Fótbolti

Spilaði ekki mínútu með Víkingum en reddaði félaginu samt 9,7 milljónum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Víkingurinn Kári Árnason í baráttu við Argentínumannin Lionel Messi á HM í Rússlandi.
Víkingurinn Kári Árnason í baráttu við Argentínumannin Lionel Messi á HM í Rússlandi. Vísir/Getty
Tvö íslensk félög áttu leikmanna á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi síðasta sumar og Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur nú tilkynnt hversu mikinn pening félög fá fyrir eiga leikmann á mótinu.

Knattspyrnusamband Íslands segir frá þessu á heimasíðu sinni og staðfestir upphæðirnar sem Valur og Víkingur Reykjavík fá frá FIFA.





Valur fær 118 þúsund dollara, 14,5 milljónir króna, fyrir þáttöku Birkis Más Sævarssonar.

Víkingur R. fær 79 þúsund dollara, 9,7 milljónir króna, fyrir þáttöku Kára Árnasonar.

Kári Árnason skipti yfir í Víking 16. maí og var hjá félaginu til 27. júlí þegar hann samdi við tyrkneska félagið Genclerbirligi í Ankara.

Kári náði hinsvegar ekki að spila fyrir Víkinga þessa rúmu tvo mánuði sem hann taldist vera leikmaður félagsins. Ástæðan fyrir því voru meiðsli leikmannsins.

Svo kom tilboð frá Tyrklandi og Kári stökk á það. Kári hjálpaði því ekki Víkingum með beinum hætti inn á vellinum en reddaði uppheldisfélaginu sínu samt 9,7 milljónum.

Birkir Már Sævarsson á HM.Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×