Aldrei jafn spenntur að taka þátt í undirbúningstímabili Hjörvar Ólafsson skrifar 7. desember 2018 14:30 Matthías Vilhjálmsson á Valsvellinum með félögum sínum. fréttablaðið Matthías Vilhjálmsson er að klára sitt fjórða keppnistímabil með norska liðinu Rosenborg, en liðið hefur verið afar sigursælt þau ár sem Matthías hefur leikið með því. Hann hefur orðið norskur meistari öll fjögur árin sem hann hefur leikið með liðinu og þar að auki þrisvar sinnum bikarmeistari. Rosenborg varð tvöfaldur meistari á leiktíðinni sem er að ljúka í Noregi, en Matthías lék einungis sjö deildarleiki með liðinu. Þar áður hefur hann verið í mun stærra hlutverki hjá liðinu, en hann skoraði tvö deildarmörk í 12 leikjum árið 2015, fimm mörk í 29 deildarleikjum árið 2016 og sjö mörk í 18 leikjum í deildinni árið 2017. „Það var auðvitað öðruvísi tilfinning að landa þessum titlum en þeim fyrri þar sem ég var meiddur fyrri hluta tímabilsins og mikið á varamannabekknum á þeim seinni. Það var samt mjög gaman að tilheyra leikmannahópi sem vann tvöfalt og setti um leið met sem það lið sem vinnur flesta titla á jafn skömmum tíma og raun ber vitni,“ segir Matthías í samtali við Fréttablaðið. „Um það leyti sem ég er að koma til baka eftir krossbandslitið í ágúst voru þjálfaraskipti hjá liðinu. Sá sem tók við liðinu þekkti ekkert til mín og vissi ekkert um styrkleika mína sem leikmaður. Það var ekki óskastaða að vera ekki í mínu besta líkamlega ástandi að reyna að koma mér inn í lið sem var á sigurbraut. Ég hefði klárlega viljað spila meira og þarf að spila meira en ég gerði eftir að ég varð heill heilsu. Ég er að nálgast mitt fyrra form og mér finnst framfarirnar hjá mér síðasta mánuðinn hafa verið heilmiklar,“ segir hann um stöðu mála hjá sér. „Nú er ég bara með hugann við það að klára þetta keppnistímabil með sóma og ég held að það séu fáir leikmenn jafn spenntir fyrir undirbúningstímabili og ég. Mig sárvantar að komast í líkamlega krefjandi æfingar sem byggja upp líkamlegt form og styrk í hnénu. Fyrst um sinn var ég aðeins ragur við að beita hnénu af fullum krafti en nú er ég farinn að fara í tæklingar af fullum krafti og iða í skinninu að komast á æfingar og fá að spila meira,“ segir þessi öflugi leikmaður. „Sá sem stýrir liðinu þessa stundina var ráðinn út leiktíðina og það verður tekin ákvörðun um það í desember hver mun taka við liðinu til frambúðar. Ég mun bíða og sjá hver tekur við liðinu og hvaða hlutverk sá aðili ætlar mér á næstu leiktíð. Mér líður vel hér hjá Rosenborg og minn fyrsti kostur væri að koma mér inn í byrjunarliðið hér. Ef það tekst hins vegar ekki þarf ég að leita annað eftir meiri spiltíma. Það er hins vegar seinni tíma ákvörðun sem langt er í að ég þurfi að taka,“ segir hann. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Matthías Vilhjálmsson er að klára sitt fjórða keppnistímabil með norska liðinu Rosenborg, en liðið hefur verið afar sigursælt þau ár sem Matthías hefur leikið með því. Hann hefur orðið norskur meistari öll fjögur árin sem hann hefur leikið með liðinu og þar að auki þrisvar sinnum bikarmeistari. Rosenborg varð tvöfaldur meistari á leiktíðinni sem er að ljúka í Noregi, en Matthías lék einungis sjö deildarleiki með liðinu. Þar áður hefur hann verið í mun stærra hlutverki hjá liðinu, en hann skoraði tvö deildarmörk í 12 leikjum árið 2015, fimm mörk í 29 deildarleikjum árið 2016 og sjö mörk í 18 leikjum í deildinni árið 2017. „Það var auðvitað öðruvísi tilfinning að landa þessum titlum en þeim fyrri þar sem ég var meiddur fyrri hluta tímabilsins og mikið á varamannabekknum á þeim seinni. Það var samt mjög gaman að tilheyra leikmannahópi sem vann tvöfalt og setti um leið met sem það lið sem vinnur flesta titla á jafn skömmum tíma og raun ber vitni,“ segir Matthías í samtali við Fréttablaðið. „Um það leyti sem ég er að koma til baka eftir krossbandslitið í ágúst voru þjálfaraskipti hjá liðinu. Sá sem tók við liðinu þekkti ekkert til mín og vissi ekkert um styrkleika mína sem leikmaður. Það var ekki óskastaða að vera ekki í mínu besta líkamlega ástandi að reyna að koma mér inn í lið sem var á sigurbraut. Ég hefði klárlega viljað spila meira og þarf að spila meira en ég gerði eftir að ég varð heill heilsu. Ég er að nálgast mitt fyrra form og mér finnst framfarirnar hjá mér síðasta mánuðinn hafa verið heilmiklar,“ segir hann um stöðu mála hjá sér. „Nú er ég bara með hugann við það að klára þetta keppnistímabil með sóma og ég held að það séu fáir leikmenn jafn spenntir fyrir undirbúningstímabili og ég. Mig sárvantar að komast í líkamlega krefjandi æfingar sem byggja upp líkamlegt form og styrk í hnénu. Fyrst um sinn var ég aðeins ragur við að beita hnénu af fullum krafti en nú er ég farinn að fara í tæklingar af fullum krafti og iða í skinninu að komast á æfingar og fá að spila meira,“ segir þessi öflugi leikmaður. „Sá sem stýrir liðinu þessa stundina var ráðinn út leiktíðina og það verður tekin ákvörðun um það í desember hver mun taka við liðinu til frambúðar. Ég mun bíða og sjá hver tekur við liðinu og hvaða hlutverk sá aðili ætlar mér á næstu leiktíð. Mér líður vel hér hjá Rosenborg og minn fyrsti kostur væri að koma mér inn í byrjunarliðið hér. Ef það tekst hins vegar ekki þarf ég að leita annað eftir meiri spiltíma. Það er hins vegar seinni tíma ákvörðun sem langt er í að ég þurfi að taka,“ segir hann.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira