitakeppninni. Kúrekarnir fundu hinsvegar taktinn og voru að vinna sinn fjórða leik í röð í nótt.COWBOYS WITH THE W!!!!! #NOvsDALpic.twitter.com/SjaXgVMd9d — Dallas Cowboys (@dallascowboys) November 30, 2018Sóknarleikur Saints liðsins hefur verið nánast óstöðvandi í sigurgöngunni (37,2 stig að meðaltali í leik) en í nótt náði liðið aðeins að komast samtals 176 jarda allan leikinn. Liðið skoraði ekki í fyrri hálfleik og lenti 13-0 undir. Tíu stig í seinni hálfleiknum dugðu ekki til. Leikstjórnandinn Drew Brees kláraði aðeins 18 af 28 sendingum og kastaði boltanum frá sér rúmum tveimur mínútum fyrir leikslok þegar Saints liðið var í lofandi sókn. Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas liðsins, kláraði 24 af 28 sendunum sínum og átti eina snertimarkssendingu á hlauparann Ezekiel Elliott. Prescott er að spila fyrir nýjum framtíðarsamningi og hjálpaði því bæði sér og liðinu með frammistöðunni í nótt. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leiknum.
NFL Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Sjá meira