
Hvenær er maður saklaus?
Þann 27. mars 2012 var framkvæmd stærsta húsleit Íslandssögunnar hjá okkur, í beinni útsendingu RÚV, útvarpi allra landsmanna! Á meðan á henni stóð fengum við hringingar víða að úr heiminum frá fólki sem hafði séð fréttatilkynningu, ýmist á íslensku eða ensku, frá Seðlabanka Íslands um hvað stæði til. Allt starfsfólk skrifstofunnar var í nokkurs konar „stofufangelsi“ í hálfan sólarhring meðan á húsleitinni stóð undir vökulu eftirliti tuga aðstoðarmanna Seðlabankans, til að vernda rannsóknarhagsmuni.
Við héldum stuttan starfsmannafund daginn eftir með þeim sem lentu í húsleitinni. Þar sagði lögmaður okkur, að miðað við umfangið á leitinni þá skyldum við ekki láta okkur dreyma um að það tæki minna en þrjú ár að leiða málið til lykta. Þegar upp var staðið reyndust árin nærri sjö. Í einfeldni okkar töldum við að þetta yrði fljótafgreitt þegar hið sanna kæmi í ljós.
Lögmaðurinn sagði fleira, en við töldum dómsdagsspár hans vera fjarstæðukenndar. Það leið þó ekki á löngu áður en við gerðum okkur grein fyrir að allt sem lögmaðurinn spáði þennan dag ætti eftir að koma fram. Það yrði aldrei hætt og allt yrði reynt til að koma höggi á okkur. Við áttum að vera óvinur þjóðarinnar sem stjórnmálamenn og stofnanir skyldu taka í gegn hvað sem það kostaði. Mikið var reynt til að koma fram okkar hlið málsins og bjóða samvinnu við yfirferð gagna, allt undir dúndrandi óhróðri virðulegu valdhafanna á Svörtuloftum í fjölmiðlum og víðar. Árin liðu hvert af öðru og alltaf var haldið áfram. Við misstum góða menn þegar á okkur voru bornar rangar sakagiftir, sem enginn á að þurfa að sitja undir. Það tjón verður aldrei bætt. Útúrsnúningar opinberu valdhafanna voru svo framandi að líkja má við vísindaskáldsögur. Orðstír okkar sem einstaklinga, fyrirtækis, stjórnenda og starfsmanna, var undir árásum í mörg ár. Hér starfar margt fólk sem á sínar fjölskyldur og tekur það til sín þegar handhafar opinbers valds fara fram með þessum hætti.
Þessu máli er loksins lokið með fullnaðarsigri okkar. Ekkert „lagalegt klúður“ heldur erum við saklaus vegna þess að engin brot voru framin. Fyrir sigrinum eru tvær ástæður sem fólk þarf að hafa í huga. Við erum svo heppin að vera með menn í stafni sem gefast aldrei upp. Hin ástæðan er sú, að við erum vel rekið fyrirtæki sem hefur fjármuni og getu til að verjast. Fæstir búa við þann munað, því miður.
Valdi fylgir ábyrgð sem ber að taka alvarlega. Í dag erum við ekki að biðja um neitt annað en að þeir sem gróflega misnotuðu vald sitt verði látnir sæta ábyrgð gjörða sinna. Ástæða þess er augljós. Það þarf að koma í veg fyrir að svona gerist aftur. Það gæti verið að þú, lesandi góður, lendir í því alveg eins og við. Það er bara spurning hver á næst að vera „hann“ eða „hún“ að mati valdhafanna. Vonandi verður það ekki þú.
Skoðun

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta:
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar

Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi
Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar

Styrk stjórn gefur góðan árangur
Ásthildur Sturludóttir skrifar

„Bara ef það hentar mér“
Hákon Gunnarsson skrifar

Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi
Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar

Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni?
Sigurður Ragnarsson skrifar

Borgin græna og ábyrgðin gráa
Daði Freyr Ólafsson skrifar

Stalín á ekki roð í algrímið
Halldóra Mogensen skrifar

Sorrý, Andrés
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk?
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Gamalt vín á nýjum belgjum
Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla
Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Aukinn stuðningur við ESB og NATO
Pawel Bartoszek skrifar

Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Hvernig er veðrið þarna uppi?
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Að leita er að læra
Ragnar Sigurðsson skrifar

Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni
Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar

Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Þetta er ekki raunverulegt réttlæti
Snorri Másson skrifar