Tæplega hundrað prósent verðmunur á leikföngum milli verslana Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 8. desember 2018 20:00 Allt að 100 prósent verðmunur er á leikföngum og spilum á milli verslana samkvæmt verðkönnun ASÍ. Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir verð breytast hratt og að neytendur þurfi að fylgjast vel með, sérstaklega í jólaösinni. Í könnunni kemur fram að 95 prósenta verðmun má til dæmis finna á Lego lögreglustöð en hæsta verðið er í Hagkaup á 19.499 krónur, Heimkaup fylgir þar rétt á eftir með verð upp á 18.490 krónur en lægsta verðið er í Toys´r Us á 9.999. Dæmið snýst síðan við ef við skoðum lítinn Póný hest. Þá kostar hann 1.799 krónur í Toys´r Us en 999 krónur í Hagkaup. Verðlagið er því afskaplega mismunandi á milli verslana. Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, segir að í þessu ljósi sé mikilvægt að vera meðvitaður neytandi og kanna verðin vel. Þannig sé hægt að spara sér margan þúsundkallinn. „Fólk er ekkert oft að kaupa leikföng og spil. Verðtilfinning fyrir þessum vörum er því kannski ekki eins góð og kannski á öðrum vörum. Mögulega eru fyrirtækin að nýta sér þetta. Okkur fannst áhugavert að skoða verð á þessum vörum núna, af því að þetta er örugglega stór hluti af innkaupum hjá fólki,“ bendir hún á. Í könnunni kemur fram að Heimkaup er oftast með hæsta verðið, bæði á spilum og leikföngum. Þegar Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaupa, er spurðu hvort könnunin hafi komið á óvart svarar hann játandi. „Þetta kom aðeins illa við okkur og sýndi okkur að við getum gert betur og þurfum að gera betur. En þetta er samkeppnin, oft er kostnaðarverð ekki heilög stærð, stundum er farið undir kostnaðarverð og allavega. Lagt áherslur á ákveðnar vörur og auglýsa þær og þá eru verðin keyrð niður. Það er mikið gert til að ná heillin neytenda, sérstaklega núna,“ segir hann. Neytendur Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Allt að 100 prósent verðmunur er á leikföngum og spilum á milli verslana samkvæmt verðkönnun ASÍ. Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir verð breytast hratt og að neytendur þurfi að fylgjast vel með, sérstaklega í jólaösinni. Í könnunni kemur fram að 95 prósenta verðmun má til dæmis finna á Lego lögreglustöð en hæsta verðið er í Hagkaup á 19.499 krónur, Heimkaup fylgir þar rétt á eftir með verð upp á 18.490 krónur en lægsta verðið er í Toys´r Us á 9.999. Dæmið snýst síðan við ef við skoðum lítinn Póný hest. Þá kostar hann 1.799 krónur í Toys´r Us en 999 krónur í Hagkaup. Verðlagið er því afskaplega mismunandi á milli verslana. Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, segir að í þessu ljósi sé mikilvægt að vera meðvitaður neytandi og kanna verðin vel. Þannig sé hægt að spara sér margan þúsundkallinn. „Fólk er ekkert oft að kaupa leikföng og spil. Verðtilfinning fyrir þessum vörum er því kannski ekki eins góð og kannski á öðrum vörum. Mögulega eru fyrirtækin að nýta sér þetta. Okkur fannst áhugavert að skoða verð á þessum vörum núna, af því að þetta er örugglega stór hluti af innkaupum hjá fólki,“ bendir hún á. Í könnunni kemur fram að Heimkaup er oftast með hæsta verðið, bæði á spilum og leikföngum. Þegar Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaupa, er spurðu hvort könnunin hafi komið á óvart svarar hann játandi. „Þetta kom aðeins illa við okkur og sýndi okkur að við getum gert betur og þurfum að gera betur. En þetta er samkeppnin, oft er kostnaðarverð ekki heilög stærð, stundum er farið undir kostnaðarverð og allavega. Lagt áherslur á ákveðnar vörur og auglýsa þær og þá eru verðin keyrð niður. Það er mikið gert til að ná heillin neytenda, sérstaklega núna,“ segir hann.
Neytendur Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira