Íslenski boltinn

ÍA selur tvo stráka til Norrköping

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Oliver Stefánsson og Ísak Bergmann Jóhannesson
Oliver Stefánsson og Ísak Bergmann Jóhannesson Mynd/kfia.is
Tveir ungir Skagamenn eru komnir úr í atvinnumennsku eftir að sænska liðið Norrköping keypti þá af ÍA. Skagamenn segja frá þessu á heimasíðu sinni.

Ísak Bergmann Jóhannesson er fimmtán ára og hefur spilað einn leik með KFÍA í Inkasso-deildinni. Hann á að baki sjö leiki með U17 þar sem hann hefur gert sjö mörk og sjö leiki með U16 þar sem hann hefur skorað tvö mörk.

Oliver Stefánsson er sextán ára og hefur spilað einn leik með KFÍA í Inkasso-deildinni. Hann á að baki einn leik með U18, sjö leiki með U17 þar sem hann hefur skorað eitt mark og þrjá leiki með U16.

Þeir voru báðir lykilmenn í öðrum flokki karla sem varð Íslandsmeistarar í sumar í fyrsta sinn í þrettán ár.

Norrköping hefur góða reynslu af Skagamönnum en sænska félagið seldi fyrr á þessu íslenska landsliðsmanninn Arnór Sigurðsson til rússneska stórliðsins CSKA Moskvu.

Ísak Bergmann er sonur Jóhannesar Karls Guðjónsson, þjálfari meistaraflokks karla hjá ÍA, og nær því ekki að spila fyrir föður sinn í Pepsi-deildinni næsta sumar.  Oliver er sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar fyrrverandi leikmanns KFÍA og atvinnumanns.

Stefán Þór Þórðarson lék með Norrköping frá 2005 til 2007 og svo aftur 2009. Hann skoraði 27 mörk í 87 leikjum sem voru allir í sænsku b-deildinni. Oliver fetar því í fótsport föðurs síns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×