Jón leiðir samgönguáætlun til lykta eftir brotthvarf Bergþórs Kristján Már Unnarsson skrifar 6. desember 2018 20:30 Jón Gunnarsson, starfandi formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, á nefndarfundinum í morgun. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Klaustursmálið hefur haft þær pólitísku afleiðingar að það kemur í hlut nýs þingnefndarformanns að leiða til lykta eitt stærsta mál þingsins, samgönguáætlun, og það strax í næstu viku. Breytingin gæti orðið til þess að skýr skilaboð verði gefin um veggjöld til að flýta framkvæmdum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Samgönguáætlun hefur verið aðalmál umhverfis- og samgöngunefndar á haustþingi en núna er það ekki lengur Miðflokksþingmaðurinn Bergþór Ólason sem situr í forsæti nefndarinnar heldur sjálfstæðismaðurinn Jón Gunnarsson, eftir að Bergþór fór í ótímabundið leyfi frá þingmennsku. En hefur þetta áhrif á áherslur í nefndinni? Samgönguáætlun var til umræðu á fundi þingnefndarinnar í morgun. Jón Gunnarsson situr í forsæti.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Jú, þessi uppákoma hefur eðlilega haft áhrif bara á störf þingsins almennt, - ekkert sérstaklega í okkar nefnd. En við höldum auðvitað bara áfram okkar vinnu. En þetta hefur haft áhrif á störfin svona í heild sinni,“ svarar Jón Gunnarsson. Svo vill til að Jón gegndi embætti samgönguráðherra um ellefu mánaða skeið á síðasta ári og kynnti þá hugmyndir um veggjöld til að flýta framkvæmdum, en hlaut fyrir gagnrýni, meðal annars frá Sigurði Inga Jóhannssyni, núverandi samgönguráðherra. -Muntu ná þínum hugmyndum í gegnum samgöngunefnd sem formaður núna? „Þetta er eitt af því sem hefur verið rætt mikið við gestakomur á nefndarfundum í haust um samgönguáætlun. Og það hafa auðvitað breyst mjög viðhorfin í samfélaginu gagnvart þessu.“Frá fundi umhverfis- og samgöngunefndar. Karl Gauti Hjaltason og Jón Gunnarsson.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Stefnt er að því nefndin afgreiði bæði fimm ára og fimmtán ára samgönguáætlun frá sér í næstu viku og vonast Jón til að ná samstöðu um skýr skilaboð um veggjöld. „Ég fagna því auðvitað að það er núna orðin þessi víðtækari sátt um þessa leið. Við erum svona að glíma við það í nefndinni núna hvort við getum unnið eitthvað með þær áherslur þannig að það megi koma svona skilaboð frá þinginu við afgreiðslu málsins; að það verði farið í það að reyna að flýta framkvæmdum, taka stærri og betri skref bara á næstu árum,“ segir Jón Gunnarsson, starfandi formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Vilja að 550 milljónir verði skornar af samgöngumálum 550 milljónir króna verða skornar niður af framlögum til samgöngumála á næsta ári, samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis. 16. nóvember 2018 21:00 Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Sjálfur gagnrýndi hann forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. 10. október 2018 21:15 Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Klaustursmálið hefur haft þær pólitísku afleiðingar að það kemur í hlut nýs þingnefndarformanns að leiða til lykta eitt stærsta mál þingsins, samgönguáætlun, og það strax í næstu viku. Breytingin gæti orðið til þess að skýr skilaboð verði gefin um veggjöld til að flýta framkvæmdum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Samgönguáætlun hefur verið aðalmál umhverfis- og samgöngunefndar á haustþingi en núna er það ekki lengur Miðflokksþingmaðurinn Bergþór Ólason sem situr í forsæti nefndarinnar heldur sjálfstæðismaðurinn Jón Gunnarsson, eftir að Bergþór fór í ótímabundið leyfi frá þingmennsku. En hefur þetta áhrif á áherslur í nefndinni? Samgönguáætlun var til umræðu á fundi þingnefndarinnar í morgun. Jón Gunnarsson situr í forsæti.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Jú, þessi uppákoma hefur eðlilega haft áhrif bara á störf þingsins almennt, - ekkert sérstaklega í okkar nefnd. En við höldum auðvitað bara áfram okkar vinnu. En þetta hefur haft áhrif á störfin svona í heild sinni,“ svarar Jón Gunnarsson. Svo vill til að Jón gegndi embætti samgönguráðherra um ellefu mánaða skeið á síðasta ári og kynnti þá hugmyndir um veggjöld til að flýta framkvæmdum, en hlaut fyrir gagnrýni, meðal annars frá Sigurði Inga Jóhannssyni, núverandi samgönguráðherra. -Muntu ná þínum hugmyndum í gegnum samgöngunefnd sem formaður núna? „Þetta er eitt af því sem hefur verið rætt mikið við gestakomur á nefndarfundum í haust um samgönguáætlun. Og það hafa auðvitað breyst mjög viðhorfin í samfélaginu gagnvart þessu.“Frá fundi umhverfis- og samgöngunefndar. Karl Gauti Hjaltason og Jón Gunnarsson.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Stefnt er að því nefndin afgreiði bæði fimm ára og fimmtán ára samgönguáætlun frá sér í næstu viku og vonast Jón til að ná samstöðu um skýr skilaboð um veggjöld. „Ég fagna því auðvitað að það er núna orðin þessi víðtækari sátt um þessa leið. Við erum svona að glíma við það í nefndinni núna hvort við getum unnið eitthvað með þær áherslur þannig að það megi koma svona skilaboð frá þinginu við afgreiðslu málsins; að það verði farið í það að reyna að flýta framkvæmdum, taka stærri og betri skref bara á næstu árum,“ segir Jón Gunnarsson, starfandi formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Vilja að 550 milljónir verði skornar af samgöngumálum 550 milljónir króna verða skornar niður af framlögum til samgöngumála á næsta ári, samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis. 16. nóvember 2018 21:00 Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Sjálfur gagnrýndi hann forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. 10. október 2018 21:15 Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Vilja að 550 milljónir verði skornar af samgöngumálum 550 milljónir króna verða skornar niður af framlögum til samgöngumála á næsta ári, samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis. 16. nóvember 2018 21:00
Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Sjálfur gagnrýndi hann forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. 10. október 2018 21:15
Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45