Krefjast 56 milljóna í skaðabætur í Bitcoin-málinu Birgir Olgeirsson skrifar 7. desember 2018 14:03 Eyjólfur Magnús, forstjóri gagnavera Advania. Vísir/Anton Brink Advania Datacenter lagði fram 56 milljóna króna skaðabótakröfu á hendur sakborningunum sjö við aðalmeðferð í Bitcoin-málinu í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Krafan er tvískipt, annars vegar beint tjón sem nemur 33 milljónum króna og missi hagnaðar sem nemur 22 milljónum króna. Þá vill fyrirtækið fá greiddan málskostnað upp á rúma milljón. Fyrirtækið hýsti tölvurnar fyrir annað fyrirtæki en um var að ræða 225 Antminer tölvur og jafn marga aflgjafa sem notaðar eru til að grafa eftir Bitcoin-rafmynt. Advania Datacenter bætti fyrirtækinu tölvurnar gegn því að skaðabótakrafan yrði framseld til Advania Datacenter. Skaðabótakröfurnar voru lækkaðar frá því sem greinir í ákæru því að í fyrstu var talið að 313 tölvum hefði verið stolið úr gagnaverinu en þær reyndust vera 225 þegar upp var staðið. Hver tölva kostaði 1.288 Bandaríkjadali í innkaupum, hver aflgjafi 105 dali og flutningskostnaður 60 dalir. Á þeim degi sem tölvunum var stolið, 16. janúar, var gengi Bandaríkjadals 103 krónur og því beint tjón 33 milljónir króna. Tölvunum var stolið 16. janúar en ekki tókst að setja upp nýjar tölur í stað þeirra fyrr en 10. apríl. Á því tímabili áttu tekjur hverrar tölvu á hverjum degi að nema um 900 dollurum og tekjur 225 Antminer tölva að nema um 218 þúsund Bandaríkjadölum, frá tjónsdegi og til 10. apríl. Gera það um 22 milljónir króna að mati Advania Datacenter. Málflutningur stendur yfir í héraðsdómi. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Krefst fimm ára fangelsis yfir Sindra Þór Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum vill Sindra Þór Stefánsson í fimm ára fangelsi fyrir innbrot í gagnaver í desember og janúar síðastliðnum. 7. desember 2018 13:15 Rannsakandi segir mynstrið kýrskýrt dæmi um skipulagða brotastarfsemi Starfsmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði símanotkun ákærðu í Bitcoin-málinu gefa vísbendingar um að innbrotin í gagnaverunum hafi verið nokkuð skipulögð. 7. desember 2018 11:10 Mest lesið Kilroy hafi eitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Advania Datacenter lagði fram 56 milljóna króna skaðabótakröfu á hendur sakborningunum sjö við aðalmeðferð í Bitcoin-málinu í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Krafan er tvískipt, annars vegar beint tjón sem nemur 33 milljónum króna og missi hagnaðar sem nemur 22 milljónum króna. Þá vill fyrirtækið fá greiddan málskostnað upp á rúma milljón. Fyrirtækið hýsti tölvurnar fyrir annað fyrirtæki en um var að ræða 225 Antminer tölvur og jafn marga aflgjafa sem notaðar eru til að grafa eftir Bitcoin-rafmynt. Advania Datacenter bætti fyrirtækinu tölvurnar gegn því að skaðabótakrafan yrði framseld til Advania Datacenter. Skaðabótakröfurnar voru lækkaðar frá því sem greinir í ákæru því að í fyrstu var talið að 313 tölvum hefði verið stolið úr gagnaverinu en þær reyndust vera 225 þegar upp var staðið. Hver tölva kostaði 1.288 Bandaríkjadali í innkaupum, hver aflgjafi 105 dali og flutningskostnaður 60 dalir. Á þeim degi sem tölvunum var stolið, 16. janúar, var gengi Bandaríkjadals 103 krónur og því beint tjón 33 milljónir króna. Tölvunum var stolið 16. janúar en ekki tókst að setja upp nýjar tölur í stað þeirra fyrr en 10. apríl. Á því tímabili áttu tekjur hverrar tölvu á hverjum degi að nema um 900 dollurum og tekjur 225 Antminer tölva að nema um 218 þúsund Bandaríkjadölum, frá tjónsdegi og til 10. apríl. Gera það um 22 milljónir króna að mati Advania Datacenter. Málflutningur stendur yfir í héraðsdómi.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Krefst fimm ára fangelsis yfir Sindra Þór Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum vill Sindra Þór Stefánsson í fimm ára fangelsi fyrir innbrot í gagnaver í desember og janúar síðastliðnum. 7. desember 2018 13:15 Rannsakandi segir mynstrið kýrskýrt dæmi um skipulagða brotastarfsemi Starfsmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði símanotkun ákærðu í Bitcoin-málinu gefa vísbendingar um að innbrotin í gagnaverunum hafi verið nokkuð skipulögð. 7. desember 2018 11:10 Mest lesið Kilroy hafi eitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Krefst fimm ára fangelsis yfir Sindra Þór Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum vill Sindra Þór Stefánsson í fimm ára fangelsi fyrir innbrot í gagnaver í desember og janúar síðastliðnum. 7. desember 2018 13:15
Rannsakandi segir mynstrið kýrskýrt dæmi um skipulagða brotastarfsemi Starfsmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði símanotkun ákærðu í Bitcoin-málinu gefa vísbendingar um að innbrotin í gagnaverunum hafi verið nokkuð skipulögð. 7. desember 2018 11:10