Gunnar sneri aftur með glæsilegum sigri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. desember 2018 04:29 Gunnar Nelson vann í annarri lotu í nótt. getty Gunnar Nelson er kominn aftur á sigurbraut í UFC bardagadeildinni eftir öruggan sigur á Alex Oliveira í veltivigt á bardagakvöldi sem fór fram í Toronto í kvöld. Gunnar náði Oliveira fljótlega niður í fyrstu loti en sá brasilíski leysti vel úr þeirri stöðu og kom fleiri höggum á Gunnar. En okkar maður lét það ekki á sig fá og var kominn með Oliveira í gólfið snemma í annarri lotu, þar sem hann náði yfirburðastöðu. Gunnar náði nokkrum þungum olnbogahöggum á þann brasilíska áður en hann náði uppgjafartaki og vann á svokölluðu rear naked choke. Gunnar náði að blóðga Oliveira með þungu olnbogahöggi og var ekki aftur snúið eftir það. Brasilíumaðurinn reyndi að koma sér undan en þá náði Gunnar taki á hálsinum og kláraði bardagann.Þetta var ellefti UFC-bardagi Gunnars og áttundi sigurinn - sá sjöundi með uppgjafartaki. Gunnar er sem stendur í fjórtánda sæti styrkleikaflokki UFC í veltivig og er eftir sigurinn til alls líklegur. Nánar verður fjallað um bardagann á Vísi síðar í kvöld. Fylgst var með bardaganum í beinni á Vísi eins og sjá má að neðan.Gunnar í gólfinu með Oliviera í fyrstu lotu.gettyHér veitir Gunnar Oliveira höggið sem gerði svo gott sem út um bardagann.GettyGunnar fagnar sigri.Getty
Gunnar Nelson er kominn aftur á sigurbraut í UFC bardagadeildinni eftir öruggan sigur á Alex Oliveira í veltivigt á bardagakvöldi sem fór fram í Toronto í kvöld. Gunnar náði Oliveira fljótlega niður í fyrstu loti en sá brasilíski leysti vel úr þeirri stöðu og kom fleiri höggum á Gunnar. En okkar maður lét það ekki á sig fá og var kominn með Oliveira í gólfið snemma í annarri lotu, þar sem hann náði yfirburðastöðu. Gunnar náði nokkrum þungum olnbogahöggum á þann brasilíska áður en hann náði uppgjafartaki og vann á svokölluðu rear naked choke. Gunnar náði að blóðga Oliveira með þungu olnbogahöggi og var ekki aftur snúið eftir það. Brasilíumaðurinn reyndi að koma sér undan en þá náði Gunnar taki á hálsinum og kláraði bardagann.Þetta var ellefti UFC-bardagi Gunnars og áttundi sigurinn - sá sjöundi með uppgjafartaki. Gunnar er sem stendur í fjórtánda sæti styrkleikaflokki UFC í veltivig og er eftir sigurinn til alls líklegur. Nánar verður fjallað um bardagann á Vísi síðar í kvöld. Fylgst var með bardaganum í beinni á Vísi eins og sjá má að neðan.Gunnar í gólfinu með Oliviera í fyrstu lotu.gettyHér veitir Gunnar Oliveira höggið sem gerði svo gott sem út um bardagann.GettyGunnar fagnar sigri.Getty
MMA Tengdar fréttir Gunnar stimplaði sig aftur inn | Svona var bardagakvöldið í Toronto Gunnar Nelson vann sannfærandi sigur á Alex Oliveira, Max Holloway vann Brian Ortega í lygilegum bardaga og Valentina Shevchenko tók fluguvigtarbeltið. 9. desember 2018 06:00 Gunnar: Olnbogarnir í hnakkann tóku mig úr jafnvægi Þrátt fyrir glæsilegan sigur á Alex Oliveira í kvöld var Gunnar Nelson mjög ósáttur með dómarann en mistök hans hefðu getað kostað okkar mann sigurinn. 9. desember 2018 06:44 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira
Gunnar stimplaði sig aftur inn | Svona var bardagakvöldið í Toronto Gunnar Nelson vann sannfærandi sigur á Alex Oliveira, Max Holloway vann Brian Ortega í lygilegum bardaga og Valentina Shevchenko tók fluguvigtarbeltið. 9. desember 2018 06:00
Gunnar: Olnbogarnir í hnakkann tóku mig úr jafnvægi Þrátt fyrir glæsilegan sigur á Alex Oliveira í kvöld var Gunnar Nelson mjög ósáttur með dómarann en mistök hans hefðu getað kostað okkar mann sigurinn. 9. desember 2018 06:44