Enn láta skemmdarvargar til skarar skríða í Kjarnaskógi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. desember 2018 18:39 Bíllinn situr fastur á gönguslóð. Mynd/Ingólfur Jóhannesson Svo virðist sem að Kjarnaskógur í nágrenni Akureyrar sé vinsæll staður fyrir skemmdarvarga til þess að stunda iðju sína. Á laugardaginn var jeppa ekið eftir gönguskíðaslóðum á Kjarnatúni, stórt upplýsingaskilti var keyrt niður auk þess sem að annar jeppi situr fastur á troðinni braut í skóginum. Stutt er síðan umtalsvert tjón varð á viðkvæmum grasflötum, salernishúsum og öðru í skóginum en RÚV greindi frá því að einn yrði kærður vegna málsins. Síðan þá hefur snjóað mikið á Akureyri og svo virðist sem að jeppaáhugamaður hafi fengið útrás fyrir akstur í snjó með því að aka á eftir túni í skóginum þar sem Skógræktarfélag Eyfirðinga hefur troðið slóðir fyrir gönguskíðafólk, með talsverðri fyrirhöfn. Í samtali við Vísi segir Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins, að hann telji líklegt að viðkomandi ökumaður hafi ekki séð skiltið fyrir snjó og þannig keyrt á það, líklega sjái því eitthvað á umræddum bíl. Það nýjasta er hins vegar jeppi sem situr pikkfastur í snjónum á vinsælli gönguslóð fyrir vegfarendur og gönguskíðafólk. Ingólfur segir að lögregla sé komin í málið en erfiðlega gangi að ná á eiganda bílsins. „Þetta er alveg ömurlegt. Mér og starfsfólkinu finnst þetta glatað. Við erum að leggja mikið á okkur til þess að leggja þessa götur og útbúa mannvirki og annað,“ segir Ingólfur. Þá segir hann að stór hópur fólk sæki skóginn reglulega, þeim þyki vænt um skóginn og að þau taki skemmdarverkin nærri sér. „Þeim er ekki alveg sama. Fólki líður illa yfir þessu.“ Lögreglumál Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Svo virðist sem að Kjarnaskógur í nágrenni Akureyrar sé vinsæll staður fyrir skemmdarvarga til þess að stunda iðju sína. Á laugardaginn var jeppa ekið eftir gönguskíðaslóðum á Kjarnatúni, stórt upplýsingaskilti var keyrt niður auk þess sem að annar jeppi situr fastur á troðinni braut í skóginum. Stutt er síðan umtalsvert tjón varð á viðkvæmum grasflötum, salernishúsum og öðru í skóginum en RÚV greindi frá því að einn yrði kærður vegna málsins. Síðan þá hefur snjóað mikið á Akureyri og svo virðist sem að jeppaáhugamaður hafi fengið útrás fyrir akstur í snjó með því að aka á eftir túni í skóginum þar sem Skógræktarfélag Eyfirðinga hefur troðið slóðir fyrir gönguskíðafólk, með talsverðri fyrirhöfn. Í samtali við Vísi segir Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins, að hann telji líklegt að viðkomandi ökumaður hafi ekki séð skiltið fyrir snjó og þannig keyrt á það, líklega sjái því eitthvað á umræddum bíl. Það nýjasta er hins vegar jeppi sem situr pikkfastur í snjónum á vinsælli gönguslóð fyrir vegfarendur og gönguskíðafólk. Ingólfur segir að lögregla sé komin í málið en erfiðlega gangi að ná á eiganda bílsins. „Þetta er alveg ömurlegt. Mér og starfsfólkinu finnst þetta glatað. Við erum að leggja mikið á okkur til þess að leggja þessa götur og útbúa mannvirki og annað,“ segir Ingólfur. Þá segir hann að stór hópur fólk sæki skóginn reglulega, þeim þyki vænt um skóginn og að þau taki skemmdarverkin nærri sér. „Þeim er ekki alveg sama. Fólki líður illa yfir þessu.“
Lögreglumál Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira