Nágrannar fengu lögbann á fyrirhugað vistheimili Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. desember 2018 18:54 Þingvað 35, þar sem fyrirhugað vistheimili átti að vera staðsett. Vísir/Vilhelm Íbúar í nágrenni húss í Þingvaði í Norðlingaholti þar sem til stóð að reka vistheimili fyrir börn með áhættuhegðun og í vímuefnavanda hafa fengið lögbann á starfsemina. Ekkert verður því af því að vistheimilið verði opnað í húsinu. Mbl.is greinir frá. Töluvert var fjallað um málið í vor þegar greint var frá því að til stæði að opna vistheimilið. Íbúasamtök í Norðlingaholti gagnrýndu þá barnaverndaryfirvöld og félagsmálaráðherra vegna þess sem þeir töldu vera samráðsleysi vegna málsins. Stefnt var að því að um tvö til þrjú ungmenni hafi átt að vera í húsinu á hverjum tíma. Öll áttu þau að eiga það sameiginlegt að hafa lokið mörgum meðferðum og þurfa aðstoð við að fóta sig í lífinu á ný. „Þetta eru krakkar sem geta eða eiga ekki að vera langdvölum inni á meðferðarheimilum. Þetta er stuðningsheimli með eftirmeðferð, fyrir börn sem eru ekki í neyslu,“ sagði Halldór Hauksson, sviðstjóri hjá Barnaverndarstofu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í apríl.Sjá einnig: „Mikilvægt fyrir ungmennin að búa á eðlilegu heimili“ Formaður Íbúasamtaka Norðlingaholts sagðist hins vegar hafa samúð með börnunum en að fólk vildi ekki börn með alvarlegan fíkniefnavanda í hverfið. Á vef Mbl.is segir að sýslumaður hafi samþykkt lögbannskröfu íbúanna í nágrenni hússins síðastliðinn föstudag. Barnaverndarstofa hefur ekki hug á því að freista þess að hnekkja lögbanni og því er útlit fyrir að vistheimilið verði ekki rekið í húsinu sem um ræðir. „Lögbannið byggir á gríðarlegum misskilningi á eðli starfseminnar. Hins vegar liggur einnig fyrir að það myndi taka marga mánuði að fá lögbanninu hnekkt fyrir dómi og að stofan myndi innan þess tíma missa húsnæðið. Því hefur Barnaverndarstofu ekki forsendur fyrir því að mótmæla lögbanninu fyrir dómi,“ er haft eftir Heiðu Björgu Pálmadóttur, forstjóra Barnaaverndarstofu á mbl.is. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stuðningsheimli í Norðlingaholti: „Mikilvægt fyrir ungmennin að búa á eðlilegu heimili“ Barnaverndarstofa áréttar að vistheimili sem opna á í Reykjavík sé fyrir ungmenni sem ekki eru í neyslu heldur á batavegi. Einnig að ekki sé búið að skrifa undir leigusamning í Norðlingaholti, þar sem íbúasamtök hafa gagnrýnt opnun heimilisins. 18. apríl 2018 20:15 Gagnrýna barnaverndaryfirvöld fyrir samráðsleysi vegna úrræðis Íbúasamtök grunar að sala fíkniefna og dreifing eigi sér stað þar sem setja á fót meðferðarúrræði barna með áhættuhegðun og í vímuefnavanda. 17. apríl 2018 19:00 Íbúar ósattir við vistheimili fyrir börn með fíknivanda Íbúðarsamtök Norðlingaholts eru uggandi yfir fyrirhugaðri opnun vistheimilis, fyrir ungmenni sem glíma við alvarlegan fíkniefnavanda, í hverfinu. 17. apríl 2018 12:14 Óvissa með úrræði fyrir yngstu fíklana „til skammar“ Gat er til staðar í heilbrigðiskerfinu þegar kemur að þjónustu gagnvart yngstu fíklunum og óvíst er hvað tekur við þegar Vogur hættir að taka á móti fíklum sem eru átján ára og yngri. 18. maí 2018 12:15 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Íbúar í nágrenni húss í Þingvaði í Norðlingaholti þar sem til stóð að reka vistheimili fyrir börn með áhættuhegðun og í vímuefnavanda hafa fengið lögbann á starfsemina. Ekkert verður því af því að vistheimilið verði opnað í húsinu. Mbl.is greinir frá. Töluvert var fjallað um málið í vor þegar greint var frá því að til stæði að opna vistheimilið. Íbúasamtök í Norðlingaholti gagnrýndu þá barnaverndaryfirvöld og félagsmálaráðherra vegna þess sem þeir töldu vera samráðsleysi vegna málsins. Stefnt var að því að um tvö til þrjú ungmenni hafi átt að vera í húsinu á hverjum tíma. Öll áttu þau að eiga það sameiginlegt að hafa lokið mörgum meðferðum og þurfa aðstoð við að fóta sig í lífinu á ný. „Þetta eru krakkar sem geta eða eiga ekki að vera langdvölum inni á meðferðarheimilum. Þetta er stuðningsheimli með eftirmeðferð, fyrir börn sem eru ekki í neyslu,“ sagði Halldór Hauksson, sviðstjóri hjá Barnaverndarstofu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í apríl.Sjá einnig: „Mikilvægt fyrir ungmennin að búa á eðlilegu heimili“ Formaður Íbúasamtaka Norðlingaholts sagðist hins vegar hafa samúð með börnunum en að fólk vildi ekki börn með alvarlegan fíkniefnavanda í hverfið. Á vef Mbl.is segir að sýslumaður hafi samþykkt lögbannskröfu íbúanna í nágrenni hússins síðastliðinn föstudag. Barnaverndarstofa hefur ekki hug á því að freista þess að hnekkja lögbanni og því er útlit fyrir að vistheimilið verði ekki rekið í húsinu sem um ræðir. „Lögbannið byggir á gríðarlegum misskilningi á eðli starfseminnar. Hins vegar liggur einnig fyrir að það myndi taka marga mánuði að fá lögbanninu hnekkt fyrir dómi og að stofan myndi innan þess tíma missa húsnæðið. Því hefur Barnaverndarstofu ekki forsendur fyrir því að mótmæla lögbanninu fyrir dómi,“ er haft eftir Heiðu Björgu Pálmadóttur, forstjóra Barnaaverndarstofu á mbl.is.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stuðningsheimli í Norðlingaholti: „Mikilvægt fyrir ungmennin að búa á eðlilegu heimili“ Barnaverndarstofa áréttar að vistheimili sem opna á í Reykjavík sé fyrir ungmenni sem ekki eru í neyslu heldur á batavegi. Einnig að ekki sé búið að skrifa undir leigusamning í Norðlingaholti, þar sem íbúasamtök hafa gagnrýnt opnun heimilisins. 18. apríl 2018 20:15 Gagnrýna barnaverndaryfirvöld fyrir samráðsleysi vegna úrræðis Íbúasamtök grunar að sala fíkniefna og dreifing eigi sér stað þar sem setja á fót meðferðarúrræði barna með áhættuhegðun og í vímuefnavanda. 17. apríl 2018 19:00 Íbúar ósattir við vistheimili fyrir börn með fíknivanda Íbúðarsamtök Norðlingaholts eru uggandi yfir fyrirhugaðri opnun vistheimilis, fyrir ungmenni sem glíma við alvarlegan fíkniefnavanda, í hverfinu. 17. apríl 2018 12:14 Óvissa með úrræði fyrir yngstu fíklana „til skammar“ Gat er til staðar í heilbrigðiskerfinu þegar kemur að þjónustu gagnvart yngstu fíklunum og óvíst er hvað tekur við þegar Vogur hættir að taka á móti fíklum sem eru átján ára og yngri. 18. maí 2018 12:15 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Stuðningsheimli í Norðlingaholti: „Mikilvægt fyrir ungmennin að búa á eðlilegu heimili“ Barnaverndarstofa áréttar að vistheimili sem opna á í Reykjavík sé fyrir ungmenni sem ekki eru í neyslu heldur á batavegi. Einnig að ekki sé búið að skrifa undir leigusamning í Norðlingaholti, þar sem íbúasamtök hafa gagnrýnt opnun heimilisins. 18. apríl 2018 20:15
Gagnrýna barnaverndaryfirvöld fyrir samráðsleysi vegna úrræðis Íbúasamtök grunar að sala fíkniefna og dreifing eigi sér stað þar sem setja á fót meðferðarúrræði barna með áhættuhegðun og í vímuefnavanda. 17. apríl 2018 19:00
Íbúar ósattir við vistheimili fyrir börn með fíknivanda Íbúðarsamtök Norðlingaholts eru uggandi yfir fyrirhugaðri opnun vistheimilis, fyrir ungmenni sem glíma við alvarlegan fíkniefnavanda, í hverfinu. 17. apríl 2018 12:14
Óvissa með úrræði fyrir yngstu fíklana „til skammar“ Gat er til staðar í heilbrigðiskerfinu þegar kemur að þjónustu gagnvart yngstu fíklunum og óvíst er hvað tekur við þegar Vogur hættir að taka á móti fíklum sem eru átján ára og yngri. 18. maí 2018 12:15