Gerði grín að forsætisráðherra Íslands við jarðarför Bush: „Því minna land, því lengri ræða“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. desember 2018 19:52 Brian Mulroney fyrrverandi forsætisráðherra Kanada við útför George H. W. Bush í dag. Getty/Andrew Harnik-Pool Fyrrverandi forsætisráðherra Kanada gerði létt grín að forsætisráðherra Íslands, sem gera má ráð fyrir að hafi verið Steingrímur Hermannsson, í ræðu sem hann hélt til minningar um George H. W. Bush eldri, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, við jarðarför þess síðarnefnda í dag. Bush lést þann 30. nóvember síðastliðinn 94 ára að aldri og var lagður til hinstu hvílu í Washington í dag.George H. W. Bush lést föstudaginn 30. nóvember, 94 ára að aldri.Getty/Logan Mock-BuntingBrian Mulroney gegndi embætti forsætisráðherra Kanada árin 1984-1993 og starfaði því við hlið Bush seinna kjörtímabil sitt. Mulroney fór fögrum orðum um Bush í minningarræðunni og minntist sérstaklega á hugprýði Bush er hann barðist tvítugur í seinni heimsstyrjöldinni.Talaði þangað til aðalritarinn blés til kaffipásu Til marks um góða kímnigáfu forsetans sagði Mulroney einnig stutta sögu af fyrsta NATO-fundi þess fyrrnefnda í Brussel árið 1989. Bush sat gegnt Mulroney á fundinum og glósaði hjá sér ræður leiðtoganna af miklum móð. „Við fengum öll lítinn tíma. En þú veist, það er mikið hrós fólgið í því að forseti Bandaríkjanna glósi hjá sér á meðan þú talar,“ sagði Mulroney. Gamanið hafi hins vegar kárnað að loknum ræðum leiðtoga Frakklands, Bretlands og Þýskalands. Þá var nefnilega röðin komin að forsætisráðherra Íslands, sem á þessum tíma var Steingrímur Hermannsson. Mulroney nefndi hann þó ekki á nafn í ræðu sinni.Steingrímur Hermannsson var forsætisráðherra Íslands fyrir Framsóknarflokkinn frá 1983-1991. Hann lést árið 2010, þá 81 árs.Vísir„Þegar Mitterrand forseti, Thatcher forsætisráðherra og Kohl kanslari höfðu lokið máli sínu var röðin komin að forsætisráðherra Íslands. Á meðan Bush skrifaði hélt forsætisráðherrann áfram að tala, og áfram, og áfram, og áfram, og lauk aðeins máli sínu þegar aðalritari NATO blés staðfastlega til kaffipásu,“ sagði Mulroney. „George lét frá sér pennann, gekk til mín og sagði: „Brian, ég var að læra grundvallarlögmál alþjóðamála“. Ég sagði: „Hvað er það, George?“. Hann sagði: „Því minna land, því lengri ræða“.“ Sagan af NATO-fundinum uppskar hlátur í kirkjunni en ræðu Mulroney má hlýða á í heild í spilaranum hér að neðan. Hann nefnir íslenska forsætisráðherrann á mínútu 3:05.Þá má nálgast frétt um ræðuhöld Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra sem hann flutti á umræddum NATO-fundi hér. Hann gerði þar grein fyrir viðhorfi Íslands til fækkunar vopna og sagði hana eiga að ná til allra árásarvopna – bæði á landi og í sjó. Ekkert er þó minnst á viðbrögð annarra leiðtoga við ræðu Steingríms, sem greinilega hefur þótt í lengra lagi. Fulltrúi íslenskra stjórnvalda við athöfnina í Washington National Cathedral í dag var Hreinn Pálsson, sendiráðunautur í sendiráði Íslands í Washington og staðgengill sendiherra. Á meðal viðstaddra í Washington National Cathedral í dag voru einnig helstu áhrifamenn í bandarískum stjórnmálum, til að mynda sitjandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, og fyrrverandi starfsbræður hans, Barack Obama, Bill Clinton, Jimmy Carter og George Bush yngri, sem einnig er sonur Bush eldri. Minningarorð Bush yngri um föður sinn má hlusta á í spilaranum hér að neðan.Í spilaranum hér að neðan má svo nálgast kvöldfrétt Stöðvar 2 um málið.Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Kanada Tengdar fréttir George Bush eldri látinn George H.W. Bush var 41. forseti Bandaríkjanna og þjónaði í embætti í eitt kjörtímabil. 1989 til 1993 1. desember 2018 06:03 Þungavigtarfólk stjórnmálanna minnist George Bush eldri Stjórnmálafólk víðs vegar að úr heiminum minnist nú George H.W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann lést upp úr klukkan tíu í gærkvöldi á heimili sínu í Houston í Bandaríkjunum, 94 ára að aldri. Meðal þeirra sem hafa minnst forsetans eru ýmist sitjandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtogar þó nokkurra ríkja. 1. desember 2018 18:26 Mætt til Washington til að votta Bush virðingu sína Athöfnin á sér stað í Washington National Cathedral en forsetinn fyrrverandi verður svo jarðsettur í Texas á morgun. 5. desember 2018 10:38 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Fyrrverandi forsætisráðherra Kanada gerði létt grín að forsætisráðherra Íslands, sem gera má ráð fyrir að hafi verið Steingrímur Hermannsson, í ræðu sem hann hélt til minningar um George H. W. Bush eldri, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, við jarðarför þess síðarnefnda í dag. Bush lést þann 30. nóvember síðastliðinn 94 ára að aldri og var lagður til hinstu hvílu í Washington í dag.George H. W. Bush lést föstudaginn 30. nóvember, 94 ára að aldri.Getty/Logan Mock-BuntingBrian Mulroney gegndi embætti forsætisráðherra Kanada árin 1984-1993 og starfaði því við hlið Bush seinna kjörtímabil sitt. Mulroney fór fögrum orðum um Bush í minningarræðunni og minntist sérstaklega á hugprýði Bush er hann barðist tvítugur í seinni heimsstyrjöldinni.Talaði þangað til aðalritarinn blés til kaffipásu Til marks um góða kímnigáfu forsetans sagði Mulroney einnig stutta sögu af fyrsta NATO-fundi þess fyrrnefnda í Brussel árið 1989. Bush sat gegnt Mulroney á fundinum og glósaði hjá sér ræður leiðtoganna af miklum móð. „Við fengum öll lítinn tíma. En þú veist, það er mikið hrós fólgið í því að forseti Bandaríkjanna glósi hjá sér á meðan þú talar,“ sagði Mulroney. Gamanið hafi hins vegar kárnað að loknum ræðum leiðtoga Frakklands, Bretlands og Þýskalands. Þá var nefnilega röðin komin að forsætisráðherra Íslands, sem á þessum tíma var Steingrímur Hermannsson. Mulroney nefndi hann þó ekki á nafn í ræðu sinni.Steingrímur Hermannsson var forsætisráðherra Íslands fyrir Framsóknarflokkinn frá 1983-1991. Hann lést árið 2010, þá 81 árs.Vísir„Þegar Mitterrand forseti, Thatcher forsætisráðherra og Kohl kanslari höfðu lokið máli sínu var röðin komin að forsætisráðherra Íslands. Á meðan Bush skrifaði hélt forsætisráðherrann áfram að tala, og áfram, og áfram, og áfram, og lauk aðeins máli sínu þegar aðalritari NATO blés staðfastlega til kaffipásu,“ sagði Mulroney. „George lét frá sér pennann, gekk til mín og sagði: „Brian, ég var að læra grundvallarlögmál alþjóðamála“. Ég sagði: „Hvað er það, George?“. Hann sagði: „Því minna land, því lengri ræða“.“ Sagan af NATO-fundinum uppskar hlátur í kirkjunni en ræðu Mulroney má hlýða á í heild í spilaranum hér að neðan. Hann nefnir íslenska forsætisráðherrann á mínútu 3:05.Þá má nálgast frétt um ræðuhöld Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra sem hann flutti á umræddum NATO-fundi hér. Hann gerði þar grein fyrir viðhorfi Íslands til fækkunar vopna og sagði hana eiga að ná til allra árásarvopna – bæði á landi og í sjó. Ekkert er þó minnst á viðbrögð annarra leiðtoga við ræðu Steingríms, sem greinilega hefur þótt í lengra lagi. Fulltrúi íslenskra stjórnvalda við athöfnina í Washington National Cathedral í dag var Hreinn Pálsson, sendiráðunautur í sendiráði Íslands í Washington og staðgengill sendiherra. Á meðal viðstaddra í Washington National Cathedral í dag voru einnig helstu áhrifamenn í bandarískum stjórnmálum, til að mynda sitjandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, og fyrrverandi starfsbræður hans, Barack Obama, Bill Clinton, Jimmy Carter og George Bush yngri, sem einnig er sonur Bush eldri. Minningarorð Bush yngri um föður sinn má hlusta á í spilaranum hér að neðan.Í spilaranum hér að neðan má svo nálgast kvöldfrétt Stöðvar 2 um málið.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Kanada Tengdar fréttir George Bush eldri látinn George H.W. Bush var 41. forseti Bandaríkjanna og þjónaði í embætti í eitt kjörtímabil. 1989 til 1993 1. desember 2018 06:03 Þungavigtarfólk stjórnmálanna minnist George Bush eldri Stjórnmálafólk víðs vegar að úr heiminum minnist nú George H.W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann lést upp úr klukkan tíu í gærkvöldi á heimili sínu í Houston í Bandaríkjunum, 94 ára að aldri. Meðal þeirra sem hafa minnst forsetans eru ýmist sitjandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtogar þó nokkurra ríkja. 1. desember 2018 18:26 Mætt til Washington til að votta Bush virðingu sína Athöfnin á sér stað í Washington National Cathedral en forsetinn fyrrverandi verður svo jarðsettur í Texas á morgun. 5. desember 2018 10:38 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
George Bush eldri látinn George H.W. Bush var 41. forseti Bandaríkjanna og þjónaði í embætti í eitt kjörtímabil. 1989 til 1993 1. desember 2018 06:03
Þungavigtarfólk stjórnmálanna minnist George Bush eldri Stjórnmálafólk víðs vegar að úr heiminum minnist nú George H.W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann lést upp úr klukkan tíu í gærkvöldi á heimili sínu í Houston í Bandaríkjunum, 94 ára að aldri. Meðal þeirra sem hafa minnst forsetans eru ýmist sitjandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtogar þó nokkurra ríkja. 1. desember 2018 18:26
Mætt til Washington til að votta Bush virðingu sína Athöfnin á sér stað í Washington National Cathedral en forsetinn fyrrverandi verður svo jarðsettur í Texas á morgun. 5. desember 2018 10:38
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent