Telur veik skilyrði fyrir neyðarláni til Póstsins Sighvatur Jónsson skrifar 6. desember 2018 12:00 Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að veitt verði 1,5 milljarðs króna neyðarlán til Póstsins. Félag atvinnurekenda vill að gerð verði óháð úttekt á fjárfestingum fyrirtækisins. Fréttablaðið/Anton Brink Fyrir þriðju umræðu fjárlaga leggur meirihluti fjárlaganefndar til að Íslandspóstur fái lán upp á einn og hálfan milljarð vegna lausafjárskorts hjá Póstinum. Skilyrði fyrir láninu er að fyrirtækið standi við hugmyndir um fjárhagslega endurskipulagninu og upplýsi þingnefnd um gang mála. Fréttablaðið greinir frá því í morgun að Íslandspóstur hyggist endurgreiða lánið með greiðslu úr svokölluðum jöfnunarsjóði alþjónustu, sjóði sem er tómur.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Ævintýramennska í samkeppnisrekstri Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, telur skilyrði fyrir neyðarláninu til Póstsins vera veik. Hann gagnrýnir að ekkert sé farið ofan í það hver beri ábyrgð á stöðunni sem nú er uppi hjá fyrirtækinu. „Það sem við höfum haldið fram hjá Félagi atvinnurekenda lengi er að stór hluti af vanda Íslandspósts sé kominn til vegna ævintýramennsku í samkeppnisrekstri. Nýjasta dæmið er af ePósti þar sem Pósturinn þráast við að reikna vexti á lán móðurfélagsins til dótturfélags til þess að láta það líta aðeins betur út. Við teljum að það sé þörf á og hefði átt að vera skilyrði af hálfu þingsins að það yrði gerð óháð úttekt á Íslandspósti og sérstaklega þessum samkeppnisrekstri og fjármunum almennings sem hafa tapast þar.“Hærra umsýslugjald erlendra sendinga Á dögunum fjallaði fréttastofa um mikinn kostnað Íslandspósts vegna erlendra póstsendinga þar sem neytendur greiða einungis þriðjung sendingarkostnaðar frá Kína vegna alþjóðasamninga. Ólafur bendir í því samhengi á að Pósturinn ætti að rukka hærra umsýslugjald af notendum þeirrar þjónustu „í stað þess að senda skattborgurum reikninginn.“ Íslandspóstur Tengdar fréttir Forstjóri Póstsins kallar eftir ríkisframlagi til að halda uppi þjónustu Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði. 23. nóvember 2018 12:15 Pósturinn vill aur úr galtómum sjóði Íslandspóstur hefur sótt um að fá 2,6 milljarða úthlutaða úr galtómum sjóði. Fjármunirnir eru hugsaðir til að endurgreiða neyðarlán frá ríkissjóði. Alls kostar óvíst er að fyrirtækið geti endurgreitt lánið. Í svari Póstsins segir að umsókn hafi verið send inn til vonar og vara. 6. desember 2018 07:30 Íslandspóstur varið milljörðum í rekstur á samkeppnismarkaði Íslandspóstur hefur varið nær sex milljörðum í fjárfestingar í fasteignum, tækjum og bifreiðum frá 2006. Stöðugildum fjölgað um tæplega níutíu. 26. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira
Fyrir þriðju umræðu fjárlaga leggur meirihluti fjárlaganefndar til að Íslandspóstur fái lán upp á einn og hálfan milljarð vegna lausafjárskorts hjá Póstinum. Skilyrði fyrir láninu er að fyrirtækið standi við hugmyndir um fjárhagslega endurskipulagninu og upplýsi þingnefnd um gang mála. Fréttablaðið greinir frá því í morgun að Íslandspóstur hyggist endurgreiða lánið með greiðslu úr svokölluðum jöfnunarsjóði alþjónustu, sjóði sem er tómur.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Ævintýramennska í samkeppnisrekstri Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, telur skilyrði fyrir neyðarláninu til Póstsins vera veik. Hann gagnrýnir að ekkert sé farið ofan í það hver beri ábyrgð á stöðunni sem nú er uppi hjá fyrirtækinu. „Það sem við höfum haldið fram hjá Félagi atvinnurekenda lengi er að stór hluti af vanda Íslandspósts sé kominn til vegna ævintýramennsku í samkeppnisrekstri. Nýjasta dæmið er af ePósti þar sem Pósturinn þráast við að reikna vexti á lán móðurfélagsins til dótturfélags til þess að láta það líta aðeins betur út. Við teljum að það sé þörf á og hefði átt að vera skilyrði af hálfu þingsins að það yrði gerð óháð úttekt á Íslandspósti og sérstaklega þessum samkeppnisrekstri og fjármunum almennings sem hafa tapast þar.“Hærra umsýslugjald erlendra sendinga Á dögunum fjallaði fréttastofa um mikinn kostnað Íslandspósts vegna erlendra póstsendinga þar sem neytendur greiða einungis þriðjung sendingarkostnaðar frá Kína vegna alþjóðasamninga. Ólafur bendir í því samhengi á að Pósturinn ætti að rukka hærra umsýslugjald af notendum þeirrar þjónustu „í stað þess að senda skattborgurum reikninginn.“
Íslandspóstur Tengdar fréttir Forstjóri Póstsins kallar eftir ríkisframlagi til að halda uppi þjónustu Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði. 23. nóvember 2018 12:15 Pósturinn vill aur úr galtómum sjóði Íslandspóstur hefur sótt um að fá 2,6 milljarða úthlutaða úr galtómum sjóði. Fjármunirnir eru hugsaðir til að endurgreiða neyðarlán frá ríkissjóði. Alls kostar óvíst er að fyrirtækið geti endurgreitt lánið. Í svari Póstsins segir að umsókn hafi verið send inn til vonar og vara. 6. desember 2018 07:30 Íslandspóstur varið milljörðum í rekstur á samkeppnismarkaði Íslandspóstur hefur varið nær sex milljörðum í fjárfestingar í fasteignum, tækjum og bifreiðum frá 2006. Stöðugildum fjölgað um tæplega níutíu. 26. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira
Forstjóri Póstsins kallar eftir ríkisframlagi til að halda uppi þjónustu Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði. 23. nóvember 2018 12:15
Pósturinn vill aur úr galtómum sjóði Íslandspóstur hefur sótt um að fá 2,6 milljarða úthlutaða úr galtómum sjóði. Fjármunirnir eru hugsaðir til að endurgreiða neyðarlán frá ríkissjóði. Alls kostar óvíst er að fyrirtækið geti endurgreitt lánið. Í svari Póstsins segir að umsókn hafi verið send inn til vonar og vara. 6. desember 2018 07:30
Íslandspóstur varið milljörðum í rekstur á samkeppnismarkaði Íslandspóstur hefur varið nær sex milljörðum í fjárfestingar í fasteignum, tækjum og bifreiðum frá 2006. Stöðugildum fjölgað um tæplega níutíu. 26. nóvember 2018 06:15