Íslenski boltinn

Öll plastpokanotkun Íslendinga á einu ári jafngildir förgun tveggja gervigrasvalla

Anton Ingi Leifsson skrifar
Einar Brynjarsson, umhverisfræðingur, er ekki yfir sig hrifinn af því að mörg félög á Íslandi séu að skipta völlum sínum yfir á gervigras. Hann segir að það henti umhverfinu illa.

Gervigrasvöllum hefur fjölgað gífurlega á síðustu árum og í Pepsi-deild karla á næsta ári verða að minnsta kosti fimm félög sem leika heimaleiki sína á gervigrasi.

„Þróunin er í náttúrulegu grasi og þar eru framfarirnar. Það er það sem við sjáum þegar við horfum á sjónvarpið og sjáum þessa velli sem er verið að spila á út um allan heim. Það er undantekning að við sjáum mold í teigunum eins og fyrir tíu árum,“ segir Einar Brynjarsson umhverfisfræðingur.

Ráðamenn í borg og sveitarfélögum hafa ekki tekið mið af umhverfinu þegar skipt hefur verið frá grasi yfir í gervigras og ekki er með góðu móti hægt að farga gervigasvöllum en skipta þarf um á fimm til sex ára fresti.

„Það eru notaðir um 30 til 35 milljónir plastloka á Íslandi. Ef við vigtum það þá eru það sex til sjö hundruð tonn af plasti, fljótt á skotið. Ef að einn gervigrasvöllur er þrjú hundruð tonn þá jafngildir plastpokanotkun Íslendinga tveimur gervigrasvöllum.“

Einnig ræðir Einar um Kópavogsvöll og pólitíkina í Kópavogi en innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×